Segir leikmenn vilja Southgate við stjórnvölinn eins lengi og kostur er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2024 09:00 Harry Maguire og Gareth Southgate eru bestu mátar. Alex Grimm/Getty Images Miðvörðurinn Harry Maguire segir að leikmenn enska landsliðsins í knattspyrnu séu ánægðir með störf Gareth Southgate og vilji hafa hann sem lengst við stjórnvölinn. Hinn 31 árs gamli Maguire hefur verið máttarstólpi í vörn Englands undanfarin ár. Hefur Southgate ávallt sett traust sitt á miðvörðinn þó svo að hann hafi ekki verið að spila með félagsliði sínu, Manchester United. Southgate sjálfur hefur verið orðaður við Man United undanfarna daga en talið er að Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi í enska félaginu, gæti skipt um þjálfara í sumar. Maguire vill þó ekki missa Southgate frá landsliði til félagsliðs. One last shot at winning a World Cup or the chance to manage Manchester United Gareth Southgate is facing a big decision in the weeks ahead https://t.co/93OQqqSewO— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 19, 2024 „Við stefnum á að gera vel á EM næsta sumar, það er okkar helsta markmið í dag. Ef Gareth er maðurinn sem stýrir okkur til sigurs þá er viljum við hafa hann við stjórnvölinn eins lengi og mögulegt er.“ „Ég á í mjög góðu sambandi við hann. Ég hef verið hluti af árangrinum sem við höfum náð og þeim framfaraskrefum sem við höfum stigið sem þjóð. Ég er viss um að hann segir það sama, núna snýst allt um að vinna titil.“ „Ég veit ekki hvað gerist eftir EM. Ég veit ekki hvort hann (Southgate) viti hvað gerist eftir EM. Frá því hann tók við þá höfum við tekið gríðarlega stór skref fram á við og það er að mörgu leyti honum að þakka.“ Harry Maguire believes that England are ready to win the Euros this summer, and hopes that success in Germany means the brilliant Gareth Southgate will stay on for the next World Cup.More from @JackPittBrooke — The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 21, 2024 Undir stjórn Southgate endaði England í 4. sæti á HM 2018 í Rússlandi, mátti þola tap í vítaspyrnukeppni í úrslitum EM 2020 og féll svo úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Katar. England mætir Brasilíu í vináttulandsleik síðar í dag. Útsending Vodafone Sport hefst klukkan 18.50 og leikurinn sjálfur tíu mínútum síðar. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Maguire hefur verið máttarstólpi í vörn Englands undanfarin ár. Hefur Southgate ávallt sett traust sitt á miðvörðinn þó svo að hann hafi ekki verið að spila með félagsliði sínu, Manchester United. Southgate sjálfur hefur verið orðaður við Man United undanfarna daga en talið er að Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi í enska félaginu, gæti skipt um þjálfara í sumar. Maguire vill þó ekki missa Southgate frá landsliði til félagsliðs. One last shot at winning a World Cup or the chance to manage Manchester United Gareth Southgate is facing a big decision in the weeks ahead https://t.co/93OQqqSewO— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 19, 2024 „Við stefnum á að gera vel á EM næsta sumar, það er okkar helsta markmið í dag. Ef Gareth er maðurinn sem stýrir okkur til sigurs þá er viljum við hafa hann við stjórnvölinn eins lengi og mögulegt er.“ „Ég á í mjög góðu sambandi við hann. Ég hef verið hluti af árangrinum sem við höfum náð og þeim framfaraskrefum sem við höfum stigið sem þjóð. Ég er viss um að hann segir það sama, núna snýst allt um að vinna titil.“ „Ég veit ekki hvað gerist eftir EM. Ég veit ekki hvort hann (Southgate) viti hvað gerist eftir EM. Frá því hann tók við þá höfum við tekið gríðarlega stór skref fram á við og það er að mörgu leyti honum að þakka.“ Harry Maguire believes that England are ready to win the Euros this summer, and hopes that success in Germany means the brilliant Gareth Southgate will stay on for the next World Cup.More from @JackPittBrooke — The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 21, 2024 Undir stjórn Southgate endaði England í 4. sæti á HM 2018 í Rússlandi, mátti þola tap í vítaspyrnukeppni í úrslitum EM 2020 og féll svo úr leik í 8-liða úrslitum á HM í Katar. England mætir Brasilíu í vináttulandsleik síðar í dag. Útsending Vodafone Sport hefst klukkan 18.50 og leikurinn sjálfur tíu mínútum síðar.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira