Hvers konar húsnæðislán hentar mér? Ingvar Ingvarsson skrifar 9. apríl 2024 15:01 Þegar sótt er um nýtt húsnæðislán, hvort sem um er að ræða fasteignakaup eða endurfjármögnun, þarf að ákveða hvers konar lán á að taka, óverðtryggt, verðtryggt eða blandað. Enn fremur þarf að velja fasta eða breytilega vexti, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir og að lokum lengd lánstímans. Fyrir fólk sem ekki lifir og hrærist í þessum efnum getur valið eðlilega verið mikill hausverkur. Mörg leitum við ráða hjá ættingjum og vinum, jafnvel á netinu og ráðin sem berast úr öllum áttum geta verið jafn ólík og þau eru mörg. Til að ná lendingu getur verið gott að byrja á að reyna að skilja þau hugtök sem um er að ræða. Hér á eftir verður farið lauslega í hvert og eitt þeirra. Verðtryggð lán fylgja svokallaðri vísitölu neysluverðs (verðbólgunni) ásamt því að bera vexti. Höfuðstóll lánsins uppfærist mánaðarlega í takt við nýja vísitölu, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Það er þó sjaldséð að vísitala neysluverðs lækki á milli mánaða en í sögulegu samhengi gerist það kannski tvisvar á ári. Vexti verðtryggðra lána er annars vegar hægt að hafa breytilega og hins vegar fasta. Breytilegir vextir fylgja vaxtatöflu bankans og geta hækkað eða lækkað í takt við hana. Verðtryggða vexti er hins vegar hægt að festa til fimm ára í senn. Þá haldast vextirnir þeir sömu yfir tímabilið en verðtryggingin er þó alltaf til staðar, en við henni er ekki hægt að hrófla á verðtryggðum lánum og því má búast við hækkandi greiðslubyrði á tímabilinu vegna verðbólgu. Óverðtryggð lán bera eingöngu vexti og eru þeir yfirleitt hærri en á verðtryggðum lánum. Hægt er að hafa vexti óverðtryggðra lána breytilega eða festa þá til þriggja eða fimm ára í senn. Sumir duttu í lukkupottinn þegar stýrivextir voru hvað lægstir og náðu að festa lán sín á afar góðum kjörum, sérstaklega ef miðað er við markaðsaðstæður í dag. Það felst nefnilega ákveðið öryggi í að festa vexti, þar sem greiðslubyrðin helst óbreytt út fastvaxtatímabilið á óverðtryggðum lánum. Á móti getur maður hins vegar lent í því að breytilegir vextir lækki niður fyrir föstu vextina og því þarf að taka það inn í ákvörðunartökuna. Blandað lán er svo þegar annars vegar er tekið verðtryggt lán og hins vegar óverðtryggt lán. Hlutfallið fer eftir hverjum og einum. Ekki þarf að skipta því jafnt heldur getur fólk stillt þetta algjörlega eftir eigin höfði, 60/40, 30/70 o.s.frv. Næsta skref er að velja á milli jafnra greiðsla eða jafnra afborgana. Jafnar greiðslur er þegar greidd er u.þ.b. sama heildarupphæð í hverjum mánuði (jafngreiðslulán). Til að byrja með fer stærstur hluti mánaðarlegra greiðslna í vexti lánsins og minni upphæð í afborganir höfuðstóls, en svo snýst það við því lengra sem líður á lánstímann. Jafnar afborganir er þegar við greiðum alltaf sömu upphæð beint inn á höfuðstólinn í hverjum mánuði. Mánaðarlegar greiðslur eru því hæstar í upphafi en lækka svo því lengra sem líður á lánstímann þar sem vaxtahluti greiðslunnar lækkar í takt við lægri höfuðstól. Að lokum þarf að ákveða lánstímann. Óverðtryggð lán er að hámarki hægt að taka til 40 ára en verðtryggð lán til 25 ára að hámarki. Fyrstu kaupendur hafa þó svigrúm til þess að taka verðtryggð lán til 40 ára, óski þeir eftir því. Þegar lánstími er valinn er gott að hafa í huga að hægt er að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að taka styttri lánstíma en hámarkið sem er í boði, ef svigrúm fyrir slíku er til staðar. Húsnæðislán eru stærsta skuldbinding flestra á lífsleiðinni og með því ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur. Við val á lánsformi þarf að hafa í huga að öll erum við ólík og greiðslugetan mismunandi. Mikilvægast er því að stilla þessa stærstu skuldbindingu eftir þörfum og greiðslugetu. Höfundur er lánastjóri húsnæðislánaþjónustu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Þegar sótt er um nýtt húsnæðislán, hvort sem um er að ræða fasteignakaup eða endurfjármögnun, þarf að ákveða hvers konar lán á að taka, óverðtryggt, verðtryggt eða blandað. Enn fremur þarf að velja fasta eða breytilega vexti, jafnar greiðslur eða jafnar afborganir og að lokum lengd lánstímans. Fyrir fólk sem ekki lifir og hrærist í þessum efnum getur valið eðlilega verið mikill hausverkur. Mörg leitum við ráða hjá ættingjum og vinum, jafnvel á netinu og ráðin sem berast úr öllum áttum geta verið jafn ólík og þau eru mörg. Til að ná lendingu getur verið gott að byrja á að reyna að skilja þau hugtök sem um er að ræða. Hér á eftir verður farið lauslega í hvert og eitt þeirra. Verðtryggð lán fylgja svokallaðri vísitölu neysluverðs (verðbólgunni) ásamt því að bera vexti. Höfuðstóll lánsins uppfærist mánaðarlega í takt við nýja vísitölu, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Það er þó sjaldséð að vísitala neysluverðs lækki á milli mánaða en í sögulegu samhengi gerist það kannski tvisvar á ári. Vexti verðtryggðra lána er annars vegar hægt að hafa breytilega og hins vegar fasta. Breytilegir vextir fylgja vaxtatöflu bankans og geta hækkað eða lækkað í takt við hana. Verðtryggða vexti er hins vegar hægt að festa til fimm ára í senn. Þá haldast vextirnir þeir sömu yfir tímabilið en verðtryggingin er þó alltaf til staðar, en við henni er ekki hægt að hrófla á verðtryggðum lánum og því má búast við hækkandi greiðslubyrði á tímabilinu vegna verðbólgu. Óverðtryggð lán bera eingöngu vexti og eru þeir yfirleitt hærri en á verðtryggðum lánum. Hægt er að hafa vexti óverðtryggðra lána breytilega eða festa þá til þriggja eða fimm ára í senn. Sumir duttu í lukkupottinn þegar stýrivextir voru hvað lægstir og náðu að festa lán sín á afar góðum kjörum, sérstaklega ef miðað er við markaðsaðstæður í dag. Það felst nefnilega ákveðið öryggi í að festa vexti, þar sem greiðslubyrðin helst óbreytt út fastvaxtatímabilið á óverðtryggðum lánum. Á móti getur maður hins vegar lent í því að breytilegir vextir lækki niður fyrir föstu vextina og því þarf að taka það inn í ákvörðunartökuna. Blandað lán er svo þegar annars vegar er tekið verðtryggt lán og hins vegar óverðtryggt lán. Hlutfallið fer eftir hverjum og einum. Ekki þarf að skipta því jafnt heldur getur fólk stillt þetta algjörlega eftir eigin höfði, 60/40, 30/70 o.s.frv. Næsta skref er að velja á milli jafnra greiðsla eða jafnra afborgana. Jafnar greiðslur er þegar greidd er u.þ.b. sama heildarupphæð í hverjum mánuði (jafngreiðslulán). Til að byrja með fer stærstur hluti mánaðarlegra greiðslna í vexti lánsins og minni upphæð í afborganir höfuðstóls, en svo snýst það við því lengra sem líður á lánstímann. Jafnar afborganir er þegar við greiðum alltaf sömu upphæð beint inn á höfuðstólinn í hverjum mánuði. Mánaðarlegar greiðslur eru því hæstar í upphafi en lækka svo því lengra sem líður á lánstímann þar sem vaxtahluti greiðslunnar lækkar í takt við lægri höfuðstól. Að lokum þarf að ákveða lánstímann. Óverðtryggð lán er að hámarki hægt að taka til 40 ára en verðtryggð lán til 25 ára að hámarki. Fyrstu kaupendur hafa þó svigrúm til þess að taka verðtryggð lán til 40 ára, óski þeir eftir því. Þegar lánstími er valinn er gott að hafa í huga að hægt er að spara sér umtalsverðar fjárhæðir með því að taka styttri lánstíma en hámarkið sem er í boði, ef svigrúm fyrir slíku er til staðar. Húsnæðislán eru stærsta skuldbinding flestra á lífsleiðinni og með því ein stærsta ákvörðun sem fólk tekur. Við val á lánsformi þarf að hafa í huga að öll erum við ólík og greiðslugetan mismunandi. Mikilvægast er því að stilla þessa stærstu skuldbindingu eftir þörfum og greiðslugetu. Höfundur er lánastjóri húsnæðislánaþjónustu hjá Íslandsbanka.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun