Hjólhýsabyggðin á Laugarvatni og Húsið á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2024 20:30 Margar mjög skemmtilegar myndir eru á sýningunni frá tímum hjólhýsabyggðarinnar á Laugarvatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósmyndasýning með broti af því besta frá hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni hefur verið opnuð í Húsinu á Eyrarbakka en svæðið var starfrækt í 45 ár, eða þar til því var lokað af öryggisástæðum. Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow mynduðu hjólhýsabyggðina á Laugarvatni í þrjú sumur á meðan hún var og hét og er afraksturinn nú til sýnis hjá Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka en þar áður var sýningin í Þjóðminjasafni Íslands. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ákvað að loka svæðinu 2022 af öryggisástæðum vegna eldhættu. Sýningin heitir; “Ef garðálfar gætu talað”. „Við vorum ekki alveg vissar hvernig okkur yrði tekið eða hvað tæki á móti okkur en við tók þessi blómlega og fallega byggð og okkur svo vel tekið alls staðar. Það vildu allir vera með, þetta var svo yndislegt fólk og bara einstakur heimur,” segir Sigríður. „Salurinn hérna passar mjög vel fyrir þessa sýningu því hann gefur þessa hlýlegu vídd, auka vídd á myndirnar. Þetta er svolítið eins og að vera í sólskini, sumri og sólskini þegar maður kemur hérna inn í þennan sal og sér þessar myndir og gefur innsýn inn í það hvað þessi heimur var góður,” segir Þórdís Erla og bætir við. „Og hvað það var góð stemming þarna, það er líka málið, fólki leið vel, fólk tengdist vinaböndum og var kannski með heilu fjölskyldurnar með sér í hjólhýsunum.” Vinkonurnar og ljósmyndararnir, Þórdís Erla Ágústsdóttir (t.v.) og Sigríður Marrow, sem tóku myndirnar á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Linda Ásdísardóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni. „Og hún breytist auðvitað alveg gríðarlega við það að fara úr stórum sal, myndasalnum í Þjóðminjasafninu í þessa litlu borðstofu. Það verður einhvern vegin svona meira sólskin kannski hérna eins og þið sjáið og gardínurnar meira að segja hérna í stofunni,” segir Linda. Linda Ásdísardóttir safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga, sem átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósmyndasýningin verður opin í Húsinu á Eyrarbakka alla páskana, frítt inn og allir velkomnir. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Hjólhýsabyggðin var á Laugarvatni í 45 ár og eiga margir mjög góðar minningar þaðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsið á Eyrarbakka þar sem sýningin er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Menning Ljósmyndun Sýningar á Íslandi Söfn Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow mynduðu hjólhýsabyggðina á Laugarvatni í þrjú sumur á meðan hún var og hét og er afraksturinn nú til sýnis hjá Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka en þar áður var sýningin í Þjóðminjasafni Íslands. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ákvað að loka svæðinu 2022 af öryggisástæðum vegna eldhættu. Sýningin heitir; “Ef garðálfar gætu talað”. „Við vorum ekki alveg vissar hvernig okkur yrði tekið eða hvað tæki á móti okkur en við tók þessi blómlega og fallega byggð og okkur svo vel tekið alls staðar. Það vildu allir vera með, þetta var svo yndislegt fólk og bara einstakur heimur,” segir Sigríður. „Salurinn hérna passar mjög vel fyrir þessa sýningu því hann gefur þessa hlýlegu vídd, auka vídd á myndirnar. Þetta er svolítið eins og að vera í sólskini, sumri og sólskini þegar maður kemur hérna inn í þennan sal og sér þessar myndir og gefur innsýn inn í það hvað þessi heimur var góður,” segir Þórdís Erla og bætir við. „Og hvað það var góð stemming þarna, það er líka málið, fólki leið vel, fólk tengdist vinaböndum og var kannski með heilu fjölskyldurnar með sér í hjólhýsunum.” Vinkonurnar og ljósmyndararnir, Þórdís Erla Ágústsdóttir (t.v.) og Sigríður Marrow, sem tóku myndirnar á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Linda Ásdísardóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni. „Og hún breytist auðvitað alveg gríðarlega við það að fara úr stórum sal, myndasalnum í Þjóðminjasafninu í þessa litlu borðstofu. Það verður einhvern vegin svona meira sólskin kannski hérna eins og þið sjáið og gardínurnar meira að segja hérna í stofunni,” segir Linda. Linda Ásdísardóttir safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga, sem átti upphaflegu hugmyndina að sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ljósmyndasýningin verður opin í Húsinu á Eyrarbakka alla páskana, frítt inn og allir velkomnir. Heimasíða Byggðasafns Árnesinga Hjólhýsabyggðin var á Laugarvatni í 45 ár og eiga margir mjög góðar minningar þaðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsið á Eyrarbakka þar sem sýningin er.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Menning Ljósmyndun Sýningar á Íslandi Söfn Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira