Skrapp til Grindavíkur og uppgötvaði stórtækan þjófnað Jón Þór Stefánsson skrifar 27. mars 2024 11:21 Jón kemur alltaf við á byggingarlóðinni þegar hann á leið um Grindavík, en hann tók eftir því að eitthvað var að í þetta skipti. Vísir/Arnar Járnmottum sem voru í Grindavík og í eigu byggingafyrirtækisins Bláhæðar hefur verið stolið. Jón Pálmar Ragnarsson, einn eigandi fyrirtækisins, greindi frá stuldinum á Facebook. Hann segir að andvirði mottanna sé 1,2 milljónir króna, og að þeim hafi líklega verið stolið á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi tekið eftir því að járnmotturnar væru horfnar í fyrrakvöld. „Ég átti leið til Grindavíkur. Ég bý þarna, og svo eigum við þessa byggingalóð. Ég kem alltaf við þar til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Og þarna var ekki allt í lagi því þetta var allt horfið. Þetta var þarna síðast þegar ég var þarna fyrir mánuði síðan,“ segir Jón. „Það var eitthvað skrýtið við þetta. Ég sá nú engin sérstök ummerki. Menn hafa örugglega bara híft þetta á bíl og farið burt. Manni finnst það líklegt.“ Hér má sjá motturnar sem um ræðir.Aðsend Að sögn Jóns er um að ræða sextíu stykki af járnmottum, sem eru rúmir tveir metrar á breidd og fimm metrar á lengd. „Þannig að það er ekkert hlaupið að því að flytja þetta burt nema einna helst með kranabíl,“ segir í færslu Jóns sem bætir við í samtali við fréttastofu að búntið sé ekki flutt á venjulegum rafmagnsbíl. „Það þarf alvöru bíl í þetta.“ Járnmotturnar voru ekki ónýtar í augum Jóns þó að ekki hafi legið nákvæmlega fyrir í hvað þær yrðu notaðar. Planið hafi verið að nota það í byggingu raðhúsa í Grindavík, en eðli málsins samkvæmt er það verkefni stopp. Jón segist enn ekki hafa farið með málið til lögreglunnar. Hann vonaðist til að geta leyst málið með því að greina frá því á Facebook, en ef það gengur ekki segist hann ætla að gera henni viðvart. Hann hvetur fólk sem telur sig vita eitthvað um motturnar að hafa samband við sig, en hann heitir fullum trúnaði. Grindavík Lögreglumál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Jón Pálmar Ragnarsson, einn eigandi fyrirtækisins, greindi frá stuldinum á Facebook. Hann segir að andvirði mottanna sé 1,2 milljónir króna, og að þeim hafi líklega verið stolið á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi tekið eftir því að járnmotturnar væru horfnar í fyrrakvöld. „Ég átti leið til Grindavíkur. Ég bý þarna, og svo eigum við þessa byggingalóð. Ég kem alltaf við þar til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Og þarna var ekki allt í lagi því þetta var allt horfið. Þetta var þarna síðast þegar ég var þarna fyrir mánuði síðan,“ segir Jón. „Það var eitthvað skrýtið við þetta. Ég sá nú engin sérstök ummerki. Menn hafa örugglega bara híft þetta á bíl og farið burt. Manni finnst það líklegt.“ Hér má sjá motturnar sem um ræðir.Aðsend Að sögn Jóns er um að ræða sextíu stykki af járnmottum, sem eru rúmir tveir metrar á breidd og fimm metrar á lengd. „Þannig að það er ekkert hlaupið að því að flytja þetta burt nema einna helst með kranabíl,“ segir í færslu Jóns sem bætir við í samtali við fréttastofu að búntið sé ekki flutt á venjulegum rafmagnsbíl. „Það þarf alvöru bíl í þetta.“ Járnmotturnar voru ekki ónýtar í augum Jóns þó að ekki hafi legið nákvæmlega fyrir í hvað þær yrðu notaðar. Planið hafi verið að nota það í byggingu raðhúsa í Grindavík, en eðli málsins samkvæmt er það verkefni stopp. Jón segist enn ekki hafa farið með málið til lögreglunnar. Hann vonaðist til að geta leyst málið með því að greina frá því á Facebook, en ef það gengur ekki segist hann ætla að gera henni viðvart. Hann hvetur fólk sem telur sig vita eitthvað um motturnar að hafa samband við sig, en hann heitir fullum trúnaði.
Grindavík Lögreglumál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira