Tækifærin liggja á landsbyggðinni Anton Guðmundsson skrifar 10. apríl 2024 07:31 Samkvæmt nýju tölum Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 383.726 þann 1. janúar 2024 og hafði íbúum fjölgað um 8.508 frá 1. janúar 2023, eða um 2,3%. Í ný birtum tölum má sjá að 365.256 (95%) búa í byggðakjörnum og 18.470 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 244.177 íbúar (64% landsmanna) en aðeins 139.549 (36%) utan höfuðborgarsvæðis. Landsbygðin á mikið inni og búum við svo vel að vera fámenn þjóð í stóru landi. það er mikilvægt nú sem aldrei fyrr að byggja upp sterka innviði á landsbyggðinni. Tryggja þarf fólki um allt land öruggar og greiðar samgöngur og aðra þjónustu hins opinbara. Og stuðla þarf með markvissum hætti að opinber störf dreifist jafnar um landið. Landsbyggðin býður upp á aukin lífsgæði, aukin tækifæri sérstaklega fyrir ungt fólk sem hefur sótt sér þekkingu og menntun, landsbyggðin þarf á því fólki að halda. Það eru mikil lífsgæði að þurfa ekki að sitja fastur í bíl á milli staða, koma barninu sínu með skjótum hætti í leikskóla og eiga möguleika á að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Við þurfum breytta byggðastefnu sem setur byggðamál í öndvegi og leggur áherslu á jafnrétti óháð búsetu. Við þurfum að taka tillit til byggðasjónarmiða þvert á öll málefnasvið og styðja við nýsköpun og atvinnuuppbyggingu fyrirtækja og einstaklinga um allt land. Hlutfallsleg fólksfjölgun mest á Suðurnesjum og Suðurlandi Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 4.888 fleiri þann 1. janúar 2024 en fyrir ári. Það jafngildir 2,0% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurnesjum og Suðurlandi þar sem fjölgaði um 4,1% á síðasta ári. Í öðrum landshlutum var fólksfjölgun undir landsmeðaltali, á Vesturlandi fjölgaði um 2,0%, á Vestfjörðum fjölgaði um 1,0%, á Norðurlandi eystra um 1,3% og á Austurlandi um 1,9%. Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra en þar fjölgaði einungis um 47 einstaklinga eða 0,6%. 63% mannfjöldans býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu Um 63% mannfjöldans bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. janúar 2024, þ.e. samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls 239.733. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík, þar sem bjuggu 21.847 íbúar og á Akureyri og nágrenni, eða 19.847 íbúar. Alls bjuggu 22.385 einstaklingar í strjálbýli, eða 5,8% mannfjöldans, en með strjálbýli er átt við sveit eða byggðakjarna með færri en 200 íbúa. Með samvinnuhugsjónir að leiðarljósi bæði eflum við og styrkjum landsbyggðina með því að hafa trú á lífi í öllum byggðarkjörnum á Íslandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Mannfjöldi Suðurnesjabær Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýju tölum Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 383.726 þann 1. janúar 2024 og hafði íbúum fjölgað um 8.508 frá 1. janúar 2023, eða um 2,3%. Í ný birtum tölum má sjá að 365.256 (95%) búa í byggðakjörnum og 18.470 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 244.177 íbúar (64% landsmanna) en aðeins 139.549 (36%) utan höfuðborgarsvæðis. Landsbygðin á mikið inni og búum við svo vel að vera fámenn þjóð í stóru landi. það er mikilvægt nú sem aldrei fyrr að byggja upp sterka innviði á landsbyggðinni. Tryggja þarf fólki um allt land öruggar og greiðar samgöngur og aðra þjónustu hins opinbara. Og stuðla þarf með markvissum hætti að opinber störf dreifist jafnar um landið. Landsbyggðin býður upp á aukin lífsgæði, aukin tækifæri sérstaklega fyrir ungt fólk sem hefur sótt sér þekkingu og menntun, landsbyggðin þarf á því fólki að halda. Það eru mikil lífsgæði að þurfa ekki að sitja fastur í bíl á milli staða, koma barninu sínu með skjótum hætti í leikskóla og eiga möguleika á að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Við þurfum breytta byggðastefnu sem setur byggðamál í öndvegi og leggur áherslu á jafnrétti óháð búsetu. Við þurfum að taka tillit til byggðasjónarmiða þvert á öll málefnasvið og styðja við nýsköpun og atvinnuuppbyggingu fyrirtækja og einstaklinga um allt land. Hlutfallsleg fólksfjölgun mest á Suðurnesjum og Suðurlandi Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 4.888 fleiri þann 1. janúar 2024 en fyrir ári. Það jafngildir 2,0% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurnesjum og Suðurlandi þar sem fjölgaði um 4,1% á síðasta ári. Í öðrum landshlutum var fólksfjölgun undir landsmeðaltali, á Vesturlandi fjölgaði um 2,0%, á Vestfjörðum fjölgaði um 1,0%, á Norðurlandi eystra um 1,3% og á Austurlandi um 1,9%. Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra en þar fjölgaði einungis um 47 einstaklinga eða 0,6%. 63% mannfjöldans býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu Um 63% mannfjöldans bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. janúar 2024, þ.e. samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls 239.733. Næst stærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík, þar sem bjuggu 21.847 íbúar og á Akureyri og nágrenni, eða 19.847 íbúar. Alls bjuggu 22.385 einstaklingar í strjálbýli, eða 5,8% mannfjöldans, en með strjálbýli er átt við sveit eða byggðakjarna með færri en 200 íbúa. Með samvinnuhugsjónir að leiðarljósi bæði eflum við og styrkjum landsbyggðina með því að hafa trú á lífi í öllum byggðarkjörnum á Íslandi. Höfundur er formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar