Dældu skemmdri díselolíu á bíla sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 11:20 Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi. Vísir/Vilhelm Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi var lokað í gær eftir að í ljós kom að viðskiptavinir höfðu dælt skemmdri díselolíu á bíla sína. Dæmi eru um að bílar hafi stöðvast sökum skemmdrar olíu. Markaðsstjóri Orkunnar segir málið unnið í góðu samtali við viðskiptavini. Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar, segir málið hafa komið upp í gær þegar viðskiptavinur hafði samband. Sá hafði keypt díselolíu á bensínstöðinni á Bústaðavegi og orðið var við að eitthvað var ekki með felldu. Brynja útskýrir að Skeljungur sé dreifingaaðili hjá Orkunni og hafi fyllt á tankana með díselolíu sem í ljós kom að var skemmd. Í um klukkustund hafi um tuttugu viðskiptavinir dælt á farartæki sín skemmdri díselolíu. Allt þar til einn slíkur hafði samband. „Við bregðumst við í kjölfarið og lokum strax stöðinni,“ segir Brynja. Bíll hjá einum stöðvaðist Unnið hafi verið í því í gærkvöldi og fram á nótt við að dæla skemmdu díselolíunni upp úr tönkunum og hreinsa allar síur. Búið sé að hreinsa og fylla tankana á ný. Þeir séu nú fullir af réttri díselolíu. Brynja segir að farið hafi verið í gegnum myndavélakerfið og haft samband við alla viðskiptavini sem tóku díselolíu á þessum klukkutíma í gær. Hún viti dæmi um einn sem hafi lent í þeim vanda að bíllinn hafi stöðvast. Annars hafi náðst samband við flesta bílaeigendur áður en þeir fóru af stað í morgun. „Þeir hafa verið rosalega góðir að vinna með okkur í þessu máli,“ segir Brynja. Bensínstöðin var svo opnuð aftur í nótt þegar viðgerðum var lokið. Orkan og Skeljungur eru systurfyrirtæki en bæði eru í eigu hlutafélagsins Skel. Náð tali af öllum Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir mistökin alfarið þeirra. Skeljungur selji Orkunni eldsneyti og dreifi til þeirra. „Því miður fóru fjögur þúsund lítrar af óhreinni olíu á tankana,“ segir Þórður. Sem betur fer hafi mistökin komist í ljós fljótlega en rúmlega tuttugu manns hafi dælt skemmdu olíunni á bílana. „Það er búið að ná tali af öllum bíleigendum. Bílarnir þeirra verða hreinsaðir, skipt um síur og allt svoleiðis. Þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu. Þeir fá bílaleigubíl á meðan,“ segir Þórður. Lág birgðarstaða Um sé að ræða mannleg mistök. Verkferlum hafi ekki verið fylgt. Birgðastaðan í 7,5 milljón lítra olíutanki í Örfyrisey hafi verið lág. Verkferlum hafi ekki verið rétt fylgt með að sækja olíu svo neðarlega í tankinn. Lítrarnir hafi verið gruggugir en vel þekkt sé að botnfall verði í svo stórum tönkum. „Við viðurkennum mistökin og reynum að bæta fyrir þau. Þetta er mjög óheppilegt fyrir þá sem lenda í þessu. Við reynum að bæta þeim það upp eins og við getum. Skaðinn er enginn en auðvitað er eitthvað rask.“ Hann bætir því við að Ísland sé ekki vel sett í birgðamálum þegar komi að olíu og megi ekki við skakkaföllum hvað það varði. Fréttin var uppfærð með svörum forstjóra Skeljungs. Bensín og olía Reykjavík Bílar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar, segir málið hafa komið upp í gær þegar viðskiptavinur hafði samband. Sá hafði keypt díselolíu á bensínstöðinni á Bústaðavegi og orðið var við að eitthvað var ekki með felldu. Brynja útskýrir að Skeljungur sé dreifingaaðili hjá Orkunni og hafi fyllt á tankana með díselolíu sem í ljós kom að var skemmd. Í um klukkustund hafi um tuttugu viðskiptavinir dælt á farartæki sín skemmdri díselolíu. Allt þar til einn slíkur hafði samband. „Við bregðumst við í kjölfarið og lokum strax stöðinni,“ segir Brynja. Bíll hjá einum stöðvaðist Unnið hafi verið í því í gærkvöldi og fram á nótt við að dæla skemmdu díselolíunni upp úr tönkunum og hreinsa allar síur. Búið sé að hreinsa og fylla tankana á ný. Þeir séu nú fullir af réttri díselolíu. Brynja segir að farið hafi verið í gegnum myndavélakerfið og haft samband við alla viðskiptavini sem tóku díselolíu á þessum klukkutíma í gær. Hún viti dæmi um einn sem hafi lent í þeim vanda að bíllinn hafi stöðvast. Annars hafi náðst samband við flesta bílaeigendur áður en þeir fóru af stað í morgun. „Þeir hafa verið rosalega góðir að vinna með okkur í þessu máli,“ segir Brynja. Bensínstöðin var svo opnuð aftur í nótt þegar viðgerðum var lokið. Orkan og Skeljungur eru systurfyrirtæki en bæði eru í eigu hlutafélagsins Skel. Náð tali af öllum Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir mistökin alfarið þeirra. Skeljungur selji Orkunni eldsneyti og dreifi til þeirra. „Því miður fóru fjögur þúsund lítrar af óhreinni olíu á tankana,“ segir Þórður. Sem betur fer hafi mistökin komist í ljós fljótlega en rúmlega tuttugu manns hafi dælt skemmdu olíunni á bílana. „Það er búið að ná tali af öllum bíleigendum. Bílarnir þeirra verða hreinsaðir, skipt um síur og allt svoleiðis. Þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu. Þeir fá bílaleigubíl á meðan,“ segir Þórður. Lág birgðarstaða Um sé að ræða mannleg mistök. Verkferlum hafi ekki verið fylgt. Birgðastaðan í 7,5 milljón lítra olíutanki í Örfyrisey hafi verið lág. Verkferlum hafi ekki verið rétt fylgt með að sækja olíu svo neðarlega í tankinn. Lítrarnir hafi verið gruggugir en vel þekkt sé að botnfall verði í svo stórum tönkum. „Við viðurkennum mistökin og reynum að bæta fyrir þau. Þetta er mjög óheppilegt fyrir þá sem lenda í þessu. Við reynum að bæta þeim það upp eins og við getum. Skaðinn er enginn en auðvitað er eitthvað rask.“ Hann bætir því við að Ísland sé ekki vel sett í birgðamálum þegar komi að olíu og megi ekki við skakkaföllum hvað það varði. Fréttin var uppfærð með svörum forstjóra Skeljungs.
Bensín og olía Reykjavík Bílar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira