Kjósum ekki Crassus Arnaldur Bárðarson skrifar 8. apríl 2024 08:15 Ég fór í tiltekt. Fyrir eitthvert ótrúlegt hirðuleysi hef ég verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í áratugi. Ég hef aðgerðarlaust horft upp á margvíslega spillingu dafna í íslensku samfélagi. Eignir skipta um hendur. Sjóðir um vasa og einn græðir á annars nauð. Ég hef leyft flokksaðild minni að liggja eins og draslið í geymslunni sem ég nenni ekki að henda. En nú sagði ég mig úr flokknum sem ég hef hvort eð er aldrei átt samleið með. Verst að ég á samleið með fáum flokkum. Ég er víst einfari og þá utan flokka maður eða jafnvel utangarðsmaður. En ég fagna tiltektinni og finnst ég á einhvern hátt frjáls eins og þegar ég hendi úr geymslunni því sem aldrei er notað og engum gagnast. Ég hef gríðarlega mikið vantraust á fólki í stjórnmálum. Það er eins og sálin hverfi oft frá slíku fólki og eitthvert svarthol komi í hennar stað. Ein aðalleikkona landsins er búin að gegna ýmsum hlutverkum nú síðast sem «leikstjóri» hjá flokknum sem ég var að segja skilið við. Áður lék hún ýmis hlutverk á vinstri vængnum með umhverfisáherslu. Greind og hæfileikarík hefur hún skilað sínum hlutverkum með mörgum leiksigrum. Stjórnmálastéttin öll er búin undangengin misseri að bjóða okkur almenningi upp á mörg leikverkin sem eru á pari við gríska harmleiki, drama- og gleði leikverk mestu leikskálda allra tíma. Og enn er samið nýtt handrit. Við erum flest áhorfendur en ekki þátttakendur í gleðileikunum. Miðann í leikhús fáránleikans greiðum við dýru verði. Með öfurvöxtum og álögum af öllu tagi. Við erum þöglu áhorfendurnir sem aldrei nenna að kasta ruslinu út úr geymslunni, - leikhúsinu. En sópum gólfin með tungunni í hver skipti er leikararnir kasta einhverju til okkar. Nú eru það ókeypis skólamáltíðir sem fá okkur til að sleikja útum og þegja. Marcus Licinius Crassus var rómverskur stjórnmálamaður (f. 115 f.kr) er myndaði bandalag með Júlíusi Sesar og Pompeiusi. Crassusi tókst að verða ríkasti maður sinnar tíðar og líklega allra tíma. Gegnum pólitísk ítök réði hann yfir slökkviliðinu í Róm. Hann lét slökkviliðið innheimta verndartolla og ef það gekk ekki þá brenndi hann hús og hirti svo lóðirnar og byggði á þeim aftur. Á þessu og ýmsu braski græddist mikið fé. Pólitísk spilling? Já auðvitað í hæstu hæðum. Fyrirmynd hins spillta og gráðuga. Crassus var hreinlega óstöðvandi í metnaði sínum og græðgi. Örlög hans urðu að hann fór í mikla herferð til að auka auðlegð sína. Hann beið mikinn ósigur þar sem nú er tyrkneski bærinn Harran en sagan segir að óvinir hans hafi drepið hann með að hella upp í hann bráðnu gulli. Það er táknrænt fyrir hinn ríka og gráðuga sem aldrei fær nóg. Crassus fékk meira gull en hann gat drukkið. Nú fer fyrrum forsætisráðherra í herferð til okkar að sækja umboð. Nýr metnaður. Ný leikrit og fleiri hlutverkaskipti. Hér er fetað í spor Marcusar Liciniusar Crassusar. Af vegtyllum fæst ei nóg. Ég segi: ekki kjósa stjórnmálamenn. Ekki stjórnmálafræðinga eða einhverja framagosa sem hafa verið eins og hundar í hverri herferð. Ég mun tilnefna Ásdísi Rán því ég veit fyrir hvað hún stendur. Annars hefði ég talið lang skynsamlegast að við nýttum nú tækifærið og endurnýjuðum Gamla sáttmála frá 1262 og gengum Noregskonungi á hönd. Áður var samið við Hákon gamla nú getum við samið við Hákon "hinn nýja" sem brátt verður glæstur kóngur Noregs og vonandi Íslands. Nema auðvitað við berum gætu til að velja Ásdísi Rán. En það er reyndar ólíklegt. Því við viljum alltaf Crassusana. Höfundur er prestur á Heydölum í Breiðdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég fór í tiltekt. Fyrir eitthvert ótrúlegt hirðuleysi hef ég verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í áratugi. Ég hef aðgerðarlaust horft upp á margvíslega spillingu dafna í íslensku samfélagi. Eignir skipta um hendur. Sjóðir um vasa og einn græðir á annars nauð. Ég hef leyft flokksaðild minni að liggja eins og draslið í geymslunni sem ég nenni ekki að henda. En nú sagði ég mig úr flokknum sem ég hef hvort eð er aldrei átt samleið með. Verst að ég á samleið með fáum flokkum. Ég er víst einfari og þá utan flokka maður eða jafnvel utangarðsmaður. En ég fagna tiltektinni og finnst ég á einhvern hátt frjáls eins og þegar ég hendi úr geymslunni því sem aldrei er notað og engum gagnast. Ég hef gríðarlega mikið vantraust á fólki í stjórnmálum. Það er eins og sálin hverfi oft frá slíku fólki og eitthvert svarthol komi í hennar stað. Ein aðalleikkona landsins er búin að gegna ýmsum hlutverkum nú síðast sem «leikstjóri» hjá flokknum sem ég var að segja skilið við. Áður lék hún ýmis hlutverk á vinstri vængnum með umhverfisáherslu. Greind og hæfileikarík hefur hún skilað sínum hlutverkum með mörgum leiksigrum. Stjórnmálastéttin öll er búin undangengin misseri að bjóða okkur almenningi upp á mörg leikverkin sem eru á pari við gríska harmleiki, drama- og gleði leikverk mestu leikskálda allra tíma. Og enn er samið nýtt handrit. Við erum flest áhorfendur en ekki þátttakendur í gleðileikunum. Miðann í leikhús fáránleikans greiðum við dýru verði. Með öfurvöxtum og álögum af öllu tagi. Við erum þöglu áhorfendurnir sem aldrei nenna að kasta ruslinu út úr geymslunni, - leikhúsinu. En sópum gólfin með tungunni í hver skipti er leikararnir kasta einhverju til okkar. Nú eru það ókeypis skólamáltíðir sem fá okkur til að sleikja útum og þegja. Marcus Licinius Crassus var rómverskur stjórnmálamaður (f. 115 f.kr) er myndaði bandalag með Júlíusi Sesar og Pompeiusi. Crassusi tókst að verða ríkasti maður sinnar tíðar og líklega allra tíma. Gegnum pólitísk ítök réði hann yfir slökkviliðinu í Róm. Hann lét slökkviliðið innheimta verndartolla og ef það gekk ekki þá brenndi hann hús og hirti svo lóðirnar og byggði á þeim aftur. Á þessu og ýmsu braski græddist mikið fé. Pólitísk spilling? Já auðvitað í hæstu hæðum. Fyrirmynd hins spillta og gráðuga. Crassus var hreinlega óstöðvandi í metnaði sínum og græðgi. Örlög hans urðu að hann fór í mikla herferð til að auka auðlegð sína. Hann beið mikinn ósigur þar sem nú er tyrkneski bærinn Harran en sagan segir að óvinir hans hafi drepið hann með að hella upp í hann bráðnu gulli. Það er táknrænt fyrir hinn ríka og gráðuga sem aldrei fær nóg. Crassus fékk meira gull en hann gat drukkið. Nú fer fyrrum forsætisráðherra í herferð til okkar að sækja umboð. Nýr metnaður. Ný leikrit og fleiri hlutverkaskipti. Hér er fetað í spor Marcusar Liciniusar Crassusar. Af vegtyllum fæst ei nóg. Ég segi: ekki kjósa stjórnmálamenn. Ekki stjórnmálafræðinga eða einhverja framagosa sem hafa verið eins og hundar í hverri herferð. Ég mun tilnefna Ásdísi Rán því ég veit fyrir hvað hún stendur. Annars hefði ég talið lang skynsamlegast að við nýttum nú tækifærið og endurnýjuðum Gamla sáttmála frá 1262 og gengum Noregskonungi á hönd. Áður var samið við Hákon gamla nú getum við samið við Hákon "hinn nýja" sem brátt verður glæstur kóngur Noregs og vonandi Íslands. Nema auðvitað við berum gætu til að velja Ásdísi Rán. En það er reyndar ólíklegt. Því við viljum alltaf Crassusana. Höfundur er prestur á Heydölum í Breiðdal.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun