Kirkja sem þorir Erna Kristín Stefánsdóttir og Sindri Geir Óskarsson skrifa 11. apríl 2024 10:01 Í aðdraganda biskupskjörs hafa ýmis sjónarmið komið fram, ýmist um kosti þeirra ólíku kandídata sem í boði eru, eða þá að fólk veltir hreinlega fyrir sér af hverju það sé þörf á að hafa biskup. Hvort það þurfi virkilega silkihúfu í punt embætti til að stjórna kirkjunni. Sem betur fer er það ekki lengur svo að biskup stjórni kirkjunni eða sé í forstjóra hlutverki. Biskup hefur hins vegar það mikilvæga hlutverk að vera hirðir kirkjunnar, vera leiðtogi sem setur tóninn fyrir þá stefnu sem þjóðkirkjan tekur og vera andlit þjóðkirkjunnar. Nú styttist í að nýr biskup verði kjörinn. Rúmlega 2000 manns af landinu öllu fá frá og með deginum í dag og næstu daga að velja þann biskup sem líklega mótar þjóðkirkjuna næsta áratuginn ef ekki lengur. Þau sem að valinu koma verða að horfa fram á veginn og eftir að hafa kynnt okkur vel þau þrjú sem eru í kjöri erum við sannfærð um að Guðrún Karls Helgudóttir sé sá biskup sem kirkjan þarfnast. Þjóðkirkjan þarf að eiga samfylgd með þjóðinni og því mikilvægt að huga að því hvernig við viljum að kirkjan birtist fólki og hvernig við þjónum fólkinu í landinu sem best. Kirkjan þarf því biskup sem er framsækinn og fær um að halda á lofti jákvæðri ásýnd kirkjunnar. Guðrún hefur sýnt að hún þorir að mæta samfélaginu eins og það er, hún notar samfélagsmiðla til að opna kirkjuna og leyfir sér að orða boðskapinn á skiljanlegri íslensku. Hún kemur til dyrana eins og hún er og brennur fyrir því að kirkjan sé samferða samfélaginu á þeirri vegferð að vaxa í kærleika og von. Það er algjörlega undir kirkjunni sjálfri komið hvort að sá dýrmæti boðskapur sem við viljum bera áfram komist til skila. Við þurfum að vera í sókn, og þar treystum við Guðrúnu til að leiða okkur. Ekki bara af því að hún hefur hæfileika og metnað til að nýta nýjar leiðir til að ná til fólks, heldur vegna þess að hún hefur ríka yfirsýn yfir málefnum kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar. Ekki síst er ljóst að hún hefur trú á kirkjunni og býr yfir þeim kjarki að vera tilbúin að mæta þeim áskorunum sem fylgja að vera kristin kirkja í samtímanum. Kristinn boðskapur er ummyndandi og á fullt erindi við íslenskt samfélag sem er klárlega andlega leitandi. En það þarf að bjóða upp á fjölbreytni í kirkjunni, við þurfum að þora að gera tilraunir, prófa okkur áfram, bjóða upp á ólíkar leiðir fyrir ólíkt fólk, það hefur Guðrún leyft sér að gera sem sóknarprestur í Grafarvogi. Ef að kirkjan á að vera trúverðug þarf hún að geta staðið með sínum boðskapi þegar á reynir. Þegar okkur mæta mannúðarkrísur, þegar samfélagið tekst á við bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, þá þarf biskup að þora að stíga fram og tala fyrir gildum Jesú Krists, kærleika, von, friði, náð og mannhelgi. Biskup þarf að vera óhræddur við að tala fyrir mannréttindum, tala fyrir friði og hvetja samfélagið til að feta friðar- og kærleiksveg. Þar vitum við að hjarta Guðrúnar er, orð hennar og verk hafa sýnt það þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir málefnum jaðarsamfélaga án þess að hika og staðið með þeim sem minna mega sín. Við þurfum biskup sem þorir, því samfélagið þarfnast kirkju sem þorir. Þorir að standa með sínum kjarnaboðskap þótt á móti blási, þorir að teygja sig í nýjar áttir og þorir að ganga í takti við samfélagið til móts við framtíðina. Friður Guðs sé með ykkur. Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur.Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda biskupskjörs hafa ýmis sjónarmið komið fram, ýmist um kosti þeirra ólíku kandídata sem í boði eru, eða þá að fólk veltir hreinlega fyrir sér af hverju það sé þörf á að hafa biskup. Hvort það þurfi virkilega silkihúfu í punt embætti til að stjórna kirkjunni. Sem betur fer er það ekki lengur svo að biskup stjórni kirkjunni eða sé í forstjóra hlutverki. Biskup hefur hins vegar það mikilvæga hlutverk að vera hirðir kirkjunnar, vera leiðtogi sem setur tóninn fyrir þá stefnu sem þjóðkirkjan tekur og vera andlit þjóðkirkjunnar. Nú styttist í að nýr biskup verði kjörinn. Rúmlega 2000 manns af landinu öllu fá frá og með deginum í dag og næstu daga að velja þann biskup sem líklega mótar þjóðkirkjuna næsta áratuginn ef ekki lengur. Þau sem að valinu koma verða að horfa fram á veginn og eftir að hafa kynnt okkur vel þau þrjú sem eru í kjöri erum við sannfærð um að Guðrún Karls Helgudóttir sé sá biskup sem kirkjan þarfnast. Þjóðkirkjan þarf að eiga samfylgd með þjóðinni og því mikilvægt að huga að því hvernig við viljum að kirkjan birtist fólki og hvernig við þjónum fólkinu í landinu sem best. Kirkjan þarf því biskup sem er framsækinn og fær um að halda á lofti jákvæðri ásýnd kirkjunnar. Guðrún hefur sýnt að hún þorir að mæta samfélaginu eins og það er, hún notar samfélagsmiðla til að opna kirkjuna og leyfir sér að orða boðskapinn á skiljanlegri íslensku. Hún kemur til dyrana eins og hún er og brennur fyrir því að kirkjan sé samferða samfélaginu á þeirri vegferð að vaxa í kærleika og von. Það er algjörlega undir kirkjunni sjálfri komið hvort að sá dýrmæti boðskapur sem við viljum bera áfram komist til skila. Við þurfum að vera í sókn, og þar treystum við Guðrúnu til að leiða okkur. Ekki bara af því að hún hefur hæfileika og metnað til að nýta nýjar leiðir til að ná til fólks, heldur vegna þess að hún hefur ríka yfirsýn yfir málefnum kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar. Ekki síst er ljóst að hún hefur trú á kirkjunni og býr yfir þeim kjarki að vera tilbúin að mæta þeim áskorunum sem fylgja að vera kristin kirkja í samtímanum. Kristinn boðskapur er ummyndandi og á fullt erindi við íslenskt samfélag sem er klárlega andlega leitandi. En það þarf að bjóða upp á fjölbreytni í kirkjunni, við þurfum að þora að gera tilraunir, prófa okkur áfram, bjóða upp á ólíkar leiðir fyrir ólíkt fólk, það hefur Guðrún leyft sér að gera sem sóknarprestur í Grafarvogi. Ef að kirkjan á að vera trúverðug þarf hún að geta staðið með sínum boðskapi þegar á reynir. Þegar okkur mæta mannúðarkrísur, þegar samfélagið tekst á við bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, þá þarf biskup að þora að stíga fram og tala fyrir gildum Jesú Krists, kærleika, von, friði, náð og mannhelgi. Biskup þarf að vera óhræddur við að tala fyrir mannréttindum, tala fyrir friði og hvetja samfélagið til að feta friðar- og kærleiksveg. Þar vitum við að hjarta Guðrúnar er, orð hennar og verk hafa sýnt það þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir málefnum jaðarsamfélaga án þess að hika og staðið með þeim sem minna mega sín. Við þurfum biskup sem þorir, því samfélagið þarfnast kirkju sem þorir. Þorir að standa með sínum kjarnaboðskap þótt á móti blási, þorir að teygja sig í nýjar áttir og þorir að ganga í takti við samfélagið til móts við framtíðina. Friður Guðs sé með ykkur. Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur.Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun