Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 13:41 Frá fundi öryggisráðsins í dag. AP/Yuki Iwamura Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað ályktun um vopnahlés á Gasaströndinni. Sendiherrar Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunarinnar, sem lögð var fram af sendiherra Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa áður beitt neitunarvaldi gegn þremur ályktunartillögum um kröfur um vopnahlé á þeim grunni að slíkar kröfur komi niður á viðræðun við leiðtoga Hamas um að sleppa gíslum í þeirra haldi. Í ályktunartillögunni segir að „brýn þörf“ sé á tímabundnu vopnahlé á Gasa, svo hægt verði að vernda óbreytta borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra. Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa fallið vegna árása Ísraela á svæðið. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði sendiherra Rússlands að hann myndi ekki samþykkja tillögu þar sem tafarlauss vopnahlés sé ekki krafist. Sagði hann orðalagið um „brýna þörf“ ekki nógu afgerandi. Ellefu ríki greiddu atkvæði með tillögunni. Rússland, Kína og Alsír greiddu atkvæði gegn henni og Gvæjana sat hjá. Sendiherra Bandaríkjanna sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að sendiherrar Rússlands og Kína vilji einfaldlega ekki samþykkja tillögu frá Bandaríkjunum. Þá hét hún því að beita neitunarvaldi gegn annarskonar tillögu frá Rússlandi og sagði að svo afgerandi yfirlýsing eins og hann tali um gæti ógnað viðræðum milli Ísraela og Hamas. Viðræður eiga sér stað í Doha í Katar, milli erindreka frá Ísrael, Egyptalandi, Katar, Bandaríkjanna og Hamas. Þær snúa að því að koma á vopnahléi og frelsa gísla í haldi Hamas. Varaði Netanjahú við Með auknu mannfalli óbreyttra borgara á Gasaströndinni og sífellt versnandi aðstæðna fyrir óbreytta borgara, hefur Joe Biden og meðlimir ríkisstjórnar hans gagnrýnt ráðamenn í Ísrael og hvernig Ísraelar hafa staðið að hernaði þeirra. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. Hann hefur sagt að tafarlaust vopnahlé gæti leitt til þess að gíslunum yrði sleppt og hægt væri að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Axios segir að Blinken hafi sagt Netanjahú að öryggi Ísrael og staða þeirra í alþjóðasamfélaginu væri í hættu. Ísraelar gætu ekki áttað sig á stöðunni fyrr en það væri orðið of seint. Haft er eftir ráðherranum að hann hafi verið undanförnum fimm mánuðum í að verja Ísrael en hann hafi varað Netanjahú og aðra ráðamenn við því að þeir gætu ekki haldið sömu stefnu áður. Heimildarmaður Axios segir Netanjahú hafa svarað á þá leið að Ísraelar hefðu áratuga langt verkefni á höndum. Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Rússland Kína Alsír Gvæjana Tengdar fréttir Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Bandaríkin hafa áður beitt neitunarvaldi gegn þremur ályktunartillögum um kröfur um vopnahlé á þeim grunni að slíkar kröfur komi niður á viðræðun við leiðtoga Hamas um að sleppa gíslum í þeirra haldi. Í ályktunartillögunni segir að „brýn þörf“ sé á tímabundnu vopnahlé á Gasa, svo hægt verði að vernda óbreytta borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra. Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa fallið vegna árása Ísraela á svæðið. Fyrir atkvæðagreiðsluna sagði sendiherra Rússlands að hann myndi ekki samþykkja tillögu þar sem tafarlauss vopnahlés sé ekki krafist. Sagði hann orðalagið um „brýna þörf“ ekki nógu afgerandi. Ellefu ríki greiddu atkvæði með tillögunni. Rússland, Kína og Alsír greiddu atkvæði gegn henni og Gvæjana sat hjá. Sendiherra Bandaríkjanna sagði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar að sendiherrar Rússlands og Kína vilji einfaldlega ekki samþykkja tillögu frá Bandaríkjunum. Þá hét hún því að beita neitunarvaldi gegn annarskonar tillögu frá Rússlandi og sagði að svo afgerandi yfirlýsing eins og hann tali um gæti ógnað viðræðum milli Ísraela og Hamas. Viðræður eiga sér stað í Doha í Katar, milli erindreka frá Ísrael, Egyptalandi, Katar, Bandaríkjanna og Hamas. Þær snúa að því að koma á vopnahléi og frelsa gísla í haldi Hamas. Varaði Netanjahú við Með auknu mannfalli óbreyttra borgara á Gasaströndinni og sífellt versnandi aðstæðna fyrir óbreytta borgara, hefur Joe Biden og meðlimir ríkisstjórnar hans gagnrýnt ráðamenn í Ísrael og hvernig Ísraelar hafa staðið að hernaði þeirra. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem fundaði með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. Hann hefur sagt að tafarlaust vopnahlé gæti leitt til þess að gíslunum yrði sleppt og hægt væri að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Axios segir að Blinken hafi sagt Netanjahú að öryggi Ísrael og staða þeirra í alþjóðasamfélaginu væri í hættu. Ísraelar gætu ekki áttað sig á stöðunni fyrr en það væri orðið of seint. Haft er eftir ráðherranum að hann hafi verið undanförnum fimm mánuðum í að verja Ísrael en hann hafi varað Netanjahú og aðra ráðamenn við því að þeir gætu ekki haldið sömu stefnu áður. Heimildarmaður Axios segir Netanjahú hafa svarað á þá leið að Ísraelar hefðu áratuga langt verkefni á höndum.
Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Rússland Kína Alsír Gvæjana Tengdar fréttir Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Er of seint að koma í veg fyrir hungursneyð? Vannæring er orðinn svo almenn og umfangsmikil á Gasaströndinni að hungursneyð virðist óhjákvæmileg. Nærri því hver einasti íbúi svæðisins eru sagður eiga erfitt með að verða sér út um mat og er búist við að 1,1 milljón manna muni falla inn í alvarlegasta hungurflokk Sameinuðu þjóðanna á komandi vikum. 20. mars 2024 17:05
Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06
Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56