McGregor staðfestir endurkomu sína í UFC Aron Guðmundsson skrifar 21. mars 2024 17:45 Conor McGregor hefur oft tjáð sig um mögulega endurkomu í bardagabúr UFC á undanförnum árum. Núna virðist hins vegar komið skrið á hlutina. Vísir/Getty Það virðist allt stefna í að írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor, goðsögn í sögu UFC sambandsins, muni stíga aftur inn í bardagabúrið í sumar. McGregor segir samkomulag hafa náðst við UFC um að hann komi fram á bardagakvöldi sambandsins í sumar. „Kallið kom og við samþykktum,“ sagði McGregor í samtali við Ariel Helwani í þættinum The MMA Hour. „Það þýðir að í sumar snýr McGregor aftur. Ég er ánægður með fyrirvarann á þessu. Ánægður með stöðuna á mér núna.“ Við sáum McGregor síðast berjast á vegum UFC þann 10.júlí árið 2021. Sá bardagi, sem var þriðji bardagi McGregor við Dustin Poirier, fór ekki vel því Írinn fótbrotnaði í fyrstu lotu eftir spark frá Poirier. Það er óhætt að segja að McGregor hafi verið andlit UFC undanfarinn áratug. Hann varð fyrsti bardagamaðurinn til þess að vera samtímis meistari í tveimur þyngdarflokkum. Ýmsir hafa þó efast um viljann og löngun McGregor í að halda bardagaferli sínum áfram. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sín eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri, ásakanir um nauðgun og líkamsárasir hafa komið upp. Í samtali við Ariel Helwani segist McGregor vilja ná tveimur bardögum á þessu ári. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort bardagakvöld UFC þann 29.júní seinna á þessu ári væri bardagakvöldið sem hann og UFC væru búinn að samþykkja sín á milli varðandi endurkomu hans. Hins vegar þykir nokkuð ljóst að McGregor muni mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler í fyrsta bardaga sínum í endurkomunni en þeir tveir þjálfuðu sitt hvort liðið í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter, sem UFC stendur fyrir. MMA Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Sjá meira
„Kallið kom og við samþykktum,“ sagði McGregor í samtali við Ariel Helwani í þættinum The MMA Hour. „Það þýðir að í sumar snýr McGregor aftur. Ég er ánægður með fyrirvarann á þessu. Ánægður með stöðuna á mér núna.“ Við sáum McGregor síðast berjast á vegum UFC þann 10.júlí árið 2021. Sá bardagi, sem var þriðji bardagi McGregor við Dustin Poirier, fór ekki vel því Írinn fótbrotnaði í fyrstu lotu eftir spark frá Poirier. Það er óhætt að segja að McGregor hafi verið andlit UFC undanfarinn áratug. Hann varð fyrsti bardagamaðurinn til þess að vera samtímis meistari í tveimur þyngdarflokkum. Ýmsir hafa þó efast um viljann og löngun McGregor í að halda bardagaferli sínum áfram. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sín eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri, ásakanir um nauðgun og líkamsárasir hafa komið upp. Í samtali við Ariel Helwani segist McGregor vilja ná tveimur bardögum á þessu ári. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort bardagakvöld UFC þann 29.júní seinna á þessu ári væri bardagakvöldið sem hann og UFC væru búinn að samþykkja sín á milli varðandi endurkomu hans. Hins vegar þykir nokkuð ljóst að McGregor muni mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler í fyrsta bardaga sínum í endurkomunni en þeir tveir þjálfuðu sitt hvort liðið í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter, sem UFC stendur fyrir.
MMA Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Allt á hvolfi í NFL-deildinni Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Vekur reiði með þátttöku sinni á Steraleikunum Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Sjá meira