Ómissandi innviðir Finnur Beck skrifar 21. mars 2024 10:01 Innviðir orku- og veitustarfsemi eru hér, sem annars staðar, ómissandi fyrir samfélagið allt. Ísland á langa og farsæla sögu að baki í uppbyggingu orku- og veituinnviða. Hvort sem litið er til vatnsveitu, hitaveitu, fráveitu, dreifi- og flutningskerfa rafmagns eða orkuframleiðslu. Víða kreppir skórinn að og áratuga gamlir innviðir hafa á mörgum sviðum náð þolmörkum eða standa frammi fyrir auknum kröfum evrópsks regluverks. Samfélagslegar breytingar s.s. með örri fólksfjölgun, þéttingu byggðar og mikilli aukningu ferðamanna hafa t.d. víða sett þrýsting á veitukerfi. Kröfur um hreinsun fráveitu sem berast okkur að mestu frá Evrópu munu kosta tugi milljarða á næstu árum og áratugum. Markmið um útfösun jarðefnaeldsneytis og stóraukin eftirspurn eftir grænni orku um heim allan hafa aukið eftirspurn eftir grænu rafmagni sem aldrei fyrr. Ofan á framangreint hafa hamfarirnar á Reykjanesskaga sett óheyrilegt álag á innviði okkar, sem undirstrikar um leið mikilvægi þessara innviða fyrir órofið gangverk samfélagsins. Samfélagslegt afrek Á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, í gær var varpað ljósi á ómissandi innviði orku- og veitustarfsemi. Hvergi hefur reynt eins mikið á þessa innviði og mikilvægi þeirra verið eins ofarlega á baugi eins og á Reykjanesskaga undanfarna mánuði. Fyrir tilstilli öflugs starfsfólks orku- og veitufyrirtækja sem mætt hefur samhent í þau verkefni sem eldsumbrot og jarðskjálftar hafa kallað á dag frá degi, hefur tekist að halda úti nær órofinni virkni og starfsemi orku- og veitukerfa. Þetta er samfélagslegt afrek sem verður lengi í minnum haft. Nýtum tækifærin Á ársfundinum var augum einnig beint að orkuöryggi og þá hættubraut sem við erum nú komin á í orkuöflun hér á landi og það áður en komið er að stærstu stökkunum sem þörf verður á til að af orkuskiptum verði. Í ávarpi umhverfis- orku og loftslagsráðherra á fundinum kom fram að vegna stöðu orkumála hafi tækifæri til uppbyggingar á Íslandi nú þegar siglt fram hjá. Stjórnsýsla hæfi verkefninu Samfélagið mun verða af miklum tækifærum og hugsanlega horfa upp á samdrátt ef ekki verður hægt að mæta orkuþörf orkuskiptanna. Samorka telur að í þessu samhengi hafi verndar- og orkunýtingaráætlun ekki náð að mæta þörfum samfélagsins, heldur þvert á móti. Stjórnsýslu orkumála verður að endurskoða vandlega og færa hana í horf sem tekur mið af nútímanum og því verkefni sem blasir við með hliðsjón af loftslags- og orkuskiptamarkmiðum. Þá verða kraftar samkeppninnar með tilheyrandi nýsköpun að vera í forgrunni til að tryggja hér græna orkuframtíð. Farsæl saga landsins í uppbyggingu orku- og veituinnviða veitir okkur innblástur og hugrekki í að halda áfram af sama krafti og elju og kynslóðirnar á undan okkur. Þær lögðu grunninn að því farsæla og góða þjóðfélagi sem við nú búum í. Ábyrgð okkar gagnvart næstu kynslóðum er ekki minni. Innviðir orku- og veitugeirans eru ómissandi fyrir heimilin, atvinnulífið og fyrir efnahaginn. Það er mikið undir að uppbygging þessara innviða næstu ár og áratugi taki mið af þörfum heimila og atvinnulífs og tryggi um leið efnahagslega hagsæld samfélagsins alls til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Beck Orkumál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Innviðir orku- og veitustarfsemi eru hér, sem annars staðar, ómissandi fyrir samfélagið allt. Ísland á langa og farsæla sögu að baki í uppbyggingu orku- og veituinnviða. Hvort sem litið er til vatnsveitu, hitaveitu, fráveitu, dreifi- og flutningskerfa rafmagns eða orkuframleiðslu. Víða kreppir skórinn að og áratuga gamlir innviðir hafa á mörgum sviðum náð þolmörkum eða standa frammi fyrir auknum kröfum evrópsks regluverks. Samfélagslegar breytingar s.s. með örri fólksfjölgun, þéttingu byggðar og mikilli aukningu ferðamanna hafa t.d. víða sett þrýsting á veitukerfi. Kröfur um hreinsun fráveitu sem berast okkur að mestu frá Evrópu munu kosta tugi milljarða á næstu árum og áratugum. Markmið um útfösun jarðefnaeldsneytis og stóraukin eftirspurn eftir grænni orku um heim allan hafa aukið eftirspurn eftir grænu rafmagni sem aldrei fyrr. Ofan á framangreint hafa hamfarirnar á Reykjanesskaga sett óheyrilegt álag á innviði okkar, sem undirstrikar um leið mikilvægi þessara innviða fyrir órofið gangverk samfélagsins. Samfélagslegt afrek Á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, í gær var varpað ljósi á ómissandi innviði orku- og veitustarfsemi. Hvergi hefur reynt eins mikið á þessa innviði og mikilvægi þeirra verið eins ofarlega á baugi eins og á Reykjanesskaga undanfarna mánuði. Fyrir tilstilli öflugs starfsfólks orku- og veitufyrirtækja sem mætt hefur samhent í þau verkefni sem eldsumbrot og jarðskjálftar hafa kallað á dag frá degi, hefur tekist að halda úti nær órofinni virkni og starfsemi orku- og veitukerfa. Þetta er samfélagslegt afrek sem verður lengi í minnum haft. Nýtum tækifærin Á ársfundinum var augum einnig beint að orkuöryggi og þá hættubraut sem við erum nú komin á í orkuöflun hér á landi og það áður en komið er að stærstu stökkunum sem þörf verður á til að af orkuskiptum verði. Í ávarpi umhverfis- orku og loftslagsráðherra á fundinum kom fram að vegna stöðu orkumála hafi tækifæri til uppbyggingar á Íslandi nú þegar siglt fram hjá. Stjórnsýsla hæfi verkefninu Samfélagið mun verða af miklum tækifærum og hugsanlega horfa upp á samdrátt ef ekki verður hægt að mæta orkuþörf orkuskiptanna. Samorka telur að í þessu samhengi hafi verndar- og orkunýtingaráætlun ekki náð að mæta þörfum samfélagsins, heldur þvert á móti. Stjórnsýslu orkumála verður að endurskoða vandlega og færa hana í horf sem tekur mið af nútímanum og því verkefni sem blasir við með hliðsjón af loftslags- og orkuskiptamarkmiðum. Þá verða kraftar samkeppninnar með tilheyrandi nýsköpun að vera í forgrunni til að tryggja hér græna orkuframtíð. Farsæl saga landsins í uppbyggingu orku- og veituinnviða veitir okkur innblástur og hugrekki í að halda áfram af sama krafti og elju og kynslóðirnar á undan okkur. Þær lögðu grunninn að því farsæla og góða þjóðfélagi sem við nú búum í. Ábyrgð okkar gagnvart næstu kynslóðum er ekki minni. Innviðir orku- og veitugeirans eru ómissandi fyrir heimilin, atvinnulífið og fyrir efnahaginn. Það er mikið undir að uppbygging þessara innviða næstu ár og áratugi taki mið af þörfum heimila og atvinnulífs og tryggi um leið efnahagslega hagsæld samfélagsins alls til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun