Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 12:10 Katrín segir afsögn sína veita Vinstri grænum svigrúm til breytinga. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. Klippa: Forsætisráðherra sáttur við að hætta í stjórnmálum Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í dag var Katrín spurð út í það hvort hún gengi sátt úr ríkisstjórninni og hlutverki sínu sem forsætisráðherra. Flokkurinn væri jafnvel að mælast úti af þingi og útlit fyrir það að hún sjálf næði ekki einu sinni sæti miðað við nýjustu skoðanakannanir. „Flokkurinn hefur oft og iðulega sveiflast í skoðanakönnunum. Hann var líka á leiðinni út af þingi þegar ég tók við sem formaður. Þannig það eru ekki skoðanakannanirnar sem ráða för í þessu,“ segir Katrín. „Ég held hins vegar að þetta sé heilmikið tækifæri fyrir minn flokk að fá svigrúm til að gera ákveðnar breytingar. Ég trúi því að það verði ákveðið heillaspor fyrir VG,“ bætir hún við. Telur sig hafa gert sitt besta í erfiðum aðstæðum Hún segir að í stjórnmálum komi aldrei sá dagur að maður geti sagst hafa afrekað allt sem maður ætlaði sér. Katrín segist samt sem áður vera ánægð með tíð sína í embættinu. „Ég horfi tilbaka og tel að ég hafi gert mitt besta í oft mjög erfiðum aðstæuðum. Og það er tilfinning sem ég er mjög sátt við,“ segir Katrín. Aðspurð um hverju hún væri stoltust af á embættistíð sinni talaði hún um viðbrögð Íslands við heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Ég ætla að segja það, út af því að ég nefndi hér heimsfaraldur. Þó að það hafi nú ekki verið umbeðið verkefni. Sannanlega ekki. Þá held ég að við Íslendingar getum verið mjög stolt af okkur öllum hvernig við tókumst á við það verkefni sameiginlega. Bæði út frá því að vernda líf og heilsu fólks og líka verja samfélagið og efnahaginn,“ segir Katrín. Hvað syrgirðu mest? „Ég er nú bara þeirrar gerðar að ég er ekki kona eftirsjár. Það eru alltaf verkefni, þeim er aldrei lokið. En það hefur lítið upp á sig að vera að sjá eftir því.“ Enginn ómissandi í stjórnmálum Tal barst að gagnrýni grasrótar Vinstri grænna á starf flokksins síðustu ár. Grasrótin hafi yfirgefið flokkinn og vinstri prinsippin ekki haldið, segir Kristján. Katrín segir hins vegar allar ákvarðanir flokksins hafa verið teknar í samráði við grasrótina. „Stjórnmálahreyfingar eru fólkið sem í þeim er. Þær taka sínar ákvarðanir og allar okkar ákvarðanir hafa verið teknar með aðkomu grasrótarinnar. Það er auðvitað hennar að ákveða hvert skuli halda,“ segir hún. „Það er náttúrlega þannig að enginn er ómissandi í stjórnmálum frekar en í nokkru öðru. Það er ágætt að horfast í augu við það. Ég held að bæði Alþingi, ríkisstjórn og mín stjórnmálahreyfing geti lifað góðu lífi þó að ég sé ekki þar.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vaktin: Katrín fer á Bessastaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7. apríl 2024 10:34 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Klippa: Forsætisráðherra sáttur við að hætta í stjórnmálum Í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í dag var Katrín spurð út í það hvort hún gengi sátt úr ríkisstjórninni og hlutverki sínu sem forsætisráðherra. Flokkurinn væri jafnvel að mælast úti af þingi og útlit fyrir það að hún sjálf næði ekki einu sinni sæti miðað við nýjustu skoðanakannanir. „Flokkurinn hefur oft og iðulega sveiflast í skoðanakönnunum. Hann var líka á leiðinni út af þingi þegar ég tók við sem formaður. Þannig það eru ekki skoðanakannanirnar sem ráða för í þessu,“ segir Katrín. „Ég held hins vegar að þetta sé heilmikið tækifæri fyrir minn flokk að fá svigrúm til að gera ákveðnar breytingar. Ég trúi því að það verði ákveðið heillaspor fyrir VG,“ bætir hún við. Telur sig hafa gert sitt besta í erfiðum aðstæðum Hún segir að í stjórnmálum komi aldrei sá dagur að maður geti sagst hafa afrekað allt sem maður ætlaði sér. Katrín segist samt sem áður vera ánægð með tíð sína í embættinu. „Ég horfi tilbaka og tel að ég hafi gert mitt besta í oft mjög erfiðum aðstæuðum. Og það er tilfinning sem ég er mjög sátt við,“ segir Katrín. Aðspurð um hverju hún væri stoltust af á embættistíð sinni talaði hún um viðbrögð Íslands við heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Ég ætla að segja það, út af því að ég nefndi hér heimsfaraldur. Þó að það hafi nú ekki verið umbeðið verkefni. Sannanlega ekki. Þá held ég að við Íslendingar getum verið mjög stolt af okkur öllum hvernig við tókumst á við það verkefni sameiginlega. Bæði út frá því að vernda líf og heilsu fólks og líka verja samfélagið og efnahaginn,“ segir Katrín. Hvað syrgirðu mest? „Ég er nú bara þeirrar gerðar að ég er ekki kona eftirsjár. Það eru alltaf verkefni, þeim er aldrei lokið. En það hefur lítið upp á sig að vera að sjá eftir því.“ Enginn ómissandi í stjórnmálum Tal barst að gagnrýni grasrótar Vinstri grænna á starf flokksins síðustu ár. Grasrótin hafi yfirgefið flokkinn og vinstri prinsippin ekki haldið, segir Kristján. Katrín segir hins vegar allar ákvarðanir flokksins hafa verið teknar í samráði við grasrótina. „Stjórnmálahreyfingar eru fólkið sem í þeim er. Þær taka sínar ákvarðanir og allar okkar ákvarðanir hafa verið teknar með aðkomu grasrótarinnar. Það er auðvitað hennar að ákveða hvert skuli halda,“ segir hún. „Það er náttúrlega þannig að enginn er ómissandi í stjórnmálum frekar en í nokkru öðru. Það er ágætt að horfast í augu við það. Ég held að bæði Alþingi, ríkisstjórn og mín stjórnmálahreyfing geti lifað góðu lífi þó að ég sé ekki þar.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vaktin: Katrín fer á Bessastaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7. apríl 2024 10:34 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Vaktin: Katrín fer á Bessastaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37
Funda stíft og reyna að semja áður en Katrín biðst lausnar Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að funda um framtíð stjórnarsamstarfsins í dag. Leiðtogarnir funduðu fram á kvöld í gær eftir stíf fundahöld bróðurpart dagsins. 7. apríl 2024 10:34
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?