Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl Jón Þór Stefánsson skrifar 27. mars 2024 09:57 Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur segir ferla í verðmætaflutningum séu almennt mjög góða. Vísir/Arnar/LRH „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. Eyþór ræddi um ránið sem var framið á mánudagsmorgun í Hamraborg í Kópavogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar rændu tveir menn töskum með tugum milljóna úr peningaflutningabíl sem innihélt hagnað úr spilakössum. Hann segir í raun að það sé með ólíkindum að rán sem þetta hafi ekki átt sér stað áður á Íslandi. Lögreglan lýsti á mánudag eftir bíl af gerðinni Toyota Yaris, en í gær kom í ljós að um var að ræða bifreiðina sem þjófarnir notuðu við verknaðinn. Þá birti lögreglan mynd af mönnunum í bílnum síðdegis í gær. „Þeir hafa væntanlega bara notað þessa Yaris-bifreið til að stinga af nokkurhundruð metra. Þar bíður önnur bifreið og jafnvel þriðja bifreið. Það er aldrei að vita.“ Hann segir að ferlar í verðmætaflutningum séu almennt mjög góðir og marglaga. Yfirleitt séu það bestu og reynslumestu starfsmenn öryggisfyrirtækjanna sem sjái um þá. Hann segir verðina yfirleitt tvo saman. Þeir séu ekki vopnaðir skotvopnum eða piparspreyi, en í hnífheldum vestum. „Ef það kemur vopnaður einstaklingur upp að verði með peninga, þá á hann náttúrulega bara að afhenda peninginn. Hann á bara að taka eftir og geta lýst viðkomandi og flóttaleið og geta gefið greinagóðar upplýsingar til lögreglu. Það á ekki að byrja nein slagsmál,“ segir Eyþór um verklag í verðmætaflutningum erlendis, en hann vill ekki gefa upp of mikið um hvernig það er á Íslandi. Aðspurður út í málið í Hamraborg þar sem bíllinn sem innihélt margar milljónir króna og var skilinn eftir mannlaus segir Eyþór að stundum sé það hluti af verklagi að báðir verðirnir fari inn og sæki verðmætin og skilji bílinn þá eftir mannlausan. Peningaflutningabíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær kom fram að í töskunum hefðu verið litasprengjur, sem hafa það hlutverk að eyðileggja verðmæti reyni utanaðkomandi að komast í þau. „Í töskunni, í lokinu stundum, er búnaður með nokkrum grömmum af sprengiefni og blek,“ segir Eyþór, sem bætur við að það sé mismunandi hvernig litasprengurnar virki. „Ég man að ég var einhvern tímann að kaupa svona og þá lofaði fyrirtækið sem seldi okkur búnaðinn áttatíu prósent litun á hundrað prósent af seðlunum. Þeir verða fjólubláir eða bláir, og þá er ekki hægt að nota þá. Þá eiga öll fyrirtæki, stofnanir og bankar að neita að taka við svoleiðis peningum.“ Þjófnaðurinn í Hamraborg er ekki sá eini sem hefur verið til umfjöllunar á undanförnum dögum. Einnig hefur verið greint frá tveimur hraðbankaránum. Eyþóri þykir athyglisvert að þrjár „óvenjulegar fréttir“ sem þessar komi á álíka mörgum dögum. Eyþór segir að allir sem vinni í öryggisbransanum séu nú í kjölfar málsins að skoða verkferla sína. Hann býst þó ekki við umfangsmiklum breytingum á þeim. Hann segist bjartsýnn á að lögreglunni takist að góma mennina. Það sé mikilvægt að þeir gangi ekki lausir og takist að kveikja hugmyndir um svipað hjá öðrum. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 15:30 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu Sjá meira
Eyþór ræddi um ránið sem var framið á mánudagsmorgun í Hamraborg í Kópavogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar rændu tveir menn töskum með tugum milljóna úr peningaflutningabíl sem innihélt hagnað úr spilakössum. Hann segir í raun að það sé með ólíkindum að rán sem þetta hafi ekki átt sér stað áður á Íslandi. Lögreglan lýsti á mánudag eftir bíl af gerðinni Toyota Yaris, en í gær kom í ljós að um var að ræða bifreiðina sem þjófarnir notuðu við verknaðinn. Þá birti lögreglan mynd af mönnunum í bílnum síðdegis í gær. „Þeir hafa væntanlega bara notað þessa Yaris-bifreið til að stinga af nokkurhundruð metra. Þar bíður önnur bifreið og jafnvel þriðja bifreið. Það er aldrei að vita.“ Hann segir að ferlar í verðmætaflutningum séu almennt mjög góðir og marglaga. Yfirleitt séu það bestu og reynslumestu starfsmenn öryggisfyrirtækjanna sem sjái um þá. Hann segir verðina yfirleitt tvo saman. Þeir séu ekki vopnaðir skotvopnum eða piparspreyi, en í hnífheldum vestum. „Ef það kemur vopnaður einstaklingur upp að verði með peninga, þá á hann náttúrulega bara að afhenda peninginn. Hann á bara að taka eftir og geta lýst viðkomandi og flóttaleið og geta gefið greinagóðar upplýsingar til lögreglu. Það á ekki að byrja nein slagsmál,“ segir Eyþór um verklag í verðmætaflutningum erlendis, en hann vill ekki gefa upp of mikið um hvernig það er á Íslandi. Aðspurður út í málið í Hamraborg þar sem bíllinn sem innihélt margar milljónir króna og var skilinn eftir mannlaus segir Eyþór að stundum sé það hluti af verklagi að báðir verðirnir fari inn og sæki verðmætin og skilji bílinn þá eftir mannlausan. Peningaflutningabíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær kom fram að í töskunum hefðu verið litasprengjur, sem hafa það hlutverk að eyðileggja verðmæti reyni utanaðkomandi að komast í þau. „Í töskunni, í lokinu stundum, er búnaður með nokkrum grömmum af sprengiefni og blek,“ segir Eyþór, sem bætur við að það sé mismunandi hvernig litasprengurnar virki. „Ég man að ég var einhvern tímann að kaupa svona og þá lofaði fyrirtækið sem seldi okkur búnaðinn áttatíu prósent litun á hundrað prósent af seðlunum. Þeir verða fjólubláir eða bláir, og þá er ekki hægt að nota þá. Þá eiga öll fyrirtæki, stofnanir og bankar að neita að taka við svoleiðis peningum.“ Þjófnaðurinn í Hamraborg er ekki sá eini sem hefur verið til umfjöllunar á undanförnum dögum. Einnig hefur verið greint frá tveimur hraðbankaránum. Eyþóri þykir athyglisvert að þrjár „óvenjulegar fréttir“ sem þessar komi á álíka mörgum dögum. Eyþór segir að allir sem vinni í öryggisbransanum séu nú í kjölfar málsins að skoða verkferla sína. Hann býst þó ekki við umfangsmiklum breytingum á þeim. Hann segist bjartsýnn á að lögreglunni takist að góma mennina. Það sé mikilvægt að þeir gangi ekki lausir og takist að kveikja hugmyndir um svipað hjá öðrum.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 15:30 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu Sjá meira
Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 15:30
Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44
Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41