Máttu ekki útiloka Jóhann úr landsliðinu ótímabundið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2024 06:49 Jóhann Rúnar Skúlason. Mynd/Rut Sigurðardóttir Áfrýjunardómstóll ÍSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórn og landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga hafi verið óheimilt að vísa Jóhanni Rúnari Skúlasyni úr landsliðinu í hestaíþróttum. Frá þessu greinir Eiðfaxi. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið til staðar lagaheimildir til að útiloka áfrýjanda frá keppni án tilgreiningar á tímalengd útilokunar. Á sama tíma er ítrekað að niðurstaðan feli hvorki í sér að Jóhann hafi átt rétt á sæti í landsliðshópnum né að hann eigi slíkan rétt til framtíðar. Val á umræddum hópi sé háð ákvörðun viðeigandi aðila hverju sinni. „Dómurinn snýst fyrst og fremst um túlkun á lagatæknilegu atriði og hvort heimilt hafi verið að vísa í tiltekna lagagrein en tekur af öll tvímæli um að landsliðsþjálfari og landsliðsnefnd hafa fulla heimild til að ákveða hverjir skipa landslið hverju sinni. Það er aðal atriði dómsins og mikilvægt að hafi fengist á hreint,“ hefur Eiðfaxi eftir Guðna Halldórssyni, formanni LH. Í yfirlýsingu frá stjórn LH er ítrekað að við ákvörðun um brottvísun Jóhanns hafi verið horft til þeirrar lagagreinar sem dómurinn fjallaði um en ekki einvörðungu. Bent er á að í upphaflegri yfirlýsingu stjórnar og landsliðsnefndar hafi meðal annars sagt: „Stjórn LH telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Vísir hefur fjallað nokkuð um málið en Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Var hann þá fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á 13 ára stúlku. Ákvörðunin um að banna honum áfram þátttöku árið 2023 byggði hins vegar einnig á því að Jóhann hefði verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hestaíþróttir ÍSÍ Tengdar fréttir Frjálst að reka Jóhann úr landsliðinu vegna kynferðisbrots og hótana Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu. 20. febrúar 2024 11:36 „Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. 3. nóvember 2021 14:58 Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Sjá meira
Frá þessu greinir Eiðfaxi. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu verið til staðar lagaheimildir til að útiloka áfrýjanda frá keppni án tilgreiningar á tímalengd útilokunar. Á sama tíma er ítrekað að niðurstaðan feli hvorki í sér að Jóhann hafi átt rétt á sæti í landsliðshópnum né að hann eigi slíkan rétt til framtíðar. Val á umræddum hópi sé háð ákvörðun viðeigandi aðila hverju sinni. „Dómurinn snýst fyrst og fremst um túlkun á lagatæknilegu atriði og hvort heimilt hafi verið að vísa í tiltekna lagagrein en tekur af öll tvímæli um að landsliðsþjálfari og landsliðsnefnd hafa fulla heimild til að ákveða hverjir skipa landslið hverju sinni. Það er aðal atriði dómsins og mikilvægt að hafi fengist á hreint,“ hefur Eiðfaxi eftir Guðna Halldórssyni, formanni LH. Í yfirlýsingu frá stjórn LH er ítrekað að við ákvörðun um brottvísun Jóhanns hafi verið horft til þeirrar lagagreinar sem dómurinn fjallaði um en ekki einvörðungu. Bent er á að í upphaflegri yfirlýsingu stjórnar og landsliðsnefndar hafi meðal annars sagt: „Stjórn LH telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Vísir hefur fjallað nokkuð um málið en Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Var hann þá fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á 13 ára stúlku. Ákvörðunin um að banna honum áfram þátttöku árið 2023 byggði hins vegar einnig á því að Jóhann hefði verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, gegn þáverandi eiginkonu sinni.
Hestaíþróttir ÍSÍ Tengdar fréttir Frjálst að reka Jóhann úr landsliðinu vegna kynferðisbrots og hótana Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu. 20. febrúar 2024 11:36 „Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. 3. nóvember 2021 14:58 Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Sjá meira
Frjálst að reka Jóhann úr landsliðinu vegna kynferðisbrots og hótana Ákvörðun Landsambands hestamannafélaga um að víkja Jóhanni Rúnari Skúlasyni knapa úr landsliði Íslands í hestaíþróttum stendur. Hann á aftur á móti skýlausan rétt á að vita hve lengi eigi að útiloka hann frá landsliðinu. 20. febrúar 2024 11:36
„Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. 3. nóvember 2021 14:58
Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46