Hætta með Pizzavagninn eftir tuttugu ára rekstur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 17:17 Björgvin Þór og Petrína hafa rekið Pizzavagninn í tuttugu ár. Hafliði Breiðfjörð Petrína og Björgvin Þór hafa ekið Pizzavagninum um uppsveitir Árnessýslu í tuttugu ár en ætla að hætta rekstri í vikunni. Óvissa er um það hvort einhver taki við rekstrinum. Pizzavagninn verður á balli á Flúðum á miðvikudaginn og hættir eftir það. Pizzavagninn tók fyrst til starfa 12. júní 2004, en fyrir það höfðu hjónin átt pítsuofn sem þau færðu milli staða í rúmt ár, segir Petrína. Pítsaofninn var þá ýmist á Hestakránni eða í Steinsholti þar sem hjónin seldu pítsur. Svo hafi vagninn komið til sögunnar árið 2004. Petrína segir bróður sinn, Hafliða Breiðfjörð, hafa fengið hugmyndina. Síðan þá hefur verið rúllandi dagskrá allt árið og Pizzavagninn ýmist staðsettur á Flúðum, í Reykholti, Árnesi, Brautarholti, Borg í Grímsnesi og á Laugarvatni. Þau hafi tekið jólafrí og sumarfrí í ágúst. Pizzavagninn félagslegur „Það má alveg fylgja með að fyrst og fremst er Pizzavagninn er félagslegur, þetta er bara félagsleg vinna, maður hitti svo mikið af skemmtilegu fólki. Það er eiginlega það sem við eigum eftir að sakna mest,“ segir Petrína. Hún segir að samskipti við sveitunga og aðra vegfarendur sé það sem standi upp úr eftir tuttugu ára rekstur. Hún segist hafa fundið fyrir miklu þakklæti, en hjónin hafa fengið margar kveðjur eftir að þau tilkynntu ákvörðun sína. Nokkur óvissa ríkir um framtíð vagnsins, en reksturinn er til sölu eins og er. Þá séu sonur og tengdadóttir hjónanna að íhuga að taka við rekstrinum. Það verði bara að koma í ljós hver og hvort einhver taki við rekstrinum. Nú taka við alls konar verkefni hjá Björgvini og Petrínu, en þau eru bændur í Laxárdal í Skeiða-og Gnúpverjahreppi. Þar eru þau með svínabúskap, kornrækt og kjötvinnslu, en Petrína er nýkjörin í stjórn bændasamtakanna. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Pizzavagninn tók fyrst til starfa 12. júní 2004, en fyrir það höfðu hjónin átt pítsuofn sem þau færðu milli staða í rúmt ár, segir Petrína. Pítsaofninn var þá ýmist á Hestakránni eða í Steinsholti þar sem hjónin seldu pítsur. Svo hafi vagninn komið til sögunnar árið 2004. Petrína segir bróður sinn, Hafliða Breiðfjörð, hafa fengið hugmyndina. Síðan þá hefur verið rúllandi dagskrá allt árið og Pizzavagninn ýmist staðsettur á Flúðum, í Reykholti, Árnesi, Brautarholti, Borg í Grímsnesi og á Laugarvatni. Þau hafi tekið jólafrí og sumarfrí í ágúst. Pizzavagninn félagslegur „Það má alveg fylgja með að fyrst og fremst er Pizzavagninn er félagslegur, þetta er bara félagsleg vinna, maður hitti svo mikið af skemmtilegu fólki. Það er eiginlega það sem við eigum eftir að sakna mest,“ segir Petrína. Hún segir að samskipti við sveitunga og aðra vegfarendur sé það sem standi upp úr eftir tuttugu ára rekstur. Hún segist hafa fundið fyrir miklu þakklæti, en hjónin hafa fengið margar kveðjur eftir að þau tilkynntu ákvörðun sína. Nokkur óvissa ríkir um framtíð vagnsins, en reksturinn er til sölu eins og er. Þá séu sonur og tengdadóttir hjónanna að íhuga að taka við rekstrinum. Það verði bara að koma í ljós hver og hvort einhver taki við rekstrinum. Nú taka við alls konar verkefni hjá Björgvini og Petrínu, en þau eru bændur í Laxárdal í Skeiða-og Gnúpverjahreppi. Þar eru þau með svínabúskap, kornrækt og kjötvinnslu, en Petrína er nýkjörin í stjórn bændasamtakanna.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira