Sameiginleg gildi með morðingjum Hjálmtýr Heiðdal skrifar 8. apríl 2024 07:01 Það er tvennt sem vekur upp spurningar hjá mér þegar ýmsir ráðamenn Vesturlanda ræða málefni Ísraels og Palestínu. Iðuleg lýsa þessir aðilar því yfir að í samskiptum og afstöðu gagnvart Ísrael séu „sameiginleg gildi“ (e. shared values) að verki - og svo er sífellt fullyrt að Ísrael sé lýðræðisríki sem hefur rétt til að verja sig. Bandarískir stuðningmenn Ísraels segja þjóðirnar deila sömu grunngildum. Hér eru þau talin upp: „jafnrétti, frelsi, lýðræði, fjölhyggju og réttarríki. Bandaríkin og Ísrael deila hagsmunum í því að hindra stríð, stuðla að stöðugleika og skapa varanlegan frið. Ísrael er áreiðanlegur bandamaður Bandaríkjanna, studdur af öflugu réttarkerfi, frjálsum og sanngjörnum kosningum og fullum atkvæðisrétti fyrir alla þegna sína.“ (Lýsing frá AIPAC- stærstu samtök síonista í BNA). Ursula von der Leyen framkvæmdastjóri ESB segir Evrópu og Ísrael eiga „sameiginlega menningu og gildi„ og að „frelsi Ísraels sé frelsi Evrópu“ og ennfremur að Ísrael sé “öflugt lýðræðisríki“. Allir sem þekkja til mála í Ísrael vita að þar ríkir ekki lýðræði, ekki jafnrétti, ekki fjölhyggja, og ekki réttarríki. Ennfremur er Ísrael árásaraðili, en slík ríki hindra ekki stríð og skapa því engan frið og Ísrael er í raun að verja landránið og kúgunina. Hið sanna um ísraelskt lýðræði er t.d. að í Ísrael er nær fjórðungur landsmanna útilokaður frá búsetu á 93% landsins, að um 20 lagabálkar mismuna íbúum eftir uppruna og trú. Enda er skráð í grunnlög Ísraels að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis ...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Þ.e.að um 75% löglegra íbúa eiga allan rétt og 25% eru annarsflokks borgarar í ríki þar sem þeir greiða sín gjöld en njóta ekki sömu réttinda og meirihlutinn af því að þeir eru ekki af réttum uppruna. Ekkert raunverulegt lýðræðisríki skráir slík ákvæði í sinni stjórnarskrá. Hver eru þá hin sameiginlegu gildi sem stjórnmálamönnum verður svo tíðrætt um? Felst ekki í þeim orðum að þeir sem telja sig eiga sameiginleg gildi með Ísrael séu andstæðingar lýðræðis og mannréttinda? Sýna ekki gjörðir þeirra og stuðningur við þjóðarmorð nákvæmlega þetta? Hér blasir nefnilega við ástæða þess að Ísrael kemst upp með þjóðarmorð án þess að leiðandi ríki Vesturlanda bregðist við og beiti Ísrael refsingum. Í 75 ár hefur Ísrael án viðurlaga kúgað Palestínumenn, stolið landi þeirra, drepið leiðtogana og síðan ráðist á Gaza með þeim afleiðingum sem nú blasa við heimsbyggðinni. Fjöldi stjórnmálamanna á Vesturlöndum, þ.á.m. íslenskir stjórnmálamenn, hafa í áratugi haldið hlífiskyldi yfir glæpum síonista og stutt þá pólitískt auk fjármuna- og vopnasendinga. Með samstöðu með Ísrael hafa þeir kastað fyrir róða því kerfi samninga og sáttmála sem alþjóðasamfélagið hefur leitast við að byggja upp frá lokum heimstyrjaldarinnar 1945. Afstaða Alþjóðadómstólsins og Öryggisráðsins er hundsuð þegar það hentar í þágu Ísraels. Ýmsir ráðamenn Vesturlanda hafa orðið áhyggjur af stöðu sinni eftir að Alþjóðadómstóllinn lagði fram bráðabirgðaúrskurð þar sem segir að þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza. Ísrael hefur alls ekki dregið úr hernaði sínum heldur hert árásirnar og unnið skipulega að því að hindra hjálparstarf. Þeir drepa nú eitt barn á Gaza með sprengjum eða hungri, á fimmtán mínútna fresti. Það blasir við að þeir stjórnmálamenn sem hafa stutt Ísrael pólitískt og með vopnasendingum verða dæmdir fyrir þátttöku í þjóðamorði – eða að fyrir að hafa ekki hindrað þjóðarmorð sem þeim ber skv. Sáttmálanum um þjóðarmorð. Og þeir munu ekki að sleppa frá þeirri ábyrgð. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Það er tvennt sem vekur upp spurningar hjá mér þegar ýmsir ráðamenn Vesturlanda ræða málefni Ísraels og Palestínu. Iðuleg lýsa þessir aðilar því yfir að í samskiptum og afstöðu gagnvart Ísrael séu „sameiginleg gildi“ (e. shared values) að verki - og svo er sífellt fullyrt að Ísrael sé lýðræðisríki sem hefur rétt til að verja sig. Bandarískir stuðningmenn Ísraels segja þjóðirnar deila sömu grunngildum. Hér eru þau talin upp: „jafnrétti, frelsi, lýðræði, fjölhyggju og réttarríki. Bandaríkin og Ísrael deila hagsmunum í því að hindra stríð, stuðla að stöðugleika og skapa varanlegan frið. Ísrael er áreiðanlegur bandamaður Bandaríkjanna, studdur af öflugu réttarkerfi, frjálsum og sanngjörnum kosningum og fullum atkvæðisrétti fyrir alla þegna sína.“ (Lýsing frá AIPAC- stærstu samtök síonista í BNA). Ursula von der Leyen framkvæmdastjóri ESB segir Evrópu og Ísrael eiga „sameiginlega menningu og gildi„ og að „frelsi Ísraels sé frelsi Evrópu“ og ennfremur að Ísrael sé “öflugt lýðræðisríki“. Allir sem þekkja til mála í Ísrael vita að þar ríkir ekki lýðræði, ekki jafnrétti, ekki fjölhyggja, og ekki réttarríki. Ennfremur er Ísrael árásaraðili, en slík ríki hindra ekki stríð og skapa því engan frið og Ísrael er í raun að verja landránið og kúgunina. Hið sanna um ísraelskt lýðræði er t.d. að í Ísrael er nær fjórðungur landsmanna útilokaður frá búsetu á 93% landsins, að um 20 lagabálkar mismuna íbúum eftir uppruna og trú. Enda er skráð í grunnlög Ísraels að: „Ísraelsríki er þjóðarheimili gyðingaþjóðarinnar, þar sem hún nýtir sér sinn eðlilega [natural], menningarlega, trúarlega og sögulega rétt til sjálfræðis ...Rétturinn til að iðka þjóðlegt sjálfræði í ríkinu Ísrael er eingöngu fyrir gyðingaþjóðina.“ Þ.e.að um 75% löglegra íbúa eiga allan rétt og 25% eru annarsflokks borgarar í ríki þar sem þeir greiða sín gjöld en njóta ekki sömu réttinda og meirihlutinn af því að þeir eru ekki af réttum uppruna. Ekkert raunverulegt lýðræðisríki skráir slík ákvæði í sinni stjórnarskrá. Hver eru þá hin sameiginlegu gildi sem stjórnmálamönnum verður svo tíðrætt um? Felst ekki í þeim orðum að þeir sem telja sig eiga sameiginleg gildi með Ísrael séu andstæðingar lýðræðis og mannréttinda? Sýna ekki gjörðir þeirra og stuðningur við þjóðarmorð nákvæmlega þetta? Hér blasir nefnilega við ástæða þess að Ísrael kemst upp með þjóðarmorð án þess að leiðandi ríki Vesturlanda bregðist við og beiti Ísrael refsingum. Í 75 ár hefur Ísrael án viðurlaga kúgað Palestínumenn, stolið landi þeirra, drepið leiðtogana og síðan ráðist á Gaza með þeim afleiðingum sem nú blasa við heimsbyggðinni. Fjöldi stjórnmálamanna á Vesturlöndum, þ.á.m. íslenskir stjórnmálamenn, hafa í áratugi haldið hlífiskyldi yfir glæpum síonista og stutt þá pólitískt auk fjármuna- og vopnasendinga. Með samstöðu með Ísrael hafa þeir kastað fyrir róða því kerfi samninga og sáttmála sem alþjóðasamfélagið hefur leitast við að byggja upp frá lokum heimstyrjaldarinnar 1945. Afstaða Alþjóðadómstólsins og Öryggisráðsins er hundsuð þegar það hentar í þágu Ísraels. Ýmsir ráðamenn Vesturlanda hafa orðið áhyggjur af stöðu sinni eftir að Alþjóðadómstóllinn lagði fram bráðabirgðaúrskurð þar sem segir að þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza. Ísrael hefur alls ekki dregið úr hernaði sínum heldur hert árásirnar og unnið skipulega að því að hindra hjálparstarf. Þeir drepa nú eitt barn á Gaza með sprengjum eða hungri, á fimmtán mínútna fresti. Það blasir við að þeir stjórnmálamenn sem hafa stutt Ísrael pólitískt og með vopnasendingum verða dæmdir fyrir þátttöku í þjóðamorði – eða að fyrir að hafa ekki hindrað þjóðarmorð sem þeim ber skv. Sáttmálanum um þjóðarmorð. Og þeir munu ekki að sleppa frá þeirri ábyrgð. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun