Enn ósamið við tugi þúsunda opinberra starfsmanna og samningar lausir Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2024 11:50 Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM losnuðu um þessi mánaðarmót. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að það setji vonandi aukinn þunga í viðræður við ríki og sveitarfélög. Stöð 2/Arnar Kjarasamningar við aðildarfélög rúmlega fjörutíu þúsund opinberra starfsmanna runnu út nú um mánaðamótin. Formaður BSRB segir viðræðum um nýja samninga miða ágætlega en helst væri tekist á um jöfnun launa á almenna- og opinbera vinnumarkaðnum. Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM urðu lausir hinn 1. apríl. Það á því eftir að semja fyrir mikinn fjölda fólks eða 24 þúsund félagsmenn BSRB og átján þúsund félagsmenn BHM, samtals fjörutíu og tvö þúsund manns. Auk þess á eftir að semja við um 10.500 félagsmenn Kennarasambands Íslands. Samningar aðildarfélaga kennara eru hins vegar enn ekki lausir og er misjafnt eftir aðildarfélögum hvenær á árinu þeir losna. Öll þessi bandalög og aðildarfélög þeirra hafa átt í viðræðum við ríki og sveitarfélög undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að vonandi aukist þunginn í viðræðunum nú þegar samningar eru lausir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir eitt helsta ágreiningsmálið vera hvernig ljúka megi jöfnun launa á almenna og opinbera vinnumarkaðnum.Stöð 2/Arnar „Forsenda þess að viðundirritum kjarasamninga við opinbera launagreiðendur er að gengið verði frá næsta skrefi varðandi jöfnun launa milli markaða. Sömuleiðis þurfi að betrumbæta og vinna með vaktavinnuna sem við sömdum um í þar síðustu samningum. Það er heljarinnar verkefni,“ segir Sonja Ýr. Aðildarfélögin nítján innan BSRB fari fram saman í sameiginlegum málum eins og nefnd voru hér að framan ásamt styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu og öðrum smærri atriðum. „Svo verður að koma í ljós hvort þau (félögin) vilji taka sig saman heilt á litið. En eins og staðan er núna er það ekki þannig.“ Hvað er langt í land með jöfnun á milli markaða, hvernig er staðan á því máli? „Það er eins og oft áður, gæti klárast á morgun eða hinn en svo gæti það dregist yfir þó nokkuð margar vikur. Það er stundum flókið. Þetta er eins og að spá í kristalkúlu hvernig megi gera þetta með sem bestum hætti,“ segir formaður BSRB. Eins og er væri ekki farið að huga að neinum aðgerðum. Það gæti aftur á móti breyst dragist viðræður á langinn án þess að fari að sjást til lands í viðræðunum. Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM urðu lausir hinn 1. apríl. Það á því eftir að semja fyrir mikinn fjölda fólks eða 24 þúsund félagsmenn BSRB og átján þúsund félagsmenn BHM, samtals fjörutíu og tvö þúsund manns. Auk þess á eftir að semja við um 10.500 félagsmenn Kennarasambands Íslands. Samningar aðildarfélaga kennara eru hins vegar enn ekki lausir og er misjafnt eftir aðildarfélögum hvenær á árinu þeir losna. Öll þessi bandalög og aðildarfélög þeirra hafa átt í viðræðum við ríki og sveitarfélög undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að vonandi aukist þunginn í viðræðunum nú þegar samningar eru lausir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir eitt helsta ágreiningsmálið vera hvernig ljúka megi jöfnun launa á almenna og opinbera vinnumarkaðnum.Stöð 2/Arnar „Forsenda þess að viðundirritum kjarasamninga við opinbera launagreiðendur er að gengið verði frá næsta skrefi varðandi jöfnun launa milli markaða. Sömuleiðis þurfi að betrumbæta og vinna með vaktavinnuna sem við sömdum um í þar síðustu samningum. Það er heljarinnar verkefni,“ segir Sonja Ýr. Aðildarfélögin nítján innan BSRB fari fram saman í sameiginlegum málum eins og nefnd voru hér að framan ásamt styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu og öðrum smærri atriðum. „Svo verður að koma í ljós hvort þau (félögin) vilji taka sig saman heilt á litið. En eins og staðan er núna er það ekki þannig.“ Hvað er langt í land með jöfnun á milli markaða, hvernig er staðan á því máli? „Það er eins og oft áður, gæti klárast á morgun eða hinn en svo gæti það dregist yfir þó nokkuð margar vikur. Það er stundum flókið. Þetta er eins og að spá í kristalkúlu hvernig megi gera þetta með sem bestum hætti,“ segir formaður BSRB. Eins og er væri ekki farið að huga að neinum aðgerðum. Það gæti aftur á móti breyst dragist viðræður á langinn án þess að fari að sjást til lands í viðræðunum.
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00
Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20
Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20