Leyndarmálin á Messenger muni síður líta dagsins ljós Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. apríl 2024 18:15 Atli Stefán heldur hér á hundinum Krumpu. Hann hvetur notendur Messenger til að samþykkja öryggisbreytinguna. vísir/einar árnason Tregða í samskiptaforritinu Messenger stafar af öryggisuppfærslu sem felur í sér dulkóðun samskipta. Þetta segir sérfræðingur sem hvetur fólk til hlaða niður forritinu í tölvunni í stað þess að nýta vafra, vilji það nota forritið snurðulaust. Messenger hefur undanfarið gert marga gráhærða. Sumir hafa lent í því að geta ekki flett upp manneskju sem viðkomandi er reglulega í sambandi við og þá virðast heilu samskiptasögurnar horfnar. Ástæðan er sú að Meta, félagið sem á Messenger, Facebook og fleiri smáforrit, keyrði nýlega í gegn öryggisbreytingu, svokallaða „end to end breytingu.“ „Þetta þýðir að skilaboðin eru ekki lengur aðgengileg starfsfólki Meta heldur ert þú, sem eigandi spjallsins, notandinn með lykil sitt hvoru megin. Þú átt gögnin og þau geta ekki komist í þau,“ segir Atli Stefán Yngvason, einn stjórnenda Tæknivarpsins. Með öryggisbreytingunni er búið að lágmarka áhættuna á stóra Facebook lekanum sem flestir óttast, enda kæmi það mörgum í vandræði ef einkasamskipti verða gerð opinber. „Þarna er verið að reyna að tryggja friðhelgi einkalífsins og gæta persónuverndar. Skilaboðin þín eru ekki bara þín persónuvernd heldur allra þeirra sem þú talar við.“ Netvafrinn oftast vandamálið Ástæða þess að Messenger hagar sér furðulega hjá sumum eftir breytinguna er sú að ekki allir sem viðkomandi notandi talar við hafa samþykkt dulkóðunina auk þess sem hún er ekki studd í öllum netvöfrum. Atli mælir með því að fólk hlaði niður Messenger smáforritinu í tölvunni í stað þess að nota það í gegnum vafra á borð við Chrome eða Safari. „Ég mæli með að fólk fari í gegnum þetta ferli og setji lykilorð sem enginn veit nema þú þannig þú sért farinn að dulkóða þína samskiptasögu.“ Með öryggisbreytingunni sé Meta einnig að tryggja að lenda ekki í skaðabótamáli leki samskipti út. „Nú ert þú með lykilinn. Þú ert með valdið þannig þú þarft að gæta þín líka. Ég mæli með að hafa þennan kóða ekki skrifaðan niður í Notes í símanum þínum.“ Þá minnir hann á að notandinn er varan þegar kemur að Messenger. „Þú ert varan þarna, það er verið að hagnast á þér og þínum upplýsingum og þá eru aðrir hagsmunir sem leiða þar. Signal er mjög gott dæmi um skilaboðaþjónustu sem er sjálfstætt starfandi og rekin af óhagnaðardrifnum samtökum sem gæta öryggis og hafa alltaf verið með dulkóðun alla leið, að minnsta kosti allt frá því að ég byrjaði að nota þjónustuna. Ég mæli eindregið með því að nota þannig þjónustur, hjá þeim sem eru ekki að reyna að selja þig einhverjum öðrum.“ Meta Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Messenger hefur undanfarið gert marga gráhærða. Sumir hafa lent í því að geta ekki flett upp manneskju sem viðkomandi er reglulega í sambandi við og þá virðast heilu samskiptasögurnar horfnar. Ástæðan er sú að Meta, félagið sem á Messenger, Facebook og fleiri smáforrit, keyrði nýlega í gegn öryggisbreytingu, svokallaða „end to end breytingu.“ „Þetta þýðir að skilaboðin eru ekki lengur aðgengileg starfsfólki Meta heldur ert þú, sem eigandi spjallsins, notandinn með lykil sitt hvoru megin. Þú átt gögnin og þau geta ekki komist í þau,“ segir Atli Stefán Yngvason, einn stjórnenda Tæknivarpsins. Með öryggisbreytingunni er búið að lágmarka áhættuna á stóra Facebook lekanum sem flestir óttast, enda kæmi það mörgum í vandræði ef einkasamskipti verða gerð opinber. „Þarna er verið að reyna að tryggja friðhelgi einkalífsins og gæta persónuverndar. Skilaboðin þín eru ekki bara þín persónuvernd heldur allra þeirra sem þú talar við.“ Netvafrinn oftast vandamálið Ástæða þess að Messenger hagar sér furðulega hjá sumum eftir breytinguna er sú að ekki allir sem viðkomandi notandi talar við hafa samþykkt dulkóðunina auk þess sem hún er ekki studd í öllum netvöfrum. Atli mælir með því að fólk hlaði niður Messenger smáforritinu í tölvunni í stað þess að nota það í gegnum vafra á borð við Chrome eða Safari. „Ég mæli með að fólk fari í gegnum þetta ferli og setji lykilorð sem enginn veit nema þú þannig þú sért farinn að dulkóða þína samskiptasögu.“ Með öryggisbreytingunni sé Meta einnig að tryggja að lenda ekki í skaðabótamáli leki samskipti út. „Nú ert þú með lykilinn. Þú ert með valdið þannig þú þarft að gæta þín líka. Ég mæli með að hafa þennan kóða ekki skrifaðan niður í Notes í símanum þínum.“ Þá minnir hann á að notandinn er varan þegar kemur að Messenger. „Þú ert varan þarna, það er verið að hagnast á þér og þínum upplýsingum og þá eru aðrir hagsmunir sem leiða þar. Signal er mjög gott dæmi um skilaboðaþjónustu sem er sjálfstætt starfandi og rekin af óhagnaðardrifnum samtökum sem gæta öryggis og hafa alltaf verið með dulkóðun alla leið, að minnsta kosti allt frá því að ég byrjaði að nota þjónustuna. Ég mæli eindregið með því að nota þannig þjónustur, hjá þeim sem eru ekki að reyna að selja þig einhverjum öðrum.“
Meta Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira