Cameron fundar með Trump í Flórída Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2024 07:23 Cameron mun funda með Trump í Flórída áður en hann heldur til Washington. epa David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, mun funda með Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, í opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Guardian segir Cameron munu hitta Trump í Flórída áður en hann heldur til Washington D.C., þar sem hann mun meðal annars ræða við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafann Jake Sullivan og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu í gær að það væri alvanalegt að ráðherrar ættu fundi með frambjóðendum stjórnarandstöðunnar en um er að ræða fyrsta fund háttsetts embættismanns Bretlands með Trump frá því að hann yfirgaf Hvíta húsið. Cameron er sagður munu freista þess á fundum sínum með Trump og ráðamönnum vestanhafs að láta ekki af stuðningi sínum við Úkraínu en fjárveitingu vegna stríðsins við Rússa er haldið í gíslingu á þinginu. Ráðherrann er einnig sagður munu ræða framtíð Atlantshafsbandalagsins en Trump hefur lýst efasemdum sínum bæði gagnvart áframhaldandi fjárstuðningi við Úkraínu og viðbrögð Bandaríkjanna við mögulegri árás á annað aðildarríki Nató. Þá er hann sagður munu leggja áherslu á að sigur á Rússum sé nauðsynlegur til að tryggja öryggi Evrópu og Bandaríkjanna. Afskipti Cameron hafa fengið misgóðar viðtökur en fyrr á þessu ári hvatti hann bandaríska þingið til að gera ekki sömu mistök og í seinni heimstyrjöldinni og sýna veikleika eins og menn gerðu gagnvart Hitler. Marjorie Taylor Greene, þingmaður og ötull stuðningsmaður Trump, brást við með því að bjóða Cameron að „kissa á sér rassinn“ og verja tíma sínum í að hafa áhyggjur af stöðu mála í eigin landi. Bretland Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Guardian segir Cameron munu hitta Trump í Flórída áður en hann heldur til Washington D.C., þar sem hann mun meðal annars ræða við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafann Jake Sullivan og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeildinni. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins sagði í yfirlýsingu í gær að það væri alvanalegt að ráðherrar ættu fundi með frambjóðendum stjórnarandstöðunnar en um er að ræða fyrsta fund háttsetts embættismanns Bretlands með Trump frá því að hann yfirgaf Hvíta húsið. Cameron er sagður munu freista þess á fundum sínum með Trump og ráðamönnum vestanhafs að láta ekki af stuðningi sínum við Úkraínu en fjárveitingu vegna stríðsins við Rússa er haldið í gíslingu á þinginu. Ráðherrann er einnig sagður munu ræða framtíð Atlantshafsbandalagsins en Trump hefur lýst efasemdum sínum bæði gagnvart áframhaldandi fjárstuðningi við Úkraínu og viðbrögð Bandaríkjanna við mögulegri árás á annað aðildarríki Nató. Þá er hann sagður munu leggja áherslu á að sigur á Rússum sé nauðsynlegur til að tryggja öryggi Evrópu og Bandaríkjanna. Afskipti Cameron hafa fengið misgóðar viðtökur en fyrr á þessu ári hvatti hann bandaríska þingið til að gera ekki sömu mistök og í seinni heimstyrjöldinni og sýna veikleika eins og menn gerðu gagnvart Hitler. Marjorie Taylor Greene, þingmaður og ötull stuðningsmaður Trump, brást við með því að bjóða Cameron að „kissa á sér rassinn“ og verja tíma sínum í að hafa áhyggjur af stöðu mála í eigin landi.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira