Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 20:11 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. EPA/PAVEL BEDNYAKOV Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. Þetta sagði Lúkasjenka við blaðamenn í gærkvöldi en hann sagði forsvarsmenn öryggisstofnana í Rússlandi hafa rætt við kollega sína í Belarús og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi hringt í sig og beðið um aðstoð við að koma í veg fyrir að mennirnir kæmust til Belarús. Samkvæmt frétt Novaya Gazeta, sagði Lúkasjenka að eftir að þeir hefðu orðið varir við aukna öryggisgæslu hafi árásarmennirnir snúið við og farið í átt að landamærum Úkraínu. Þessi frásögn virðist fara gegn fullyrðingum Pútíns, annarra ráðamanna í Rússlandi og fréttaflutning í ríkismiðlum Rússlands um að mennirnir hafi ætlað sér að fara til Úkraínu og að Úkraínumenn hafi ætlað sér að mynda „holu“ fyrir þá til að fara í gegnum. Að minnsta kosti 143 létu lífið í tónleikahöllinni þegar fjórir menn frá Tadsíkistan hófu skothríð þar um helgina og kveiktu í húsinu. Mennirnir voru handteknir og eru þeir sagðir hafa játað að hafa framið ódæðið. Í heildina hafa ellefu verið handteknir vegna árásarinnar. Óttast er að fjöldi látinna gæti hækkað töluvert þar sem fregnir hafa borist af því að 95 manns sé enn saknað. Benda á Úkraínu og Vesturlönd Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Sjá einnig: Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þrátt fyrir það og að yfirvöld Í Bandaríkjunum hafi varað Rússa við því að þeir hefðu uppgötvað vísbendingar um yfirvofandi árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Kohrasan (ISKP) hafi hafa ráðamenn í Rússlandi bendlað Úkraínu og Vesturlönd við árásina, án þess þó að geta fært nokkrar sannanir fyrir málflutningi sínum. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Hávær umræða hefur myndast í Rússlandi um það að taka upp dauðarefsingu á nýjan leik og að árásarmennirnir verði teknir af lífi. Dauðarefsingar hafa ekki verið leyfilegar þar í um 28 ár. Dómarar Hæstaréttar Rússlands tilkynntu í dag að þeir myndu taka málið til skoðunar en eingöngu eftir að formleg beiðni um slíkt bærist frá yfirvöldum, samkvæmt RIA fréttaveitunni sem er í eigu rússneska ríkisins. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Belarús Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Þetta sagði Lúkasjenka við blaðamenn í gærkvöldi en hann sagði forsvarsmenn öryggisstofnana í Rússlandi hafa rætt við kollega sína í Belarús og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi hringt í sig og beðið um aðstoð við að koma í veg fyrir að mennirnir kæmust til Belarús. Samkvæmt frétt Novaya Gazeta, sagði Lúkasjenka að eftir að þeir hefðu orðið varir við aukna öryggisgæslu hafi árásarmennirnir snúið við og farið í átt að landamærum Úkraínu. Þessi frásögn virðist fara gegn fullyrðingum Pútíns, annarra ráðamanna í Rússlandi og fréttaflutning í ríkismiðlum Rússlands um að mennirnir hafi ætlað sér að fara til Úkraínu og að Úkraínumenn hafi ætlað sér að mynda „holu“ fyrir þá til að fara í gegnum. Að minnsta kosti 143 létu lífið í tónleikahöllinni þegar fjórir menn frá Tadsíkistan hófu skothríð þar um helgina og kveiktu í húsinu. Mennirnir voru handteknir og eru þeir sagðir hafa játað að hafa framið ódæðið. Í heildina hafa ellefu verið handteknir vegna árásarinnar. Óttast er að fjöldi látinna gæti hækkað töluvert þar sem fregnir hafa borist af því að 95 manns sé enn saknað. Benda á Úkraínu og Vesturlönd Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Sjá einnig: Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þrátt fyrir það og að yfirvöld Í Bandaríkjunum hafi varað Rússa við því að þeir hefðu uppgötvað vísbendingar um yfirvofandi árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Kohrasan (ISKP) hafi hafa ráðamenn í Rússlandi bendlað Úkraínu og Vesturlönd við árásina, án þess þó að geta fært nokkrar sannanir fyrir málflutningi sínum. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Hávær umræða hefur myndast í Rússlandi um það að taka upp dauðarefsingu á nýjan leik og að árásarmennirnir verði teknir af lífi. Dauðarefsingar hafa ekki verið leyfilegar þar í um 28 ár. Dómarar Hæstaréttar Rússlands tilkynntu í dag að þeir myndu taka málið til skoðunar en eingöngu eftir að formleg beiðni um slíkt bærist frá yfirvöldum, samkvæmt RIA fréttaveitunni sem er í eigu rússneska ríkisins.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Belarús Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02