Katrín með forskot á Baldur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2024 16:36 Sjö efstu frambjóðendurnir samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Vísir/Hjalti Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og forsætisráðherra er með 33 prósent fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og mótframbjóðandi mælist með 27 prósenta fylgi. Þetta kemur fram í glænýrri könnun um fylgi frambjóðenda í komandi forsetakosningum. Samkvæmt henni mælast Katrín og Baldur hæst: Katrín með 32,9% fylgi, Baldur með 26,7% fylgi. Þar á eftir kemur Jón Gnarr með 19,6% og Halla Tómasdóttir þar á eftir með 7,3%. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, mælist þá með 5,7% fylgi, Arnar Þór Jónsson lögmaður með 3,2% og Steinunn Ólína með 1,9%. Aðrir frambjóðendur ná ekki eins prósenta fylgi. Í þeim hópi er Ástþór Magnússon með 0,6%, Sigríður Hrund Pétursdóttir með 0,5%, Helga Þórisdóttir með 0,4%, Guðmundur Felix Grétarsson með 0,2%. Þetta er nokkur viðsnúningur frá skoðanakönnun sem gerð var 3. apríl síðastliðin af Prósent fyrir stuðningsfólk Baldurs. Þá mældist Baldur með 27% atkvæða og Katrín með 17%. Það ber þó að taka inn í myndina að Katrín var ekki búin að tilkynna framboð sitt á þeim tíma. Könnun Maskínu svöruðu 819 og fór hún fram dagana 5. til 8. apríl. Halla Hrund Logadóttir tilkynnti framboð sitt í gær, þegar langt var liðið á könnunina. Tæpur helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks kysi Katrínu Fram kemur í könnuninni að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er Katrín langvinsælust frambjóðenda. Af þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn myndu 44,2% kjósa Katrínu. 14,8% þeirra kysu Baldur, 19,9% Jón Gnarr, 7,2% Höllu Tómasdóttur og 2,8% Höllu Hrund. Katrín er jafnframt vinsælust frambjóðenda meðal kjósenda Framsóknar. Þar myndi 42,1% kjósa Katrínu, 10,4% Baldur, 11,9% Jón, 12% Höllu Tómasdóttur, og 19,4% Höllu Hrund. Katrín ber höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur meðal kjósenda sinna í VG. Þar mælist hún með 93,1% fylgi. Baldur mælist meðal þeirra með 5,1% og afgangur atkvæða skiptist milli annarra frambjóðenda. Af kjósendum Flokks fólksins myndu 16,5% kjósa Katrínu, 29% kjósa Baldur, 10,2% myndu kjósa Jón, 17,4% myndu kjósa Höllu Tómasdóttur og 5,7% Höllu Hrund. Miðflokksmenn eru einnig hrifnastir af Katrínu, sem fengi 30,9% atkvæða þeirra. Þar á eftir mælist Jón Gnarr með 28%, Baldur með 16,6%, Halla Tómasdóttir með 9,1% og Halla Hrund 3,9%. Katrín og Baldur skipta milli sín atkvæðum Jafnaðarmanna, Katrín með 34,1% og Baldur með 34,9. Jón mælist þar með 15,8%, Halla Tómasdóttir með 4,5% og Halla Hrund 5,1%. Kjósendur Sósíalista eru hrifnastir af Baldri. 40,1% þeirra myndi kjósa hann, 17,2% myndu kjósa Jón og 9,5% Höllu Tómasdóttur. Þá er Katrín langsamlega vinsælust meðal kjósenda Viðreisnar. 39,5% þeirra myndu kjósa hana, 23% Baldur, 21% Jón, 11,7% Höllu Tómasdóttur og 3,1% Höllu Hrund. Kjósendur Pírata eru langsamlegast hrifnir af Baldri, 42,2% þeirra myndu kjósa hann. Þar á eftir kemur Jón með 35,4% og svo Katrín með 12,2%. Höllu Hrund myndu 5,1% kjósenda Pírata kjósa. Fréttin hefur verið uppfærð. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 „Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8. apríl 2024 13:47 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Þetta kemur fram í glænýrri könnun um fylgi frambjóðenda í komandi forsetakosningum. Samkvæmt henni mælast Katrín og Baldur hæst: Katrín með 32,9% fylgi, Baldur með 26,7% fylgi. Þar á eftir kemur Jón Gnarr með 19,6% og Halla Tómasdóttir þar á eftir með 7,3%. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, mælist þá með 5,7% fylgi, Arnar Þór Jónsson lögmaður með 3,2% og Steinunn Ólína með 1,9%. Aðrir frambjóðendur ná ekki eins prósenta fylgi. Í þeim hópi er Ástþór Magnússon með 0,6%, Sigríður Hrund Pétursdóttir með 0,5%, Helga Þórisdóttir með 0,4%, Guðmundur Felix Grétarsson með 0,2%. Þetta er nokkur viðsnúningur frá skoðanakönnun sem gerð var 3. apríl síðastliðin af Prósent fyrir stuðningsfólk Baldurs. Þá mældist Baldur með 27% atkvæða og Katrín með 17%. Það ber þó að taka inn í myndina að Katrín var ekki búin að tilkynna framboð sitt á þeim tíma. Könnun Maskínu svöruðu 819 og fór hún fram dagana 5. til 8. apríl. Halla Hrund Logadóttir tilkynnti framboð sitt í gær, þegar langt var liðið á könnunina. Tæpur helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks kysi Katrínu Fram kemur í könnuninni að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er Katrín langvinsælust frambjóðenda. Af þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn myndu 44,2% kjósa Katrínu. 14,8% þeirra kysu Baldur, 19,9% Jón Gnarr, 7,2% Höllu Tómasdóttur og 2,8% Höllu Hrund. Katrín er jafnframt vinsælust frambjóðenda meðal kjósenda Framsóknar. Þar myndi 42,1% kjósa Katrínu, 10,4% Baldur, 11,9% Jón, 12% Höllu Tómasdóttur, og 19,4% Höllu Hrund. Katrín ber höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur meðal kjósenda sinna í VG. Þar mælist hún með 93,1% fylgi. Baldur mælist meðal þeirra með 5,1% og afgangur atkvæða skiptist milli annarra frambjóðenda. Af kjósendum Flokks fólksins myndu 16,5% kjósa Katrínu, 29% kjósa Baldur, 10,2% myndu kjósa Jón, 17,4% myndu kjósa Höllu Tómasdóttur og 5,7% Höllu Hrund. Miðflokksmenn eru einnig hrifnastir af Katrínu, sem fengi 30,9% atkvæða þeirra. Þar á eftir mælist Jón Gnarr með 28%, Baldur með 16,6%, Halla Tómasdóttir með 9,1% og Halla Hrund 3,9%. Katrín og Baldur skipta milli sín atkvæðum Jafnaðarmanna, Katrín með 34,1% og Baldur með 34,9. Jón mælist þar með 15,8%, Halla Tómasdóttir með 4,5% og Halla Hrund 5,1%. Kjósendur Sósíalista eru hrifnastir af Baldri. 40,1% þeirra myndi kjósa hann, 17,2% myndu kjósa Jón og 9,5% Höllu Tómasdóttur. Þá er Katrín langsamlega vinsælust meðal kjósenda Viðreisnar. 39,5% þeirra myndu kjósa hana, 23% Baldur, 21% Jón, 11,7% Höllu Tómasdóttur og 3,1% Höllu Hrund. Kjósendur Pírata eru langsamlegast hrifnir af Baldri, 42,2% þeirra myndu kjósa hann. Þar á eftir kemur Jón með 35,4% og svo Katrín með 12,2%. Höllu Hrund myndu 5,1% kjósenda Pírata kjósa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 „Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8. apríl 2024 13:47 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02
„Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8. apríl 2024 13:47
Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08