Starfslok Geirs staðfest í bæjarstjórn Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2024 10:31 Geir Sveinsson lætur af störfum sem bæjarstjóri í dag eftir að hafa sinnt starfinu í tvö ár. Tillaga að starfslokasamningi Geirs Sveinssonar var samþykkt í bæjarstjórn í morgun. Geir hefur gegn starfi bæjarstjóra síðustu tvö ár og lætur strax af störfum. Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, verður staðgengill bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri verður ráðinn. Geir fær greidd laun vegna starfsloka í samræmi við ráðningarsamning. Geir var með 1.750.000 í mánaðarlaun sem bæjarstjóri. Í ráðningarsamningi er kveðið á um sex mánaða uppsagnarfrest á samningi en að þau falli fái hann starf annar staðar. Séu nýju launin lægri falla þau ekki niður heldur skerðist greiðslan. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs hefur verið falið að finna arftaka Geirs. Þar til þeirri leit lýkur mun Helga sinna starfi bæjarstjóra. Helga Kristjánsdóttir er staðgengill bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri er ráðinn. Helga Sjálfstæðismenn sátu hjá Þar kemur einnig fram að tillagan um starfslok hans hafi verið samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og Okkar Hveragerðis en fulltrúar minnihlutans í D-listanum í Hveragerði sátu hjá við afgreiðsluna. Geir sagði í yfirlýsingu í gær að það væri léttir að losna undan „eitraðri menningu minnihlutans“. Hann hefði viljað ljúka sínu starfi en að það væri ákveðinn léttir að hætta. „Sem nýr bæjarstjóri hjá nýjum meirihluta í Hveragerði leiddi Geir mörg krefjandi verkefni farsællega. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum. Við þökkum honum kærlega fyrir samstarfið og óskum honum alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekur sér næst fyrir hendur,” segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í tilkynningu frá bænum. Í tilkynningu segir að frá því að hann tók við störfum hafi verið unnið að fjölbreyttum verkefnum eins og stækkun leik- og grunnskóla, ný sorphirða verið innleidd, vinnu við stækkun íþróttahúss hrint úr vör sem og vinnu við hönnun nýs gervigrasvallar. Þá var ráðist í stefnumótun og breytingar á skipuriti bæjarins, fræðslu- og velferðarsviði komið á fót, lækkun leikskólagjalda, frístundastyrkur hækkaður verulega og fráveitumál eru komin á áætlun. „Það voru forréttindi að fá að starfa sem bæjarstjóri í Hveragerði. Mér var vel tekið af starfsfólki og íbúum. Það er hins vegar svo að stundum gengur fólk ekki í takt og því er farsælast fyrir alla að ég láti nú af störfum. Um það vorum við meirihlutinn í bæjarstjórn sammála. Ég stíg sáttur frá borði og er stoltur af þeim verkefnum sem við komum til leiða. Ég á eftir að sakna samstarfsfólks míns en óska þeim velfarnaðar í komandi verkefnum. Þá vil ég skila þakklæti fyrir samstarfið til meirihlutans í Okkar Hveragerði og Framsókn með velfarnaðaróskum í komandi verkefnum. Það eru spennandi tímar framundan hjá sveitarfélaginu,” segir Geir Sveinsson. Hveragerði Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Geir fær greidd laun vegna starfsloka í samræmi við ráðningarsamning. Geir var með 1.750.000 í mánaðarlaun sem bæjarstjóri. Í ráðningarsamningi er kveðið á um sex mánaða uppsagnarfrest á samningi en að þau falli fái hann starf annar staðar. Séu nýju launin lægri falla þau ekki niður heldur skerðist greiðslan. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs hefur verið falið að finna arftaka Geirs. Þar til þeirri leit lýkur mun Helga sinna starfi bæjarstjóra. Helga Kristjánsdóttir er staðgengill bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri er ráðinn. Helga Sjálfstæðismenn sátu hjá Þar kemur einnig fram að tillagan um starfslok hans hafi verið samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og Okkar Hveragerðis en fulltrúar minnihlutans í D-listanum í Hveragerði sátu hjá við afgreiðsluna. Geir sagði í yfirlýsingu í gær að það væri léttir að losna undan „eitraðri menningu minnihlutans“. Hann hefði viljað ljúka sínu starfi en að það væri ákveðinn léttir að hætta. „Sem nýr bæjarstjóri hjá nýjum meirihluta í Hveragerði leiddi Geir mörg krefjandi verkefni farsællega. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum. Við þökkum honum kærlega fyrir samstarfið og óskum honum alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekur sér næst fyrir hendur,” segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í tilkynningu frá bænum. Í tilkynningu segir að frá því að hann tók við störfum hafi verið unnið að fjölbreyttum verkefnum eins og stækkun leik- og grunnskóla, ný sorphirða verið innleidd, vinnu við stækkun íþróttahúss hrint úr vör sem og vinnu við hönnun nýs gervigrasvallar. Þá var ráðist í stefnumótun og breytingar á skipuriti bæjarins, fræðslu- og velferðarsviði komið á fót, lækkun leikskólagjalda, frístundastyrkur hækkaður verulega og fráveitumál eru komin á áætlun. „Það voru forréttindi að fá að starfa sem bæjarstjóri í Hveragerði. Mér var vel tekið af starfsfólki og íbúum. Það er hins vegar svo að stundum gengur fólk ekki í takt og því er farsælast fyrir alla að ég láti nú af störfum. Um það vorum við meirihlutinn í bæjarstjórn sammála. Ég stíg sáttur frá borði og er stoltur af þeim verkefnum sem við komum til leiða. Ég á eftir að sakna samstarfsfólks míns en óska þeim velfarnaðar í komandi verkefnum. Þá vil ég skila þakklæti fyrir samstarfið til meirihlutans í Okkar Hveragerði og Framsókn með velfarnaðaróskum í komandi verkefnum. Það eru spennandi tímar framundan hjá sveitarfélaginu,” segir Geir Sveinsson.
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54
Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55
„Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37
Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?