„Vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2024 16:30 Viðar Örn ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár. Vísir/Sigurjón Höttur leikur í kvöld sinn fyrsta leik í úrslitakeppni í efstu deild karla í körfubolta. Það snýst allt um einvígið við Val á Egilsstöðum og þjálfari liðsins segist vera spenntur fyrir rimmunni. Höttur komst á dögunum í úrslitakeppnina í Subway-deild karla en liðið endaði í 8. sætinu eftir deildarkeppnina. Liðið mætir því deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld fer fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 20:15. Ætlar að hrista upp í hlutunum Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari liðsins og hann ætlar sér að hrista upp í úrslitakeppninni. „Það er mikil eftirvænting og spenna fyrir því að þetta byrji. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að stefna á í lengri tíma og við erum lítill klúbbur að koma inn í þessa úrslitakeppni og við ætlum okkur að hrista upp í þessu og hafa þetta spennandi,“ segir Viðar Örn og heldur áfram. Hann segist ekki vera hræddur við spennufall hjá sínum leikmönnum, að komast loks í úrslitakeppnina. „Maður veit ekkert hvernig þetta verður. Við reyndar mættum Val í undanúrslitum í bikar í fyrra og þá var eitthvað svona hrun en við tökum bara á því sem hent er í okkur.“ Sameinað Austurland Viðar segir að eftirvæntingin fyrir leiknum og einvíginu sé mikil fyrir austan. „Ég held að við séum að ná að kveikja enn meiri áhuga og það er eftirvænting eftir þessu og við vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur og við náum að gera eitthvað gott fyrir samfélagið fyrir austan.“ Aðeins einu sinni í sögu úrslitakeppninnar hefur liðið í áttunda sæti slegið út deildarmeistarana og gerðist það árið 1998 þegar ÍA sló út Grindavík. Sagan er því ekki með Hetti fyrir einvígið. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn hefja úrslitakeppnina á Stöð 2 Sport klukkan 19:30. Subway-deild karla Höttur Valur Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Höttur komst á dögunum í úrslitakeppnina í Subway-deild karla en liðið endaði í 8. sætinu eftir deildarkeppnina. Liðið mætir því deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld fer fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 20:15. Ætlar að hrista upp í hlutunum Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari liðsins og hann ætlar sér að hrista upp í úrslitakeppninni. „Það er mikil eftirvænting og spenna fyrir því að þetta byrji. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að stefna á í lengri tíma og við erum lítill klúbbur að koma inn í þessa úrslitakeppni og við ætlum okkur að hrista upp í þessu og hafa þetta spennandi,“ segir Viðar Örn og heldur áfram. Hann segist ekki vera hræddur við spennufall hjá sínum leikmönnum, að komast loks í úrslitakeppnina. „Maður veit ekkert hvernig þetta verður. Við reyndar mættum Val í undanúrslitum í bikar í fyrra og þá var eitthvað svona hrun en við tökum bara á því sem hent er í okkur.“ Sameinað Austurland Viðar segir að eftirvæntingin fyrir leiknum og einvíginu sé mikil fyrir austan. „Ég held að við séum að ná að kveikja enn meiri áhuga og það er eftirvænting eftir þessu og við vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur og við náum að gera eitthvað gott fyrir samfélagið fyrir austan.“ Aðeins einu sinni í sögu úrslitakeppninnar hefur liðið í áttunda sæti slegið út deildarmeistarana og gerðist það árið 1998 þegar ÍA sló út Grindavík. Sagan er því ekki með Hetti fyrir einvígið. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn hefja úrslitakeppnina á Stöð 2 Sport klukkan 19:30.
Subway-deild karla Höttur Valur Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira