Valdefling kvenna – öllum til góðs Jódís Skúladóttir skrifar 21. mars 2024 07:00 Mér hlotnaðist sá heiður að sækja Þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem sett var í New York í síðustu viku. Megin þema fundarins að þessu sinni var að hraða árangri er varða kynjajafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna með því að takast á við fátækt og styrkja stofnanir og fjármögnun með kynjaðri heildarsýn. Fjöldi viðburða var í boði á þinginu en auk þess að sótti ég fundi með þingmönnum Norðurlandanna og kynningar frá hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Krafturinn er áþreifanlegur þegar raddir kvenna alls staðar að úr heiminum fá að heyrast. Allar vilja þær sjá réttlátara samfélag þar sem konur koma með beinum hætti að ákvörðunartöku um líf sitt og velferð. Ungmenni frá öllum heimshornum komu saman til að ræða framtíðarsýn sína um að binda enda á fátækt og efla jafnrétti kynjanna. Kraftmikill viðburður var á vegum BSRB og Stígamóta á þinginu um kröfur Kvennaverkfallsins og samspil vanmats á virði kvennastarfa og ofbeldis. Þær Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB, fjölluðu um ástæður Kvennaverkfallsins 2023 og fóru yfir aðdraganda þess í máli og myndum. Einnig fjölluðu þær um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á Íslandi og leiðir til að stemma stigu við því. Viðburðurinn var vel sóttur og vakti talsverða athygli. Bergrún Andradóttir, skrifstofustjóri Samtakanna 78, Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi héldu einnig stuttar hugvekjur á viðburðinum. Kvennaþingið er haldið skugga ólýsanlegra þjáninga sem stríðsátök víða um heim valda. Það sem situr eftir er sú sára staðreynd að í auknu stríðsbrölti og hervæðingu heimsins eru það fyrst og fremst konur og börn sem líða. Stríð, fátækt, náttúruhamfarir og bakslag mannréttinda, allt bitnar þetta mest á konum. Á sama tíma er konum markvist haldið utan ákvörðunartöku og spurt var á fundinum: Hvar eru konurnar í friðarviðræðum? Það er staðreynd að karlar leika lykilhlutverk í hinu hörmulega valdatafli sem nærir og hvetur til átaka um allan heim en konur og börn eru þau sem fyrst og fremst líða. Rödd Íslands er dýrmæt í þessum aðstæðum, jafnrétti og friðarboðskapur eru þau gildi sem við getum lagt til málanna á ófriðartímum þegar mannréttindi eiga undir högg að sækja, ekki síst réttindi kvenna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Jódís Skúladóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Mér hlotnaðist sá heiður að sækja Þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem sett var í New York í síðustu viku. Megin þema fundarins að þessu sinni var að hraða árangri er varða kynjajafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna með því að takast á við fátækt og styrkja stofnanir og fjármögnun með kynjaðri heildarsýn. Fjöldi viðburða var í boði á þinginu en auk þess að sótti ég fundi með þingmönnum Norðurlandanna og kynningar frá hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Krafturinn er áþreifanlegur þegar raddir kvenna alls staðar að úr heiminum fá að heyrast. Allar vilja þær sjá réttlátara samfélag þar sem konur koma með beinum hætti að ákvörðunartöku um líf sitt og velferð. Ungmenni frá öllum heimshornum komu saman til að ræða framtíðarsýn sína um að binda enda á fátækt og efla jafnrétti kynjanna. Kraftmikill viðburður var á vegum BSRB og Stígamóta á þinginu um kröfur Kvennaverkfallsins og samspil vanmats á virði kvennastarfa og ofbeldis. Þær Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB, fjölluðu um ástæður Kvennaverkfallsins 2023 og fóru yfir aðdraganda þess í máli og myndum. Einnig fjölluðu þær um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á Íslandi og leiðir til að stemma stigu við því. Viðburðurinn var vel sóttur og vakti talsverða athygli. Bergrún Andradóttir, skrifstofustjóri Samtakanna 78, Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi héldu einnig stuttar hugvekjur á viðburðinum. Kvennaþingið er haldið skugga ólýsanlegra þjáninga sem stríðsátök víða um heim valda. Það sem situr eftir er sú sára staðreynd að í auknu stríðsbrölti og hervæðingu heimsins eru það fyrst og fremst konur og börn sem líða. Stríð, fátækt, náttúruhamfarir og bakslag mannréttinda, allt bitnar þetta mest á konum. Á sama tíma er konum markvist haldið utan ákvörðunartöku og spurt var á fundinum: Hvar eru konurnar í friðarviðræðum? Það er staðreynd að karlar leika lykilhlutverk í hinu hörmulega valdatafli sem nærir og hvetur til átaka um allan heim en konur og börn eru þau sem fyrst og fremst líða. Rödd Íslands er dýrmæt í þessum aðstæðum, jafnrétti og friðarboðskapur eru þau gildi sem við getum lagt til málanna á ófriðartímum þegar mannréttindi eiga undir högg að sækja, ekki síst réttindi kvenna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun