Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. apríl 2024 11:37 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs. Landsmenn á leið úr páskaferðalagi hafa víða lent í vandræðum þar sem ófært eða illfært er víða um land. Enn er ófært til Seyðisfjarðar vegna óveðurs á Fjarðarheiði, fimmta daginn í röð. Þá var veginum um Öxnadalsheiði lokað á ný innan við klukkustund eftir að hann var opnaður í morgun vegna áreksturs en hann hafði þá verið lokaður í tvo daga. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir lokanirnar óþægilegar, sérstaklega á stórri ferðahelgi. „Það líður engum vel þegar allt er ófært, reyndar var hægt að keyra í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð. En það er náttúrlega líka mjög hættulegur vegur að fara um og svo eru náttúrulega Múlagöngin einbreið,“ segir Ásthildur. Hún telur að huga þurfi alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, eins og göngum á fleiri stöðum á landinu. „Það ættu að vera í það minnsta tvenn gangaverkefni í gangi á hverjum tíma og ég held að við sem þjóð ættum að ráða við það. Samgöngubætur skipta gríðarlegu máli og það hefur verið skoðað að fara í göng undir Öxnadalsheiðina sem yrðu ellefu kílómetrar og svo styttri göng, svokölluð Bakkaselsgöng sem væru 3,7 kílómetrar. Ég held að við þurfum að fara að huga að því af skynsemi, hvernig megi bæta samgöngur yfir hæsta fjallveg þjóðvegar eitt sem er Öxnadalsheiðin.“ Heiðin of oft lokuð Hún ætlist ekki til þess að slíkt sé sett í forgang og fram fyrir til að mynda göng til Seyðisfjarðar, en telur að huga ætti að því að setja verkefni í einkaframkvæmd til þess að hraða uppbyggingu. „Við erum búin að sjá það síðustu ár að heiðin hefur verið of oft lokuð og það hefur verið erfitt með aðföng í báðar áttir, bæði hingað og síðan suður. Og það verður að skoða þetta, þetta er þjóðvegur eitt. Þetta snýst ekki bara um hagsuni Eyfirðinga eða Þingeyinga þetta snýst um hagsmuni alls landsins.“ Samgönguslys Skagafjörður Færð á vegum Akureyri Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Landsmenn á leið úr páskaferðalagi hafa víða lent í vandræðum þar sem ófært eða illfært er víða um land. Enn er ófært til Seyðisfjarðar vegna óveðurs á Fjarðarheiði, fimmta daginn í röð. Þá var veginum um Öxnadalsheiði lokað á ný innan við klukkustund eftir að hann var opnaður í morgun vegna áreksturs en hann hafði þá verið lokaður í tvo daga. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir lokanirnar óþægilegar, sérstaklega á stórri ferðahelgi. „Það líður engum vel þegar allt er ófært, reyndar var hægt að keyra í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð. En það er náttúrlega líka mjög hættulegur vegur að fara um og svo eru náttúrulega Múlagöngin einbreið,“ segir Ásthildur. Hún telur að huga þurfi alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, eins og göngum á fleiri stöðum á landinu. „Það ættu að vera í það minnsta tvenn gangaverkefni í gangi á hverjum tíma og ég held að við sem þjóð ættum að ráða við það. Samgöngubætur skipta gríðarlegu máli og það hefur verið skoðað að fara í göng undir Öxnadalsheiðina sem yrðu ellefu kílómetrar og svo styttri göng, svokölluð Bakkaselsgöng sem væru 3,7 kílómetrar. Ég held að við þurfum að fara að huga að því af skynsemi, hvernig megi bæta samgöngur yfir hæsta fjallveg þjóðvegar eitt sem er Öxnadalsheiðin.“ Heiðin of oft lokuð Hún ætlist ekki til þess að slíkt sé sett í forgang og fram fyrir til að mynda göng til Seyðisfjarðar, en telur að huga ætti að því að setja verkefni í einkaframkvæmd til þess að hraða uppbyggingu. „Við erum búin að sjá það síðustu ár að heiðin hefur verið of oft lokuð og það hefur verið erfitt með aðföng í báðar áttir, bæði hingað og síðan suður. Og það verður að skoða þetta, þetta er þjóðvegur eitt. Þetta snýst ekki bara um hagsuni Eyfirðinga eða Þingeyinga þetta snýst um hagsmuni alls landsins.“
Samgönguslys Skagafjörður Færð á vegum Akureyri Hörgársveit Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira