Lögreglan lýsir eftir þjófunum Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2024 17:17 Forsvarsmenn lögreglunnar telja líklegt að einhver geti borið kennsl á mennina þó andlit þeirra sjáist ekki að fullu á myndinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. Mynd sem lögreglan hefur sent á fjölmiðla sýnir mennina í bíl af gerðinni Toyota Yaris, en bílsins hefur verið leitað frá því í gær. Andlit mannanna sjást ekki að fullu en forsvarsmenn lögreglunnar telja að einhver ætti þrátt fyrir það að geta þekkt þá. Þjóðerni mannanna liggur ekki fyrir. Ef einhver þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hin sömu vinsamlegast beðin um að hringja í lögregluna í síma 112, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Mennirnir eru grunaðir um að hafa rænt milljónum í áðurnefndu ráni í gær en þjófnaðurinn er sagður hafa verið þaulskipulagður og tók hann afar skamma stund. Sjá einnig: Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Yarisnum á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar og snarhemluðu. Síðan virðast þeir hafa brotist inn í bílinn í gegnum afturhurð með því að brjóta afturrúðu hans og tóku úr honum tvær töskur sem fullar voru af peningum, og komu sér af vettvangi. Sjá einnig: Þaulskipulögð aðgerð sem tók örfáar sekúndur Töskurnar sem mennirnir höfðu á brott fundust í Mosfellsbæ í gærkvöldi og í dag. Þær eru sjö talsins en fimm þeirra voru tómar þegar þeim var rænt. Þegar lögreglan fann töskurnar voru peningarnar horfnir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Ekki liggur fyrir hvort sprengjurnar voru virkar í töskunum tveimur sem innihéldu peningana. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Milljónum stolið í Hamraborg og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þjófnað úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi sem fram var í gærmorgun. 26. mars 2024 11:35 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Mynd sem lögreglan hefur sent á fjölmiðla sýnir mennina í bíl af gerðinni Toyota Yaris, en bílsins hefur verið leitað frá því í gær. Andlit mannanna sjást ekki að fullu en forsvarsmenn lögreglunnar telja að einhver ætti þrátt fyrir það að geta þekkt þá. Þjóðerni mannanna liggur ekki fyrir. Ef einhver þekkja til mannanna, eða vita hvar þá er að finna, eru hin sömu vinsamlegast beðin um að hringja í lögregluna í síma 112, en upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Mennirnir eru grunaðir um að hafa rænt milljónum í áðurnefndu ráni í gær en þjófnaðurinn er sagður hafa verið þaulskipulagður og tók hann afar skamma stund. Sjá einnig: Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Yarisnum á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar og snarhemluðu. Síðan virðast þeir hafa brotist inn í bílinn í gegnum afturhurð með því að brjóta afturrúðu hans og tóku úr honum tvær töskur sem fullar voru af peningum, og komu sér af vettvangi. Sjá einnig: Þaulskipulögð aðgerð sem tók örfáar sekúndur Töskurnar sem mennirnir höfðu á brott fundust í Mosfellsbæ í gærkvöldi og í dag. Þær eru sjö talsins en fimm þeirra voru tómar þegar þeim var rænt. Þegar lögreglan fann töskurnar voru peningarnar horfnir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Ekki liggur fyrir hvort sprengjurnar voru virkar í töskunum tveimur sem innihéldu peningana.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Milljónum stolið í Hamraborg og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þjófnað úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi sem fram var í gærmorgun. 26. mars 2024 11:35 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06
Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44
Milljónum stolið í Hamraborg og verðbólgan eykst á ný Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þjófnað úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi sem fram var í gærmorgun. 26. mars 2024 11:35