„Reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 14:27 Gróðureldar hafa komið upp við gosstöðvarnar. Vísir/Vilhelm Slökkvilið Grindavíkur gerir nú hvað það getur til að koma í veg fyrir að gróðureldar við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga breiði úr sér og verði jafn stórir og þeir urðu í gosinu í júlí á síðasta ári. Hjálpin kemur víða að. „Við erum svona að kljást við þetta og erum að sækja okkur liðsauka bæði frá brunavörnum Árnessýslu og brunavörnum Suðurnesja,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur. Auk mannaflans fær liðið lánaðan tankbíl frá Landsbjörgu, sem kemur frá Vík í Mýrdal síðar í dag. Slíkir bílar koma að góðum notum þegar flytja á mikið af vatni sem nota þarf til að sinna slökkvistarfi þar sem aðgengi að vatni er ekki gott. Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Ekki af sömu stærðargráðu og í fyrra Á síðasta ári þurfti slökkviliðið að kljást við mikla og stóra gróðurelda eftir að eldgos varð við Litla-Hrút í júlí. Einar segir aðgerir slökkviliðsins nú miða að því að missa eldana ekki upp í sömu stærðargráðu og þá. „Þetta er miklu minna í augnablikinu. Við erum að bregðast fyrr við og reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð.“ Starfið felist í því að bleyta í gróðrinum og rjúfa samfelldan gróðurvöxt, þannig að erfiðara sé fyrir eldinn að dreifa úr sér. Engin rigningarspá Einar segir aðgengið ekki með besta móti, en þó viðri ágætlega til slökkvistarfs. „Það er mjög gott veður. Sól úti og hægur andvari.“ Í veðurkortunum sé spáð því sem almennt myndi kallast gott veður, þó að slökkviliðið kunni að vera því ósammála. „Auðvitað mætti vera rigningarspá þegar maður er að kljást við gróðurelda. Þetta er gott veður en það mætti vera meiri raki í loftinu,“ segir Einar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Grindavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
„Við erum svona að kljást við þetta og erum að sækja okkur liðsauka bæði frá brunavörnum Árnessýslu og brunavörnum Suðurnesja,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur. Auk mannaflans fær liðið lánaðan tankbíl frá Landsbjörgu, sem kemur frá Vík í Mýrdal síðar í dag. Slíkir bílar koma að góðum notum þegar flytja á mikið af vatni sem nota þarf til að sinna slökkvistarfi þar sem aðgengi að vatni er ekki gott. Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík.Vísir/Arnar Ekki af sömu stærðargráðu og í fyrra Á síðasta ári þurfti slökkviliðið að kljást við mikla og stóra gróðurelda eftir að eldgos varð við Litla-Hrút í júlí. Einar segir aðgerir slökkviliðsins nú miða að því að missa eldana ekki upp í sömu stærðargráðu og þá. „Þetta er miklu minna í augnablikinu. Við erum að bregðast fyrr við og reynum allt til að missa þetta ekki í sömu stærð.“ Starfið felist í því að bleyta í gróðrinum og rjúfa samfelldan gróðurvöxt, þannig að erfiðara sé fyrir eldinn að dreifa úr sér. Engin rigningarspá Einar segir aðgengið ekki með besta móti, en þó viðri ágætlega til slökkvistarfs. „Það er mjög gott veður. Sól úti og hægur andvari.“ Í veðurkortunum sé spáð því sem almennt myndi kallast gott veður, þó að slökkviliðið kunni að vera því ósammála. „Auðvitað mætti vera rigningarspá þegar maður er að kljást við gróðurelda. Þetta er gott veður en það mætti vera meiri raki í loftinu,“ segir Einar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Grindavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira