Tveir gígar enn virkir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2024 16:52 Gígarnir tveir séðir úr lofti. Myndin var tekin í drónaflugi Almannavarna í gærkvöldi. Hraunið sést renna úr nyrðri, stærri gígnum til suðurs. Almannavarnir Tveir gígar eru enn virkir í eldgosinu á Reykjanesskaga og er sá nyrðri stærri. Áfram mælast gildi brennisteinsdíoxíðs í kringum eldgosið og í byggð á Reykjanesskaga há. Þetta kemur fram í uppfærðri tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gasmengun berist til norðurs og norðvesturs í dag og gæti mengunar orðið vart í Vogum, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Eldgosið haldi áfram eins og undanfarna daga. Nyrðri gígurinn sé stærri og virðist megnið af hraunflæðinu koma frá honum. Hraun renni þá áfram til suðurs frá gígunum ofan á hraunbreiðu sem myndaðist fyrstu daga eldgossins. Í gærkvöldi hafi engin greinileg merki verið um framrás hrauns við varnargarðana norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu. Þá kemur fram að á bylgjuvíxlmynd, sem sýni aflögun á tímabilinu 18. mars til 3. apríl, sjáist að land hafi risið um þrjá sentímetra á tímabilinu. Það sé töluvert hægara landris en mældist fyrir þau eldgos eða kvikuhlaup sem orðið hafa á síðustu mánuðum. „Út frá GPS mælingum á sama tímabili virðist hraði landrissins hafa verið breytilegur en erfitt getur veriðað meta breytingar frá degi til dags út frá þeim. Ef horft er á GPS mælingar yfir allt tímabilið sem bylgjuvíxlmyndin sýnir sést að samræmi er í niðurstöðum beggja mælinga,“ segir á vef Veðurstofunnar. „Landris mælist í Svartsengi á meðan eldgosinu stendur en það hefur ekki sést í þeim atburðum sem hafa orðið á síðustu mánuðum á Sundhnúksgígaröðinni. Það er vísbending um að kerfið sé opið og kvika streymi áfram af miklu dýpi undir Svartsengi og þaðan til yfirborðs í Sundhnúksgígaröðinni.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Funda um opnun Bláa lónsins í fyrramálið Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum fundaði með forsvarsmönnum Bláa lónsins í dag og mun gera það aftur í fyrramálið til að taka ákvörðun um starfsemi lónsins. Hættuleg gasmengun hefur komið í veg fyrir opnun lónsins frá því að eldgos hófst á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. 4. apríl 2024 16:01 Af neyðarstigi á hættustig vegna eldgossins Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga. 3. apríl 2024 21:40 Ekkert ferðamannagos Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðamönnum verði ekki hleypt að gosstöðvunum við Sundhnúk á næstunni. Nokkur áhugi er meðal ferðamanna að komast að gosinu. Þeir hafa bókað til þess þyrluferðir og verið snúið við þegar þeir hafa reynt að komast inn á lokað svæði. 3. apríl 2024 21:31 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærðri tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að gasmengun berist til norðurs og norðvesturs í dag og gæti mengunar orðið vart í Vogum, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Eldgosið haldi áfram eins og undanfarna daga. Nyrðri gígurinn sé stærri og virðist megnið af hraunflæðinu koma frá honum. Hraun renni þá áfram til suðurs frá gígunum ofan á hraunbreiðu sem myndaðist fyrstu daga eldgossins. Í gærkvöldi hafi engin greinileg merki verið um framrás hrauns við varnargarðana norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu. Þá kemur fram að á bylgjuvíxlmynd, sem sýni aflögun á tímabilinu 18. mars til 3. apríl, sjáist að land hafi risið um þrjá sentímetra á tímabilinu. Það sé töluvert hægara landris en mældist fyrir þau eldgos eða kvikuhlaup sem orðið hafa á síðustu mánuðum. „Út frá GPS mælingum á sama tímabili virðist hraði landrissins hafa verið breytilegur en erfitt getur veriðað meta breytingar frá degi til dags út frá þeim. Ef horft er á GPS mælingar yfir allt tímabilið sem bylgjuvíxlmyndin sýnir sést að samræmi er í niðurstöðum beggja mælinga,“ segir á vef Veðurstofunnar. „Landris mælist í Svartsengi á meðan eldgosinu stendur en það hefur ekki sést í þeim atburðum sem hafa orðið á síðustu mánuðum á Sundhnúksgígaröðinni. Það er vísbending um að kerfið sé opið og kvika streymi áfram af miklu dýpi undir Svartsengi og þaðan til yfirborðs í Sundhnúksgígaröðinni.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Funda um opnun Bláa lónsins í fyrramálið Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum fundaði með forsvarsmönnum Bláa lónsins í dag og mun gera það aftur í fyrramálið til að taka ákvörðun um starfsemi lónsins. Hættuleg gasmengun hefur komið í veg fyrir opnun lónsins frá því að eldgos hófst á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. 4. apríl 2024 16:01 Af neyðarstigi á hættustig vegna eldgossins Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga. 3. apríl 2024 21:40 Ekkert ferðamannagos Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðamönnum verði ekki hleypt að gosstöðvunum við Sundhnúk á næstunni. Nokkur áhugi er meðal ferðamanna að komast að gosinu. Þeir hafa bókað til þess þyrluferðir og verið snúið við þegar þeir hafa reynt að komast inn á lokað svæði. 3. apríl 2024 21:31 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Funda um opnun Bláa lónsins í fyrramálið Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum fundaði með forsvarsmönnum Bláa lónsins í dag og mun gera það aftur í fyrramálið til að taka ákvörðun um starfsemi lónsins. Hættuleg gasmengun hefur komið í veg fyrir opnun lónsins frá því að eldgos hófst á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. 4. apríl 2024 16:01
Af neyðarstigi á hættustig vegna eldgossins Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga. 3. apríl 2024 21:40
Ekkert ferðamannagos Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ferðamönnum verði ekki hleypt að gosstöðvunum við Sundhnúk á næstunni. Nokkur áhugi er meðal ferðamanna að komast að gosinu. Þeir hafa bókað til þess þyrluferðir og verið snúið við þegar þeir hafa reynt að komast inn á lokað svæði. 3. apríl 2024 21:31