Ómissandi innviðir Finnur Beck skrifar 21. mars 2024 10:01 Innviðir orku- og veitustarfsemi eru hér, sem annars staðar, ómissandi fyrir samfélagið allt. Ísland á langa og farsæla sögu að baki í uppbyggingu orku- og veituinnviða. Hvort sem litið er til vatnsveitu, hitaveitu, fráveitu, dreifi- og flutningskerfa rafmagns eða orkuframleiðslu. Víða kreppir skórinn að og áratuga gamlir innviðir hafa á mörgum sviðum náð þolmörkum eða standa frammi fyrir auknum kröfum evrópsks regluverks. Samfélagslegar breytingar s.s. með örri fólksfjölgun, þéttingu byggðar og mikilli aukningu ferðamanna hafa t.d. víða sett þrýsting á veitukerfi. Kröfur um hreinsun fráveitu sem berast okkur að mestu frá Evrópu munu kosta tugi milljarða á næstu árum og áratugum. Markmið um útfösun jarðefnaeldsneytis og stóraukin eftirspurn eftir grænni orku um heim allan hafa aukið eftirspurn eftir grænu rafmagni sem aldrei fyrr. Ofan á framangreint hafa hamfarirnar á Reykjanesskaga sett óheyrilegt álag á innviði okkar, sem undirstrikar um leið mikilvægi þessara innviða fyrir órofið gangverk samfélagsins. Samfélagslegt afrek Á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, í gær var varpað ljósi á ómissandi innviði orku- og veitustarfsemi. Hvergi hefur reynt eins mikið á þessa innviði og mikilvægi þeirra verið eins ofarlega á baugi eins og á Reykjanesskaga undanfarna mánuði. Fyrir tilstilli öflugs starfsfólks orku- og veitufyrirtækja sem mætt hefur samhent í þau verkefni sem eldsumbrot og jarðskjálftar hafa kallað á dag frá degi, hefur tekist að halda úti nær órofinni virkni og starfsemi orku- og veitukerfa. Þetta er samfélagslegt afrek sem verður lengi í minnum haft. Nýtum tækifærin Á ársfundinum var augum einnig beint að orkuöryggi og þá hættubraut sem við erum nú komin á í orkuöflun hér á landi og það áður en komið er að stærstu stökkunum sem þörf verður á til að af orkuskiptum verði. Í ávarpi umhverfis- orku og loftslagsráðherra á fundinum kom fram að vegna stöðu orkumála hafi tækifæri til uppbyggingar á Íslandi nú þegar siglt fram hjá. Stjórnsýsla hæfi verkefninu Samfélagið mun verða af miklum tækifærum og hugsanlega horfa upp á samdrátt ef ekki verður hægt að mæta orkuþörf orkuskiptanna. Samorka telur að í þessu samhengi hafi verndar- og orkunýtingaráætlun ekki náð að mæta þörfum samfélagsins, heldur þvert á móti. Stjórnsýslu orkumála verður að endurskoða vandlega og færa hana í horf sem tekur mið af nútímanum og því verkefni sem blasir við með hliðsjón af loftslags- og orkuskiptamarkmiðum. Þá verða kraftar samkeppninnar með tilheyrandi nýsköpun að vera í forgrunni til að tryggja hér græna orkuframtíð. Farsæl saga landsins í uppbyggingu orku- og veituinnviða veitir okkur innblástur og hugrekki í að halda áfram af sama krafti og elju og kynslóðirnar á undan okkur. Þær lögðu grunninn að því farsæla og góða þjóðfélagi sem við nú búum í. Ábyrgð okkar gagnvart næstu kynslóðum er ekki minni. Innviðir orku- og veitugeirans eru ómissandi fyrir heimilin, atvinnulífið og fyrir efnahaginn. Það er mikið undir að uppbygging þessara innviða næstu ár og áratugi taki mið af þörfum heimila og atvinnulífs og tryggi um leið efnahagslega hagsæld samfélagsins alls til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Beck Orkumál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Innviðir orku- og veitustarfsemi eru hér, sem annars staðar, ómissandi fyrir samfélagið allt. Ísland á langa og farsæla sögu að baki í uppbyggingu orku- og veituinnviða. Hvort sem litið er til vatnsveitu, hitaveitu, fráveitu, dreifi- og flutningskerfa rafmagns eða orkuframleiðslu. Víða kreppir skórinn að og áratuga gamlir innviðir hafa á mörgum sviðum náð þolmörkum eða standa frammi fyrir auknum kröfum evrópsks regluverks. Samfélagslegar breytingar s.s. með örri fólksfjölgun, þéttingu byggðar og mikilli aukningu ferðamanna hafa t.d. víða sett þrýsting á veitukerfi. Kröfur um hreinsun fráveitu sem berast okkur að mestu frá Evrópu munu kosta tugi milljarða á næstu árum og áratugum. Markmið um útfösun jarðefnaeldsneytis og stóraukin eftirspurn eftir grænni orku um heim allan hafa aukið eftirspurn eftir grænu rafmagni sem aldrei fyrr. Ofan á framangreint hafa hamfarirnar á Reykjanesskaga sett óheyrilegt álag á innviði okkar, sem undirstrikar um leið mikilvægi þessara innviða fyrir órofið gangverk samfélagsins. Samfélagslegt afrek Á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, í gær var varpað ljósi á ómissandi innviði orku- og veitustarfsemi. Hvergi hefur reynt eins mikið á þessa innviði og mikilvægi þeirra verið eins ofarlega á baugi eins og á Reykjanesskaga undanfarna mánuði. Fyrir tilstilli öflugs starfsfólks orku- og veitufyrirtækja sem mætt hefur samhent í þau verkefni sem eldsumbrot og jarðskjálftar hafa kallað á dag frá degi, hefur tekist að halda úti nær órofinni virkni og starfsemi orku- og veitukerfa. Þetta er samfélagslegt afrek sem verður lengi í minnum haft. Nýtum tækifærin Á ársfundinum var augum einnig beint að orkuöryggi og þá hættubraut sem við erum nú komin á í orkuöflun hér á landi og það áður en komið er að stærstu stökkunum sem þörf verður á til að af orkuskiptum verði. Í ávarpi umhverfis- orku og loftslagsráðherra á fundinum kom fram að vegna stöðu orkumála hafi tækifæri til uppbyggingar á Íslandi nú þegar siglt fram hjá. Stjórnsýsla hæfi verkefninu Samfélagið mun verða af miklum tækifærum og hugsanlega horfa upp á samdrátt ef ekki verður hægt að mæta orkuþörf orkuskiptanna. Samorka telur að í þessu samhengi hafi verndar- og orkunýtingaráætlun ekki náð að mæta þörfum samfélagsins, heldur þvert á móti. Stjórnsýslu orkumála verður að endurskoða vandlega og færa hana í horf sem tekur mið af nútímanum og því verkefni sem blasir við með hliðsjón af loftslags- og orkuskiptamarkmiðum. Þá verða kraftar samkeppninnar með tilheyrandi nýsköpun að vera í forgrunni til að tryggja hér græna orkuframtíð. Farsæl saga landsins í uppbyggingu orku- og veituinnviða veitir okkur innblástur og hugrekki í að halda áfram af sama krafti og elju og kynslóðirnar á undan okkur. Þær lögðu grunninn að því farsæla og góða þjóðfélagi sem við nú búum í. Ábyrgð okkar gagnvart næstu kynslóðum er ekki minni. Innviðir orku- og veitugeirans eru ómissandi fyrir heimilin, atvinnulífið og fyrir efnahaginn. Það er mikið undir að uppbygging þessara innviða næstu ár og áratugi taki mið af þörfum heimila og atvinnulífs og tryggi um leið efnahagslega hagsæld samfélagsins alls til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun