„Eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2024 17:00 Inga Sæland var ómyrk í máli um aðgerðaráætlun í þágu fatlaðs fólks. „Innihaldslaust blaður,“ segir hún á meðan ekki sé búið að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. vísir/vilhelm Hasar var á Alþingi við umræður um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Þingmanni Vinstri grænna ofbauð framganga Ingu Sæland formanns Flokks fólksins þegar hún tjáði sig um málið. Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, með þingsályktunartillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Um er að ræða aðgerðir sem eiga að koma ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í framkvæmd. Plagg sem er lögbundið að útbúa á fjögurra ára fresti, og gildir áætlunin fyrir árin 2024-2027. Guðmundur Ingi, sá í Vinstri grænum, mælti fyrir tillögunni.vísir/vilhelm Í kjólinn fyrir jólin Flokkur fólksins hefur lítið gefið fyrir þær aðgerðir sem samþykktar voru og sérstaklega gagnrýnt að sjálfur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi enn ekki verið lögfestur. „Þetta er í kjólinn fyrir jólin ef maður er búinn að léttast um 40 kíló kannski. En núna, eins og staðan er, þá er verið að byrja á öfugum enda,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í umræðum um tillöguna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sagði alla þá hagsmunaaðila fatlaðs fólks hafa fengið kaldar kveðjur Flokks fólksins með afstöðu gegn áætluninni. „Það er leitt að sjá að þau skuli ekki sjá fyrir sér að styðja þetta góða mál. Samt sem áður fá þessar sextíu aðgerðir víðtækan pólitískar stuðning og það er jákvætt,“ sagði Guðmundur Ingi. „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ Inga Sæland hóf mál sitt á því að bera af sér sakir um dónaskap og furðulega framgöngu. „Það er verið að byggja á einhverju sem hefur ekki verið leitt í lög. Það er sannfæring Flokks fólksins af öllu hjarta, enda líka eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn annan einstakling?“ spurði Inga í ræðustól. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur kallaði þá úr þingsal: „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ en Inga hélt áfram og sagði sannfæringu þeirra hjá Flokki fólksins hljóti að mega ráða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.vísir/vilhelm „Hversu lágt getur fólk lagst?“ sagði Bjarkey síðan á meðan Inga steig úr pontu. Afstaðan vanvirðing Birgir Ármannsson forseti Alþingis áminnti þingmennina um það að gefa þingmönnum tækifæri á að ljúka máli sínu. Sagði hann auk þess að ekki sé gert ráð fyrir því að þingmenn tjái sig efnislega um mál að lokinni lokaatkvæðagreiðslu, líkt og Inga gerði í þessu tilfelli. Guðmundur Ingi Kristinsson gaf lítið fyrir plaggið. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins tók einnig til máls: „Ég má hafa þá skoðun sem ég vil hafa, án þess að það sé snúið út úr því að ég sé með einhverjar óeðlilegar hvatir eða fullyrðingar,“ sagði Guðmundur Ingi og beindi orðum sínum til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem hafði áður sagt afstöðu Flokks fólksins vanvirðingu við þá sem framkvæmdaáætlunin á að vernda. Horfa má á umræðurnar hér. Inga Sæland ræddi málið auk þess í Bítinu á Bylgjunni: Alþingi Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, með þingsályktunartillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Um er að ræða aðgerðir sem eiga að koma ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í framkvæmd. Plagg sem er lögbundið að útbúa á fjögurra ára fresti, og gildir áætlunin fyrir árin 2024-2027. Guðmundur Ingi, sá í Vinstri grænum, mælti fyrir tillögunni.vísir/vilhelm Í kjólinn fyrir jólin Flokkur fólksins hefur lítið gefið fyrir þær aðgerðir sem samþykktar voru og sérstaklega gagnrýnt að sjálfur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi enn ekki verið lögfestur. „Þetta er í kjólinn fyrir jólin ef maður er búinn að léttast um 40 kíló kannski. En núna, eins og staðan er, þá er verið að byrja á öfugum enda,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í umræðum um tillöguna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sagði alla þá hagsmunaaðila fatlaðs fólks hafa fengið kaldar kveðjur Flokks fólksins með afstöðu gegn áætluninni. „Það er leitt að sjá að þau skuli ekki sjá fyrir sér að styðja þetta góða mál. Samt sem áður fá þessar sextíu aðgerðir víðtækan pólitískar stuðning og það er jákvætt,“ sagði Guðmundur Ingi. „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ Inga Sæland hóf mál sitt á því að bera af sér sakir um dónaskap og furðulega framgöngu. „Það er verið að byggja á einhverju sem hefur ekki verið leitt í lög. Það er sannfæring Flokks fólksins af öllu hjarta, enda líka eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn annan einstakling?“ spurði Inga í ræðustól. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur kallaði þá úr þingsal: „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ en Inga hélt áfram og sagði sannfæringu þeirra hjá Flokki fólksins hljóti að mega ráða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.vísir/vilhelm „Hversu lágt getur fólk lagst?“ sagði Bjarkey síðan á meðan Inga steig úr pontu. Afstaðan vanvirðing Birgir Ármannsson forseti Alþingis áminnti þingmennina um það að gefa þingmönnum tækifæri á að ljúka máli sínu. Sagði hann auk þess að ekki sé gert ráð fyrir því að þingmenn tjái sig efnislega um mál að lokinni lokaatkvæðagreiðslu, líkt og Inga gerði í þessu tilfelli. Guðmundur Ingi Kristinsson gaf lítið fyrir plaggið. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins tók einnig til máls: „Ég má hafa þá skoðun sem ég vil hafa, án þess að það sé snúið út úr því að ég sé með einhverjar óeðlilegar hvatir eða fullyrðingar,“ sagði Guðmundur Ingi og beindi orðum sínum til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem hafði áður sagt afstöðu Flokks fólksins vanvirðingu við þá sem framkvæmdaáætlunin á að vernda. Horfa má á umræðurnar hér. Inga Sæland ræddi málið auk þess í Bítinu á Bylgjunni:
Alþingi Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira