Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - Valur 1-1 (5-3) | Víkingur er meistari meistaranna eftir vítaspyrnukeppni Hinrik Wöhler skrifar 1. apríl 2024 21:35 Leikmenn Víkings með tvo af þremur titlum í þeirra eigu. Bikarmeistarabikarinn var ekki hafður með í myndatöku. vísir / hulda margrét Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sigur gegn Val í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn markar upphaf knattspyrnusumarsins á Íslandi og eru Víkingar meistarar meistaranna. Leikurinn endaði með jafntefli, 1-1, en Víkingur sigraði að lokum í vítaspyrnukeppni. Víkingur vann bæði deildina og bikarinn á síðasta tímabili og mættu þeir Val sem hafnaði í öðru sæti í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Það var ansi napurt á Víkingsvelli þegar leikurinn hófst og byrjaði leikurinn með látum. Gylfi Þór var í byrjunarliði Vals í fyrsta sinn. Halldór Smári sést hér í baráttunni, hann var síðar rekinn af velli. vísir / hulda margrét Víkingar komu boltanum inn í vítateig Valsmanna eftir innkast á fyrstu mínútu leiksins. Erlingur Agnarsson sendi lága sendingu inn í markteiginn þar sem Helgi Guðjónsson og Elfar Freyr Helgason voru í baráttu um boltann. Elfar Freyr renndi sér í boltann og varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið net. Heimamenn komnir yfir eftir tæplega mínútu leik. Valsmenn voru ekki lengi að svara en á 13. mínútu fékk Birkir Már Sævarsson boltann hægra megin fyrir utan vítateiginn og skaut föstu skoti sem Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, réð ekki við. Ingvar virðist hafa fipast til og misreiknað flugið á boltanum. Danijel Dejan Djuric frumsýndi nýja hárgreiðslu í kvöldvísir / hulda margrét Birkir Már klippti boltann af löngu færi yfir Ingvar Jónsson og jafnaði fyrir Valvísir / hulda margrét Víkingur byrjaði að krafti í síðari hálfleik og Pablo Punyed komst í gott færi eftir að hafa unnið boltann við vítateig Vals. Hann var kominn einn á móti Frederik Schram en markvörðurinn gerði vel og kom í veg fyrir mark. Víkingur fékk annað hættulegt færi á 55. mínútu leiksins þegar Danijel Djuric var aleinn inn í markteig Vals. Danijel skallaði boltann en Frederik Schram í marki Valsmanna varði meistaralega af stuttu færi. Á 60. mínútu fékk Halldór Smári Sigurðsson rautt spjald eftir að hafa farið í tveggja fóta tæklingu og Lúkas Logi Heimisson lá óvígur eftir. Halldór hafði fengið gult spjald í fyrri hálfleik og fékk réttilega að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Halldór Smári fékk að fjúka af velli í seinni hálfleikvísir / hulda margrét Markvarðaþjálfari Víkings, Hajrudin Cardaklija, fékk rautt á bekknum fyrir mótmæli.vísir / hulda margrét Þrátt fyrir að vera einum fleiri síðasta hálftímann náðu gestirnir frá Hlíðarenda ekki að nýta sér muninn. Víkingar þéttu raðirnar í öftustu línu og leikmenn Vals náðu ekki að skapa sér álitleg færi til að ógna marki Víkinga. Leikurinn fjaraði út og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni eftir venjulegan leiktíma. Ingvar Jónsson varði vel frá Kristni Frey Sigurðssyni í fjórðu spyrnu Valsmanna og Oliver Ekroth tryggði síðan Víkingum sigurinn með að skora úr síðustu vítaspyrnu Víkinga. Heimamenn lyftu síðan bikarnum í kuldanum á Víkingsvelli fyrir framan stuðningsmenn sína. Ingvar Jónsson var hetja Víkings í kvöld vísir / hulda margrét Patrick Pedersen klikkaðivísir / hulda margrét Kristinn Freyr líkavísir / hulda margrét Oliver Ekroth tryggði Víkingi svo sigurinnvísir / hulda margrét Af hverju vann Víkingur? Víkingar hefðu vel getað bætt við öðru marki í upphafi síðari hálfleiks og voru sterkari aðilinn þangað til að Halldóri Smára var vikið af velli. Víkingar brugðust vel við þegar þeir lentu einum manni færri á 60. mínútu og héldu Valsmönnum í skefjum sem eftir lifði leiks. Hverjir stóðu upp úr? Oliver Ekroth stóð vaktina vel í vörn Víkinga líkt og öll aftasta lína Víkinga, þá sérstaklega þegar þeir voru einum færri. Birkir Már Sævarsson var sprækur fyrir gestina og skoraði glæsilegt mark í fyrri hálfleik. Frederik Schram í marki Valsmanna varði tvisvar vel í upphafi síðari hálfleiks og hélt sínum mönnum inn í leiknum þrátt fyrir að vera í brasi þegar kom að uppspili Valsmanna. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að brjóta Víkinga á bak aftur þrátt fyrir að vera einum fleiri og virtust vera hugmyndasnauðir á síðasta þriðjung vallarins. Hvað gerist næst? Það eru aðeins fimm dagar þangað til að Besta deild karla hefst og er opnunarleikur deildarinnar Víkingur – Stjarnan. Leikurinn fer fram laugardaginn 6. apríl kl 19:15. Sólarhring síðar mæta Valsmenn til leiks og fá nýliða ÍA í heimsókn á N1-völlinn. Víkingur Reykjavík Valur Besta deild karla Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Bjarni mættur í Val og segir komu Gylfa hafa skipt máli Bjarni Mark Duffield er mættur heim til Íslands úr atvinnumennsku í Noregi og mun spila á miðjunni með Valsmönnum í sumar, í Bestu deildinni í fótbolta. 1. apríl 2024 13:19 Sjáðu mörkin úr úrslitaleik Breiðabliks og Vals Valur lagði Breiðablik 2-1 í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu fyrr í dag en öll þrjú mörkin komu áður en 26 mínútur voru komnar á vallarklukkuna. 29. mars 2024 17:30
Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sigur gegn Val í Meistarakeppni KSÍ. Leikurinn markar upphaf knattspyrnusumarsins á Íslandi og eru Víkingar meistarar meistaranna. Leikurinn endaði með jafntefli, 1-1, en Víkingur sigraði að lokum í vítaspyrnukeppni. Víkingur vann bæði deildina og bikarinn á síðasta tímabili og mættu þeir Val sem hafnaði í öðru sæti í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Það var ansi napurt á Víkingsvelli þegar leikurinn hófst og byrjaði leikurinn með látum. Gylfi Þór var í byrjunarliði Vals í fyrsta sinn. Halldór Smári sést hér í baráttunni, hann var síðar rekinn af velli. vísir / hulda margrét Víkingar komu boltanum inn í vítateig Valsmanna eftir innkast á fyrstu mínútu leiksins. Erlingur Agnarsson sendi lága sendingu inn í markteiginn þar sem Helgi Guðjónsson og Elfar Freyr Helgason voru í baráttu um boltann. Elfar Freyr renndi sér í boltann og varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið net. Heimamenn komnir yfir eftir tæplega mínútu leik. Valsmenn voru ekki lengi að svara en á 13. mínútu fékk Birkir Már Sævarsson boltann hægra megin fyrir utan vítateiginn og skaut föstu skoti sem Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, réð ekki við. Ingvar virðist hafa fipast til og misreiknað flugið á boltanum. Danijel Dejan Djuric frumsýndi nýja hárgreiðslu í kvöldvísir / hulda margrét Birkir Már klippti boltann af löngu færi yfir Ingvar Jónsson og jafnaði fyrir Valvísir / hulda margrét Víkingur byrjaði að krafti í síðari hálfleik og Pablo Punyed komst í gott færi eftir að hafa unnið boltann við vítateig Vals. Hann var kominn einn á móti Frederik Schram en markvörðurinn gerði vel og kom í veg fyrir mark. Víkingur fékk annað hættulegt færi á 55. mínútu leiksins þegar Danijel Djuric var aleinn inn í markteig Vals. Danijel skallaði boltann en Frederik Schram í marki Valsmanna varði meistaralega af stuttu færi. Á 60. mínútu fékk Halldór Smári Sigurðsson rautt spjald eftir að hafa farið í tveggja fóta tæklingu og Lúkas Logi Heimisson lá óvígur eftir. Halldór hafði fengið gult spjald í fyrri hálfleik og fékk réttilega að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Halldór Smári fékk að fjúka af velli í seinni hálfleikvísir / hulda margrét Markvarðaþjálfari Víkings, Hajrudin Cardaklija, fékk rautt á bekknum fyrir mótmæli.vísir / hulda margrét Þrátt fyrir að vera einum fleiri síðasta hálftímann náðu gestirnir frá Hlíðarenda ekki að nýta sér muninn. Víkingar þéttu raðirnar í öftustu línu og leikmenn Vals náðu ekki að skapa sér álitleg færi til að ógna marki Víkinga. Leikurinn fjaraði út og þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni eftir venjulegan leiktíma. Ingvar Jónsson varði vel frá Kristni Frey Sigurðssyni í fjórðu spyrnu Valsmanna og Oliver Ekroth tryggði síðan Víkingum sigurinn með að skora úr síðustu vítaspyrnu Víkinga. Heimamenn lyftu síðan bikarnum í kuldanum á Víkingsvelli fyrir framan stuðningsmenn sína. Ingvar Jónsson var hetja Víkings í kvöld vísir / hulda margrét Patrick Pedersen klikkaðivísir / hulda margrét Kristinn Freyr líkavísir / hulda margrét Oliver Ekroth tryggði Víkingi svo sigurinnvísir / hulda margrét Af hverju vann Víkingur? Víkingar hefðu vel getað bætt við öðru marki í upphafi síðari hálfleiks og voru sterkari aðilinn þangað til að Halldóri Smára var vikið af velli. Víkingar brugðust vel við þegar þeir lentu einum manni færri á 60. mínútu og héldu Valsmönnum í skefjum sem eftir lifði leiks. Hverjir stóðu upp úr? Oliver Ekroth stóð vaktina vel í vörn Víkinga líkt og öll aftasta lína Víkinga, þá sérstaklega þegar þeir voru einum færri. Birkir Már Sævarsson var sprækur fyrir gestina og skoraði glæsilegt mark í fyrri hálfleik. Frederik Schram í marki Valsmanna varði tvisvar vel í upphafi síðari hálfleiks og hélt sínum mönnum inn í leiknum þrátt fyrir að vera í brasi þegar kom að uppspili Valsmanna. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk illa að brjóta Víkinga á bak aftur þrátt fyrir að vera einum fleiri og virtust vera hugmyndasnauðir á síðasta þriðjung vallarins. Hvað gerist næst? Það eru aðeins fimm dagar þangað til að Besta deild karla hefst og er opnunarleikur deildarinnar Víkingur – Stjarnan. Leikurinn fer fram laugardaginn 6. apríl kl 19:15. Sólarhring síðar mæta Valsmenn til leiks og fá nýliða ÍA í heimsókn á N1-völlinn.
Víkingur Reykjavík Valur Besta deild karla Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Bjarni mættur í Val og segir komu Gylfa hafa skipt máli Bjarni Mark Duffield er mættur heim til Íslands úr atvinnumennsku í Noregi og mun spila á miðjunni með Valsmönnum í sumar, í Bestu deildinni í fótbolta. 1. apríl 2024 13:19 Sjáðu mörkin úr úrslitaleik Breiðabliks og Vals Valur lagði Breiðablik 2-1 í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu fyrr í dag en öll þrjú mörkin komu áður en 26 mínútur voru komnar á vallarklukkuna. 29. mars 2024 17:30
Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31
Bjarni mættur í Val og segir komu Gylfa hafa skipt máli Bjarni Mark Duffield er mættur heim til Íslands úr atvinnumennsku í Noregi og mun spila á miðjunni með Valsmönnum í sumar, í Bestu deildinni í fótbolta. 1. apríl 2024 13:19
Sjáðu mörkin úr úrslitaleik Breiðabliks og Vals Valur lagði Breiðablik 2-1 í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu fyrr í dag en öll þrjú mörkin komu áður en 26 mínútur voru komnar á vallarklukkuna. 29. mars 2024 17:30
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti