Handbolti

Vals­menn unnu eins marks sigur í Rúmeníu

Siggeir Ævarsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sjö mörk í kvöld
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sjö mörk í kvöld Vísir/Pawel

Evrópuævintýri Valsmanna heldur áfram en liðið mætti Steaua Búkrarest í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í Búkarest og hafði að lokum eins marks sigur, 35-36.

Valsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu oftast með um fjórum mörkum en staðan í hálfleik var 14-18 Vali í vil. Um miðbik síðari hálfleiks fóru heimamenn smám saman að saxa á forskotið og jöfnuðu leikinn í fyrsta sinn í stöðunni 30-30 þegar um átta mínútur lifðu leiks.

Benedikt Gunnar Óskarsson og Úlfar Páll Monsi Þórðarson voru báðir atkvæðamiklir sóknarmegin hjá Val og skoruðu sjö mörk hvor. Næstur kom Magnús Óli Magnússon með sex en hann skoraði fjögur mörk á lokakaflanum þegar allt var undir.

Síðari leikurinn verður á heimavelli Vals, í N1-höllinni,  laugardaginn 30. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×