Elliott skoraði tvö markanna og er þar með kominn upp í sjö mörk í sex leikjum í undankeppninni. Það gerir hann að markahæsta leikmanninum í keppninni til þessa.
Elliott hefur skorað marki meira en Youssoufa Moukoko hjá þýska 21 árs landsliðinu.
Hin mörk enska liðsins í stórsigrinum í dag skoruðu þeir Noni Madueke, Jaden Philogene og Archie Gray en sá síðastnefndi var að spila fyrsta leikinn sinn.
Madueke, sem spilar með Chelsea, er kominn með fjögur mörk í undankeppninni en Philogene spilar með Aston Villa og Gray er hjá Leeds United.
Enska liðið er þó ekki í efsta sæti síns riðils þrátt fyrir fimm sigra í sex leikjum því Úkraínumenn hafa unnið alla leikina sína.
Liðið hefur þó skorað 25 mörk í sex leikjum sínum sem eru þrettán mörkum meira en topplið Úkraínu. Ein tap enska liðsins kom á útivelli á móti Úkraínu.