Fram fram fylking Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 24. mars 2024 09:01 Forðum okkur hættu frá. Tjáningarfrelsið er mikilvæg réttindi sem auðvelt er að glata, misnota og vanrækja. Frelsið er í raun ekki almennilega raunverulegt fyrr en við njótum þess ekki til fulls. Líkt og heilsa, svefn eða súrefni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hringferð mín um landið er hafin. Stórkostleg vegferð þar sem spjallað er við þjóðina beint. Mér er alls staðar vel tekið, höndum borin af mjúkum augum og mildum hjörtum. Mér líður vel enda er ég örugg, gleðin er við völd sem og forvitni. Alveg sama hvaða málefni er tekið fyrir þá birtast ólíkar skoðanir, lífssýn og áherslur til framkvæmda. „Hvernig eigum við að hafa hlutina?“ veitir 400 þúsund svör, þar af 200 þúsund kosningabær. Eitt erum við þó samhuga um – við viljum geta tjáð okkur óháð, sjálfstæð og frjáls. Það er áhugavert að upplifa viðbrögð þjóðarinnar við nýjum aðstæðum tengdum forsetakosningum. Margir frambjóðendur hafa stigið fram og sitt sýnist hverjum – bæði um ferlið, rafræna kerfið, fólkið, framkvæmdina… en eitt er víst – lýðræðið eru okkar einstöku, fágætu og dýrmætu réttindi og ef við erum að tala þau niður þá erum við að tala okkur sjálf niður. Við berum ábyrgð á okkar samfélagi og kerfum – ef við viljum breyta þeim þá þurfum við að vilja og gera það sjálf. Það er auðvelt að missa réttindi, erfitt að afla þeirra. Val er vald og valdið er okkar. Að iðka viðhorf hringleikahúss er að skemmta sér á kostnað annarra, draga dár að, lítillækka, hæða og minnkar manneskjur. Að iðka viðhorf landsleiksins er að gleðjast, hvetja, upphefja, njóta og lyftir manneskjum upp og áfram. Hvernig við nýtum tjáningarfrelsið á þessum einstöku Ólympíuleikum Íslands sýnir okkur spegilmynd þjóðarsálarinnar. Lítum í spegil og sjáum fólk sem er bjart, kraftmikið, hlýlegt, milt og sterkt. Fólk sem elskar að iðka réttindi sín átakalaust. Fólk sem skilur og finnur mikilvægi sitt og er tilbúið til að slá skjaldborg um lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Fólk sem stendur með sjálfu sér og öðrum, veitir rými til að stækka manneskjur og gefst aldrei upp. Sýnum nú dug, djörfung og hug. Vaki vaki vaskir menn er voða ber að höndum, sá er okkar síðast fer sveipaður verður böndum. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Forðum okkur hættu frá. Tjáningarfrelsið er mikilvæg réttindi sem auðvelt er að glata, misnota og vanrækja. Frelsið er í raun ekki almennilega raunverulegt fyrr en við njótum þess ekki til fulls. Líkt og heilsa, svefn eða súrefni. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Hringferð mín um landið er hafin. Stórkostleg vegferð þar sem spjallað er við þjóðina beint. Mér er alls staðar vel tekið, höndum borin af mjúkum augum og mildum hjörtum. Mér líður vel enda er ég örugg, gleðin er við völd sem og forvitni. Alveg sama hvaða málefni er tekið fyrir þá birtast ólíkar skoðanir, lífssýn og áherslur til framkvæmda. „Hvernig eigum við að hafa hlutina?“ veitir 400 þúsund svör, þar af 200 þúsund kosningabær. Eitt erum við þó samhuga um – við viljum geta tjáð okkur óháð, sjálfstæð og frjáls. Það er áhugavert að upplifa viðbrögð þjóðarinnar við nýjum aðstæðum tengdum forsetakosningum. Margir frambjóðendur hafa stigið fram og sitt sýnist hverjum – bæði um ferlið, rafræna kerfið, fólkið, framkvæmdina… en eitt er víst – lýðræðið eru okkar einstöku, fágætu og dýrmætu réttindi og ef við erum að tala þau niður þá erum við að tala okkur sjálf niður. Við berum ábyrgð á okkar samfélagi og kerfum – ef við viljum breyta þeim þá þurfum við að vilja og gera það sjálf. Það er auðvelt að missa réttindi, erfitt að afla þeirra. Val er vald og valdið er okkar. Að iðka viðhorf hringleikahúss er að skemmta sér á kostnað annarra, draga dár að, lítillækka, hæða og minnkar manneskjur. Að iðka viðhorf landsleiksins er að gleðjast, hvetja, upphefja, njóta og lyftir manneskjum upp og áfram. Hvernig við nýtum tjáningarfrelsið á þessum einstöku Ólympíuleikum Íslands sýnir okkur spegilmynd þjóðarsálarinnar. Lítum í spegil og sjáum fólk sem er bjart, kraftmikið, hlýlegt, milt og sterkt. Fólk sem elskar að iðka réttindi sín átakalaust. Fólk sem skilur og finnur mikilvægi sitt og er tilbúið til að slá skjaldborg um lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Fólk sem stendur með sjálfu sér og öðrum, veitir rými til að stækka manneskjur og gefst aldrei upp. Sýnum nú dug, djörfung og hug. Vaki vaki vaskir menn er voða ber að höndum, sá er okkar síðast fer sveipaður verður böndum. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar