Kallar eftir meiri metnaði í Mjódd: Svæðið illa hirt og lýst og hættulegt gestum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. apríl 2024 08:00 Sara Björg er formaður íbúaráðs í Breiðholti og segir skýrt ákall íbúa eftir betri Mjódd. Samsett Formaður íbúaráðs í Breiðholti, Sara Björg Sigurðardóttir, segir eigendur og rekstraraðila í Mjódd sýna mikið metnaðarleysi gagnvart íbúum Breiðholts og kallar eftir breyttri ásýnd. Hún segir svæðið illa hirt og lýst, rusl ekki tínt og svæðinu ekki sinnt. Afleiðingin sé sú að það sé gestum jafnvel hættulegt að vera þar. „Tryggið betri lýsingu við innganga, hugið að hellulögn, breikkið göngustíga, setjið fleiri örugg svæði fyrir fjölbreytta ferðamáta, fleiri bekki, meira grænt og vænna umhverfi fyrir börn. Við viljum versla í heimabyggð, halda í bestu fiskbúð austur-borgarinnar, kaupa nýbakað bakkelsi í bakaríinu, fara með föt í hreinsun, skerða lokkinn í klippingu, kaupa úr og skart í fermingargjöf eða náttföt handa betri helmingnum. Meira mannlíf og metnað í Mjódd,“ segir Sara Björg í aðsendri grein á Vísi um helgina. Rusl hefur fokið til og ekki verið hirt. Vísir/Steingrímur Dúi Hún segir að síðustu tvö kjörtímabil hafi Reykjavíkurborg fjárfest fyrir hundruð milljóna í umbreytingu almenningssvæða í Mjódd. Til að fegra svæðið og gera það meira aðlaðandi. Samt sem áður sé svæðið ekki nýtt eins og hægt væri að nýta það. „Svæðin sem voru gerð upp eru torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, rýmið bakvið Bíóhúsið og að lokum torgið fyrir framan Þangbakka, syðri inngang göngugötunnar. Sett var upp falleg lýsing, bekkir, gróður og blóm til að lífga upp á svæðið,“ segir Sara Björg í grein sinni. Hér hefur verið spreyjað á gangstéttina beint fyrir framan inngang. Vísir/Steingrímur Dúi Hún segir afar sérstakt að bjóða íbúum fjölmennasta hverfis borgarinnar „upp á jafn hirðulaust og afskipt umhverfi og raun ber vitni“ og undrast að fasteignafélögin sem eigi svæðið átti sig ekki á mikilvægi þess að tryggja öryggi, gott aðgengi, aðlaðandi umhverfi viðskiptavina að fjölbreyttri þjónustu.“ Hún bendir jafnframt á að auk þeirra 23 þúsund sem búa í hverfinu sé Mjóddin ein fjölsóttasta skiptistöð borgarinnar en þar stoppi um sjö þúsund á dag. Hún segir því hvatann til staðar að gera betur. Mikið er um veggjakrot í Mjóddinni. Sara segir að eigendur séu of lengi að bregðast við því. Vísir/Steingrímur Dúi „Viðhaldi er ábótavant, misfellur og brotnar hellur á göngustígum inni á eignasvæði lóðarhafa eru hættulegar öllum vegfarendum en þó sérstaklega eldra fólki og fólki með skerta hreyfigetu. Bílastæði eru geymslustæði fyrir atvinnubíla, vinnuvélar, snjómoksturstæki, vöru- og sendiferðabíla, ferðahýsi og önnur atvinnutæki. Rusl er ekki tínt, gangstéttir ekki sópaðar og veggjakrot ekki þrifið. Spónaplötur festar í staðinn fyrir brotnar rúður, engin hjóla- eða hlaupahjólastæði eru fyrir þau sem sækja svæðið á virkum ferðamátum. Nákvæmlega ekkert er gert til að gera svæðið aðlaðandi fyrir fólk, fyrir þau sem sækja þjónustu í Mjódd eða eiga leið þar í gegn,“ segir Sara Björg. Sara bendir á að bílastæðið sé þakið holum og iðulega fullt af vinnuvélum og vinnubílum. Vísir/Steingrímur Dúi Hún segir mörg tækifæri til staðar á svæðinu og hvetur rekstraraðila til að standa saman og þrýsta á fasteignaeigendur til úrbóta. „Við sem sækjum þjónustu í Mjóddina gerum kröfu á að þið sem eigið fasteignirnar og rekið ykkar starfsemi, hugið að okkur sem viljum sækja þjónustu í heimabyggð, hjólandi, gangandi eða akandi.“ Mjóddin er ein fjölfarnasta skiptistöð Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi Sara Björg segir þetta ákall frá íbúum svæðisins og það hafi komið skýrt fram á íbúafundi með borgarstjóra fyrir stuttu. „Íbúarnir kölluðu eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Þannig er kominn tími til að eigendavettvangur Mjóddar, fasteignaeigendur taki sig saman og leggi metnað sinn í að búa til metnaðarfullt borgarumhverfi við og undir einu yfirbyggðu göngugötu landsins. Tryggið betri lýsingu við innganga, hugið að hellulögn, breikkið göngustíga, setjið fleiri örugg svæði fyrir fjölbreytta ferðamáta, fleiri bekki, meira grænt og vænna umhverfi fyrir börn. Við viljum versla í heimabyggð, halda í bestu fiskbúð austur-borgarinnar, kaupa nýbakað bakkelsi í bakaríinu, fara með föt í hreinsun, skerða lokkinn í klippingu, kaupa úr og skart í fermingargjöf eða náttföt handa betri helmingnum. Meira mannlíf og metnað í Mjódd.“ Á stoppistöðinni eru fáir staðir til að sitja á. Vísir/Steingrímur Dúi Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Verslun Tengdar fréttir „Held að tillögu um mathöll hafi ekki verið hafnað áður í Reykjavík“ Meirihlutinn í Reykjavíkurborg felldi tillögu Sjálfstæðisflokks um að byggja mathöll í Mjódd í annað sinn í síðustu viku. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, lögðu tillöguna fram í annað sinn í umhverfis- og skipulagsráði. 22. janúar 2024 06:09 Auglýsa eftir nýjum rekstraraðilum í Mjódd Um þrjú þúsund manns fara á hverjum degi um biðstöðina í Mjódd. Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir nýjum rekstraraðila sem eigi að móta hann upp á nýtt. Gerð er krafa um opnun frá 8 til 22 og aðgengi gesta að salerni. 20. október 2023 12:31 Brunakerfi í gang í Mjódd Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna brunakerfis sem fór í gang í verslunarmiðstöðinni Mjódd í Breiðholti. Hún var rýmd á meðan aðgerðir slökkviliðs stóðu yfir. 11. júlí 2023 11:53 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
„Tryggið betri lýsingu við innganga, hugið að hellulögn, breikkið göngustíga, setjið fleiri örugg svæði fyrir fjölbreytta ferðamáta, fleiri bekki, meira grænt og vænna umhverfi fyrir börn. Við viljum versla í heimabyggð, halda í bestu fiskbúð austur-borgarinnar, kaupa nýbakað bakkelsi í bakaríinu, fara með föt í hreinsun, skerða lokkinn í klippingu, kaupa úr og skart í fermingargjöf eða náttföt handa betri helmingnum. Meira mannlíf og metnað í Mjódd,“ segir Sara Björg í aðsendri grein á Vísi um helgina. Rusl hefur fokið til og ekki verið hirt. Vísir/Steingrímur Dúi Hún segir að síðustu tvö kjörtímabil hafi Reykjavíkurborg fjárfest fyrir hundruð milljóna í umbreytingu almenningssvæða í Mjódd. Til að fegra svæðið og gera það meira aðlaðandi. Samt sem áður sé svæðið ekki nýtt eins og hægt væri að nýta það. „Svæðin sem voru gerð upp eru torgið fyrir framan Breiðholtskirkju, rýmið bakvið Bíóhúsið og að lokum torgið fyrir framan Þangbakka, syðri inngang göngugötunnar. Sett var upp falleg lýsing, bekkir, gróður og blóm til að lífga upp á svæðið,“ segir Sara Björg í grein sinni. Hér hefur verið spreyjað á gangstéttina beint fyrir framan inngang. Vísir/Steingrímur Dúi Hún segir afar sérstakt að bjóða íbúum fjölmennasta hverfis borgarinnar „upp á jafn hirðulaust og afskipt umhverfi og raun ber vitni“ og undrast að fasteignafélögin sem eigi svæðið átti sig ekki á mikilvægi þess að tryggja öryggi, gott aðgengi, aðlaðandi umhverfi viðskiptavina að fjölbreyttri þjónustu.“ Hún bendir jafnframt á að auk þeirra 23 þúsund sem búa í hverfinu sé Mjóddin ein fjölsóttasta skiptistöð borgarinnar en þar stoppi um sjö þúsund á dag. Hún segir því hvatann til staðar að gera betur. Mikið er um veggjakrot í Mjóddinni. Sara segir að eigendur séu of lengi að bregðast við því. Vísir/Steingrímur Dúi „Viðhaldi er ábótavant, misfellur og brotnar hellur á göngustígum inni á eignasvæði lóðarhafa eru hættulegar öllum vegfarendum en þó sérstaklega eldra fólki og fólki með skerta hreyfigetu. Bílastæði eru geymslustæði fyrir atvinnubíla, vinnuvélar, snjómoksturstæki, vöru- og sendiferðabíla, ferðahýsi og önnur atvinnutæki. Rusl er ekki tínt, gangstéttir ekki sópaðar og veggjakrot ekki þrifið. Spónaplötur festar í staðinn fyrir brotnar rúður, engin hjóla- eða hlaupahjólastæði eru fyrir þau sem sækja svæðið á virkum ferðamátum. Nákvæmlega ekkert er gert til að gera svæðið aðlaðandi fyrir fólk, fyrir þau sem sækja þjónustu í Mjódd eða eiga leið þar í gegn,“ segir Sara Björg. Sara bendir á að bílastæðið sé þakið holum og iðulega fullt af vinnuvélum og vinnubílum. Vísir/Steingrímur Dúi Hún segir mörg tækifæri til staðar á svæðinu og hvetur rekstraraðila til að standa saman og þrýsta á fasteignaeigendur til úrbóta. „Við sem sækjum þjónustu í Mjóddina gerum kröfu á að þið sem eigið fasteignirnar og rekið ykkar starfsemi, hugið að okkur sem viljum sækja þjónustu í heimabyggð, hjólandi, gangandi eða akandi.“ Mjóddin er ein fjölfarnasta skiptistöð Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi Sara Björg segir þetta ákall frá íbúum svæðisins og það hafi komið skýrt fram á íbúafundi með borgarstjóra fyrir stuttu. „Íbúarnir kölluðu eftir Meiri Mjódd, betri Mjódd. Þannig er kominn tími til að eigendavettvangur Mjóddar, fasteignaeigendur taki sig saman og leggi metnað sinn í að búa til metnaðarfullt borgarumhverfi við og undir einu yfirbyggðu göngugötu landsins. Tryggið betri lýsingu við innganga, hugið að hellulögn, breikkið göngustíga, setjið fleiri örugg svæði fyrir fjölbreytta ferðamáta, fleiri bekki, meira grænt og vænna umhverfi fyrir börn. Við viljum versla í heimabyggð, halda í bestu fiskbúð austur-borgarinnar, kaupa nýbakað bakkelsi í bakaríinu, fara með föt í hreinsun, skerða lokkinn í klippingu, kaupa úr og skart í fermingargjöf eða náttföt handa betri helmingnum. Meira mannlíf og metnað í Mjódd.“ Á stoppistöðinni eru fáir staðir til að sitja á. Vísir/Steingrímur Dúi
Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Verslun Tengdar fréttir „Held að tillögu um mathöll hafi ekki verið hafnað áður í Reykjavík“ Meirihlutinn í Reykjavíkurborg felldi tillögu Sjálfstæðisflokks um að byggja mathöll í Mjódd í annað sinn í síðustu viku. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, lögðu tillöguna fram í annað sinn í umhverfis- og skipulagsráði. 22. janúar 2024 06:09 Auglýsa eftir nýjum rekstraraðilum í Mjódd Um þrjú þúsund manns fara á hverjum degi um biðstöðina í Mjódd. Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir nýjum rekstraraðila sem eigi að móta hann upp á nýtt. Gerð er krafa um opnun frá 8 til 22 og aðgengi gesta að salerni. 20. október 2023 12:31 Brunakerfi í gang í Mjódd Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna brunakerfis sem fór í gang í verslunarmiðstöðinni Mjódd í Breiðholti. Hún var rýmd á meðan aðgerðir slökkviliðs stóðu yfir. 11. júlí 2023 11:53 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
„Held að tillögu um mathöll hafi ekki verið hafnað áður í Reykjavík“ Meirihlutinn í Reykjavíkurborg felldi tillögu Sjálfstæðisflokks um að byggja mathöll í Mjódd í annað sinn í síðustu viku. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, lögðu tillöguna fram í annað sinn í umhverfis- og skipulagsráði. 22. janúar 2024 06:09
Auglýsa eftir nýjum rekstraraðilum í Mjódd Um þrjú þúsund manns fara á hverjum degi um biðstöðina í Mjódd. Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir nýjum rekstraraðila sem eigi að móta hann upp á nýtt. Gerð er krafa um opnun frá 8 til 22 og aðgengi gesta að salerni. 20. október 2023 12:31
Brunakerfi í gang í Mjódd Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna brunakerfis sem fór í gang í verslunarmiðstöðinni Mjódd í Breiðholti. Hún var rýmd á meðan aðgerðir slökkviliðs stóðu yfir. 11. júlí 2023 11:53