Við fjöllum einnig um stríðið á Gasa, sem hefur nú staðið yfir í sex mánuði. Ísraelsher segist hafa dregið úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa en óljóst er hvaða þýðingu það hefur. Móðir á Gasa, sem eignaðist dóttur sína á fyrsta degi stríðs, segir átökin hafa rænt hana gleðinni yfir fæðingu dótturinnar.
Við sýnum einnig frá fyrsta framboðsfundi Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra sem bauð sig fram til forseta Íslands í dag og ræðum við hana í beinni útsendingu. Þá hittum við sérstaka upplýsingatæknihunda sem tekið hafa til starfa í Belgíu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2: