Fótbolti

Endrick sá yngsti til að skora fyrir Brasilíu í 20 ár

Siggeir Ævarsson skrifar
Endrick fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu
Endrick fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu Vísir/Getty

Brasilíska undrabarnið Endrick skráði sig í sögubækurnar í kvöld þegar hann skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri Brasilíu á Englandi. 

Endrick varð með markinu yngsti leikmaðurinn til að skora á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga, og jafnframt yngsti leikmaðurinn til skora landsliðsmark fyrir Brasilíu. Endrick, sem er 17 ára og 246 daga gamall, sló þar með met Ronaldo sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark árið 1994 í leik gegn Íslandi.

Endrick leikur með Palmeiras í heimalandi sínu í Brasilíu en mun ganga til liðs við Real Madrid í sumar þegar hann verður 18 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×