Ómissandi innviðir Finnur Beck skrifar 21. mars 2024 10:01 Innviðir orku- og veitustarfsemi eru hér, sem annars staðar, ómissandi fyrir samfélagið allt. Ísland á langa og farsæla sögu að baki í uppbyggingu orku- og veituinnviða. Hvort sem litið er til vatnsveitu, hitaveitu, fráveitu, dreifi- og flutningskerfa rafmagns eða orkuframleiðslu. Víða kreppir skórinn að og áratuga gamlir innviðir hafa á mörgum sviðum náð þolmörkum eða standa frammi fyrir auknum kröfum evrópsks regluverks. Samfélagslegar breytingar s.s. með örri fólksfjölgun, þéttingu byggðar og mikilli aukningu ferðamanna hafa t.d. víða sett þrýsting á veitukerfi. Kröfur um hreinsun fráveitu sem berast okkur að mestu frá Evrópu munu kosta tugi milljarða á næstu árum og áratugum. Markmið um útfösun jarðefnaeldsneytis og stóraukin eftirspurn eftir grænni orku um heim allan hafa aukið eftirspurn eftir grænu rafmagni sem aldrei fyrr. Ofan á framangreint hafa hamfarirnar á Reykjanesskaga sett óheyrilegt álag á innviði okkar, sem undirstrikar um leið mikilvægi þessara innviða fyrir órofið gangverk samfélagsins. Samfélagslegt afrek Á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, í gær var varpað ljósi á ómissandi innviði orku- og veitustarfsemi. Hvergi hefur reynt eins mikið á þessa innviði og mikilvægi þeirra verið eins ofarlega á baugi eins og á Reykjanesskaga undanfarna mánuði. Fyrir tilstilli öflugs starfsfólks orku- og veitufyrirtækja sem mætt hefur samhent í þau verkefni sem eldsumbrot og jarðskjálftar hafa kallað á dag frá degi, hefur tekist að halda úti nær órofinni virkni og starfsemi orku- og veitukerfa. Þetta er samfélagslegt afrek sem verður lengi í minnum haft. Nýtum tækifærin Á ársfundinum var augum einnig beint að orkuöryggi og þá hættubraut sem við erum nú komin á í orkuöflun hér á landi og það áður en komið er að stærstu stökkunum sem þörf verður á til að af orkuskiptum verði. Í ávarpi umhverfis- orku og loftslagsráðherra á fundinum kom fram að vegna stöðu orkumála hafi tækifæri til uppbyggingar á Íslandi nú þegar siglt fram hjá. Stjórnsýsla hæfi verkefninu Samfélagið mun verða af miklum tækifærum og hugsanlega horfa upp á samdrátt ef ekki verður hægt að mæta orkuþörf orkuskiptanna. Samorka telur að í þessu samhengi hafi verndar- og orkunýtingaráætlun ekki náð að mæta þörfum samfélagsins, heldur þvert á móti. Stjórnsýslu orkumála verður að endurskoða vandlega og færa hana í horf sem tekur mið af nútímanum og því verkefni sem blasir við með hliðsjón af loftslags- og orkuskiptamarkmiðum. Þá verða kraftar samkeppninnar með tilheyrandi nýsköpun að vera í forgrunni til að tryggja hér græna orkuframtíð. Farsæl saga landsins í uppbyggingu orku- og veituinnviða veitir okkur innblástur og hugrekki í að halda áfram af sama krafti og elju og kynslóðirnar á undan okkur. Þær lögðu grunninn að því farsæla og góða þjóðfélagi sem við nú búum í. Ábyrgð okkar gagnvart næstu kynslóðum er ekki minni. Innviðir orku- og veitugeirans eru ómissandi fyrir heimilin, atvinnulífið og fyrir efnahaginn. Það er mikið undir að uppbygging þessara innviða næstu ár og áratugi taki mið af þörfum heimila og atvinnulífs og tryggi um leið efnahagslega hagsæld samfélagsins alls til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Beck Orkumál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Innviðir orku- og veitustarfsemi eru hér, sem annars staðar, ómissandi fyrir samfélagið allt. Ísland á langa og farsæla sögu að baki í uppbyggingu orku- og veituinnviða. Hvort sem litið er til vatnsveitu, hitaveitu, fráveitu, dreifi- og flutningskerfa rafmagns eða orkuframleiðslu. Víða kreppir skórinn að og áratuga gamlir innviðir hafa á mörgum sviðum náð þolmörkum eða standa frammi fyrir auknum kröfum evrópsks regluverks. Samfélagslegar breytingar s.s. með örri fólksfjölgun, þéttingu byggðar og mikilli aukningu ferðamanna hafa t.d. víða sett þrýsting á veitukerfi. Kröfur um hreinsun fráveitu sem berast okkur að mestu frá Evrópu munu kosta tugi milljarða á næstu árum og áratugum. Markmið um útfösun jarðefnaeldsneytis og stóraukin eftirspurn eftir grænni orku um heim allan hafa aukið eftirspurn eftir grænu rafmagni sem aldrei fyrr. Ofan á framangreint hafa hamfarirnar á Reykjanesskaga sett óheyrilegt álag á innviði okkar, sem undirstrikar um leið mikilvægi þessara innviða fyrir órofið gangverk samfélagsins. Samfélagslegt afrek Á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, í gær var varpað ljósi á ómissandi innviði orku- og veitustarfsemi. Hvergi hefur reynt eins mikið á þessa innviði og mikilvægi þeirra verið eins ofarlega á baugi eins og á Reykjanesskaga undanfarna mánuði. Fyrir tilstilli öflugs starfsfólks orku- og veitufyrirtækja sem mætt hefur samhent í þau verkefni sem eldsumbrot og jarðskjálftar hafa kallað á dag frá degi, hefur tekist að halda úti nær órofinni virkni og starfsemi orku- og veitukerfa. Þetta er samfélagslegt afrek sem verður lengi í minnum haft. Nýtum tækifærin Á ársfundinum var augum einnig beint að orkuöryggi og þá hættubraut sem við erum nú komin á í orkuöflun hér á landi og það áður en komið er að stærstu stökkunum sem þörf verður á til að af orkuskiptum verði. Í ávarpi umhverfis- orku og loftslagsráðherra á fundinum kom fram að vegna stöðu orkumála hafi tækifæri til uppbyggingar á Íslandi nú þegar siglt fram hjá. Stjórnsýsla hæfi verkefninu Samfélagið mun verða af miklum tækifærum og hugsanlega horfa upp á samdrátt ef ekki verður hægt að mæta orkuþörf orkuskiptanna. Samorka telur að í þessu samhengi hafi verndar- og orkunýtingaráætlun ekki náð að mæta þörfum samfélagsins, heldur þvert á móti. Stjórnsýslu orkumála verður að endurskoða vandlega og færa hana í horf sem tekur mið af nútímanum og því verkefni sem blasir við með hliðsjón af loftslags- og orkuskiptamarkmiðum. Þá verða kraftar samkeppninnar með tilheyrandi nýsköpun að vera í forgrunni til að tryggja hér græna orkuframtíð. Farsæl saga landsins í uppbyggingu orku- og veituinnviða veitir okkur innblástur og hugrekki í að halda áfram af sama krafti og elju og kynslóðirnar á undan okkur. Þær lögðu grunninn að því farsæla og góða þjóðfélagi sem við nú búum í. Ábyrgð okkar gagnvart næstu kynslóðum er ekki minni. Innviðir orku- og veitugeirans eru ómissandi fyrir heimilin, atvinnulífið og fyrir efnahaginn. Það er mikið undir að uppbygging þessara innviða næstu ár og áratugi taki mið af þörfum heimila og atvinnulífs og tryggi um leið efnahagslega hagsæld samfélagsins alls til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar