Dimmt yfir orkuspám Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 30. mars 2024 11:00 Íslendingar eiga formæðrum sínum og -feðrum mikið að þakka fyrir margra hluta sakir. Ég nefni til að mynda þá framsýni sem þau höfðu til að bera við uppbyggingu orkukerfisins. Samfélagið hefur notið þess hversu vel hefur tekist til og mikilvægi raforkunnar í samfélaginu er augljóst, hún er grunnur velsældar okkar. Það er alls ekki einfalt að reka lokað raforkukerfi með 100% endurnýjanlegri orku og það krefst meðal annars mikillar þekkingar á þeim auðlindum sem við nýtum. Óvissan frá náttúrunnar hendi hefur leitt til þess að hér á landi höfum við skilgreint forgangsorku sérstaklega, en það er trygg orka, orka sem alltaf er afhent í samræmi við samningsskilmála. Til að nýta auðlindirnar sem best seljum við einnig þá orku sem er tiltæk þegar náttúran er gjöful en afhending á slíkri orku er skert þegar staða miðlunarlóna er slök. Skerðingar eru ekki merki um orkuskort, þær eru eðlilegur hluti þess að fylgja sveiflum náttúrunnar við orkuframleiðsluna. Stærstur hluti raforkuviðskipta hérlendis er enda með forgangsorku því langflestir viðskiptavinir verða að geta treyst því að orkan sé alltaf fyrir hendi. Heimili og smærri fyrirtæki eru auðvitað í þessum hópi þótt þau séu ekki með langtímasamninga um forgangsorku eins og stórnotendur. Þau verða að geta treyst því að fá orku allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alvarleg staða í kortunum Það hefur lengi legið fyrir að næstu ár verða gríðarlega krefjandi í raforkukerfinu og að orkuöryggi almennings geti verið ógnað. Landsnet hefur til dæmis bent á það í mörg ár í greiningum sínum að orkuskortur gæti verið í kortunum og ítrekaði þær aðvaranir nýverið á vorfundi sínum. Í nýbirtri orkuspá Orkustofnunar er einnig farið yfir þróun framboðs og eftirspurnar eftir raforku sem og mögulega þróun orkuskipta. Þar kemur fram að nýtt framboð á raforku næstu tvö ár verður lítið sem ekkert. Á þessum tíma heldur eftirspurn samt áfram að aukast í samræmi við vöxt samfélagsins. Það er ekki fyrr en 2027 sem nýtt framboð bætist við en þó með þeim fyrirvara að nýframkvæmdir gangi snurðulaust fyrir sig á allan hátt sem er engan veginn hægt að reikna með, af fenginni reynslu. Landsvirkjun hefur til að mynda brugðið út af hefðbundnu verklagi og auglýst útboð með fyrirvörum fyrir Búrfellslund áður en öll leyfi liggja fyrir. Mjög lítið má út af bera til að gangsetning bæði Búrfellslundar og Hvammsvirkjunar frestist um heilt ár. Það má því ekkert óvænt koma upp á ef nýtt framboð á verða til taks fyrir þennan tíma. Orkustofnun nefnir einnig í greiningu sinni að framboð dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn fyrr en í fyrsta lagi árið 2027. Það verður að bregðast við Þessar greiningar sem benda til tvísýnnar stöðu framundan verður að taka mjög alvarlega. Orkuskortur hefði mikil áhrif á samfélagið, leiðir til skerðingar á lífsgæðum og minni verðmætasköpunar. Landsvirkjun hefur verið varkár í sinni raforkusölu og tryggt að forgangsorka sé ekki seld umfram örugga vinnslugetu fyrirtækisins. Það hefur aldrei komið fyrir að Landsvirkjun hafi ekki staðið við gerða samninga. En sú staða gæti hins vegar komið upp að sölufyrirtæki sem sinna smásölu og eru því ekki með langtímasamninga, fengju ekki keypta alla þá orku sem þau þurfa á heildsölumarkaði. Það kæmi beint niður á heimilum og smærri fyrirtækjum. Það eru rúmir tveir áratugir síðan lögum var breytt þannig að Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á raforkuöryggi í landinu. Það er stjórnvalda að tryggja raforkuöryggi og orkuöryggi byggir á því að notendur orkunnar geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri, líka heimili og smærri fyrirtæki. Það hefur ítrekað heyrst undanfarið að raforkuskortur sé útilokaður í landi eins og Íslandi. Orkustofnun og Landsnet byggja sína greiningarvinnu á áreiðanlegustu upplýsingum um raforkukerfið sem til eru, enginn hefur jafn góða yfirsýn og aðgang að gögnum. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið verði mark á skilaboðunum sem felast í greiningum þeirra og spám og að vinna stjórnvalda við að bregðast við þeim gangi hratt og vel fyrir sig. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga formæðrum sínum og -feðrum mikið að þakka fyrir margra hluta sakir. Ég nefni til að mynda þá framsýni sem þau höfðu til að bera við uppbyggingu orkukerfisins. Samfélagið hefur notið þess hversu vel hefur tekist til og mikilvægi raforkunnar í samfélaginu er augljóst, hún er grunnur velsældar okkar. Það er alls ekki einfalt að reka lokað raforkukerfi með 100% endurnýjanlegri orku og það krefst meðal annars mikillar þekkingar á þeim auðlindum sem við nýtum. Óvissan frá náttúrunnar hendi hefur leitt til þess að hér á landi höfum við skilgreint forgangsorku sérstaklega, en það er trygg orka, orka sem alltaf er afhent í samræmi við samningsskilmála. Til að nýta auðlindirnar sem best seljum við einnig þá orku sem er tiltæk þegar náttúran er gjöful en afhending á slíkri orku er skert þegar staða miðlunarlóna er slök. Skerðingar eru ekki merki um orkuskort, þær eru eðlilegur hluti þess að fylgja sveiflum náttúrunnar við orkuframleiðsluna. Stærstur hluti raforkuviðskipta hérlendis er enda með forgangsorku því langflestir viðskiptavinir verða að geta treyst því að orkan sé alltaf fyrir hendi. Heimili og smærri fyrirtæki eru auðvitað í þessum hópi þótt þau séu ekki með langtímasamninga um forgangsorku eins og stórnotendur. Þau verða að geta treyst því að fá orku allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alvarleg staða í kortunum Það hefur lengi legið fyrir að næstu ár verða gríðarlega krefjandi í raforkukerfinu og að orkuöryggi almennings geti verið ógnað. Landsnet hefur til dæmis bent á það í mörg ár í greiningum sínum að orkuskortur gæti verið í kortunum og ítrekaði þær aðvaranir nýverið á vorfundi sínum. Í nýbirtri orkuspá Orkustofnunar er einnig farið yfir þróun framboðs og eftirspurnar eftir raforku sem og mögulega þróun orkuskipta. Þar kemur fram að nýtt framboð á raforku næstu tvö ár verður lítið sem ekkert. Á þessum tíma heldur eftirspurn samt áfram að aukast í samræmi við vöxt samfélagsins. Það er ekki fyrr en 2027 sem nýtt framboð bætist við en þó með þeim fyrirvara að nýframkvæmdir gangi snurðulaust fyrir sig á allan hátt sem er engan veginn hægt að reikna með, af fenginni reynslu. Landsvirkjun hefur til að mynda brugðið út af hefðbundnu verklagi og auglýst útboð með fyrirvörum fyrir Búrfellslund áður en öll leyfi liggja fyrir. Mjög lítið má út af bera til að gangsetning bæði Búrfellslundar og Hvammsvirkjunar frestist um heilt ár. Það má því ekkert óvænt koma upp á ef nýtt framboð á verða til taks fyrir þennan tíma. Orkustofnun nefnir einnig í greiningu sinni að framboð dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn fyrr en í fyrsta lagi árið 2027. Það verður að bregðast við Þessar greiningar sem benda til tvísýnnar stöðu framundan verður að taka mjög alvarlega. Orkuskortur hefði mikil áhrif á samfélagið, leiðir til skerðingar á lífsgæðum og minni verðmætasköpunar. Landsvirkjun hefur verið varkár í sinni raforkusölu og tryggt að forgangsorka sé ekki seld umfram örugga vinnslugetu fyrirtækisins. Það hefur aldrei komið fyrir að Landsvirkjun hafi ekki staðið við gerða samninga. En sú staða gæti hins vegar komið upp að sölufyrirtæki sem sinna smásölu og eru því ekki með langtímasamninga, fengju ekki keypta alla þá orku sem þau þurfa á heildsölumarkaði. Það kæmi beint niður á heimilum og smærri fyrirtækjum. Það eru rúmir tveir áratugir síðan lögum var breytt þannig að Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á raforkuöryggi í landinu. Það er stjórnvalda að tryggja raforkuöryggi og orkuöryggi byggir á því að notendur orkunnar geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri, líka heimili og smærri fyrirtæki. Það hefur ítrekað heyrst undanfarið að raforkuskortur sé útilokaður í landi eins og Íslandi. Orkustofnun og Landsnet byggja sína greiningarvinnu á áreiðanlegustu upplýsingum um raforkukerfið sem til eru, enginn hefur jafn góða yfirsýn og aðgang að gögnum. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið verði mark á skilaboðunum sem felast í greiningum þeirra og spám og að vinna stjórnvalda við að bregðast við þeim gangi hratt og vel fyrir sig. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun