Enn ósamið við tugi þúsunda opinberra starfsmanna og samningar lausir Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2024 11:50 Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM losnuðu um þessi mánaðarmót. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að það setji vonandi aukinn þunga í viðræður við ríki og sveitarfélög. Stöð 2/Arnar Kjarasamningar við aðildarfélög rúmlega fjörutíu þúsund opinberra starfsmanna runnu út nú um mánaðamótin. Formaður BSRB segir viðræðum um nýja samninga miða ágætlega en helst væri tekist á um jöfnun launa á almenna- og opinbera vinnumarkaðnum. Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM urðu lausir hinn 1. apríl. Það á því eftir að semja fyrir mikinn fjölda fólks eða 24 þúsund félagsmenn BSRB og átján þúsund félagsmenn BHM, samtals fjörutíu og tvö þúsund manns. Auk þess á eftir að semja við um 10.500 félagsmenn Kennarasambands Íslands. Samningar aðildarfélaga kennara eru hins vegar enn ekki lausir og er misjafnt eftir aðildarfélögum hvenær á árinu þeir losna. Öll þessi bandalög og aðildarfélög þeirra hafa átt í viðræðum við ríki og sveitarfélög undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að vonandi aukist þunginn í viðræðunum nú þegar samningar eru lausir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir eitt helsta ágreiningsmálið vera hvernig ljúka megi jöfnun launa á almenna og opinbera vinnumarkaðnum.Stöð 2/Arnar „Forsenda þess að viðundirritum kjarasamninga við opinbera launagreiðendur er að gengið verði frá næsta skrefi varðandi jöfnun launa milli markaða. Sömuleiðis þurfi að betrumbæta og vinna með vaktavinnuna sem við sömdum um í þar síðustu samningum. Það er heljarinnar verkefni,“ segir Sonja Ýr. Aðildarfélögin nítján innan BSRB fari fram saman í sameiginlegum málum eins og nefnd voru hér að framan ásamt styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu og öðrum smærri atriðum. „Svo verður að koma í ljós hvort þau (félögin) vilji taka sig saman heilt á litið. En eins og staðan er núna er það ekki þannig.“ Hvað er langt í land með jöfnun á milli markaða, hvernig er staðan á því máli? „Það er eins og oft áður, gæti klárast á morgun eða hinn en svo gæti það dregist yfir þó nokkuð margar vikur. Það er stundum flókið. Þetta er eins og að spá í kristalkúlu hvernig megi gera þetta með sem bestum hætti,“ segir formaður BSRB. Eins og er væri ekki farið að huga að neinum aðgerðum. Það gæti aftur á móti breyst dragist viðræður á langinn án þess að fari að sjást til lands í viðræðunum. Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Kjarasamningar nítján aðildarfélaga BSRB og tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM urðu lausir hinn 1. apríl. Það á því eftir að semja fyrir mikinn fjölda fólks eða 24 þúsund félagsmenn BSRB og átján þúsund félagsmenn BHM, samtals fjörutíu og tvö þúsund manns. Auk þess á eftir að semja við um 10.500 félagsmenn Kennarasambands Íslands. Samningar aðildarfélaga kennara eru hins vegar enn ekki lausir og er misjafnt eftir aðildarfélögum hvenær á árinu þeir losna. Öll þessi bandalög og aðildarfélög þeirra hafa átt í viðræðum við ríki og sveitarfélög undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að vonandi aukist þunginn í viðræðunum nú þegar samningar eru lausir. Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir eitt helsta ágreiningsmálið vera hvernig ljúka megi jöfnun launa á almenna og opinbera vinnumarkaðnum.Stöð 2/Arnar „Forsenda þess að viðundirritum kjarasamninga við opinbera launagreiðendur er að gengið verði frá næsta skrefi varðandi jöfnun launa milli markaða. Sömuleiðis þurfi að betrumbæta og vinna með vaktavinnuna sem við sömdum um í þar síðustu samningum. Það er heljarinnar verkefni,“ segir Sonja Ýr. Aðildarfélögin nítján innan BSRB fari fram saman í sameiginlegum málum eins og nefnd voru hér að framan ásamt styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu og öðrum smærri atriðum. „Svo verður að koma í ljós hvort þau (félögin) vilji taka sig saman heilt á litið. En eins og staðan er núna er það ekki þannig.“ Hvað er langt í land með jöfnun á milli markaða, hvernig er staðan á því máli? „Það er eins og oft áður, gæti klárast á morgun eða hinn en svo gæti það dregist yfir þó nokkuð margar vikur. Það er stundum flókið. Þetta er eins og að spá í kristalkúlu hvernig megi gera þetta með sem bestum hætti,“ segir formaður BSRB. Eins og er væri ekki farið að huga að neinum aðgerðum. Það gæti aftur á móti breyst dragist viðræður á langinn án þess að fari að sjást til lands í viðræðunum.
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. 25. mars 2024 12:00
Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20
Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20