Mælum með fjölbreytni Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 09:01 Áttu eftir að mæla með til forseta? Íhugaðu hvaða vald þú hefur í hendi þér. Flestir þeir frambjóðendur sem búnir eru að ná meðmælendafjölda eru þekkt andlit, pólitískt starfandi eða úr opinberum störfum. Það eru þó umtalsvert fleiri umsækjendur sem óska eftir að komast að og þar er að finna afar hæft, hugrakkt, framsækið og skapandi fólk. Hver er ávinningurinn af því að fá fjölbreyttar raddir í sjónvarpið í maí? Stórkostlegur. Hver græðir á því að veita fólki tækifæri á að sýna sig, sanna og sækja fram? Við öll - samfélagið. Forsetakosningar eru eins og Ólympíuleikarnir, á 4 ára fresti. Hér er einstakt tækifæri til að rýna stöðu og framtíð lands og þjóðar og það er okkur öllum í hag að sem flestar ólíkar raddir heyrist. Það eru mörg krefjandi mál sem á þjóðinni brenna og sitt sýnist hverjum. Fólk af erlendum uppruna er nærri 20% þjóðarinnar. Það væri einstakt afrek ef einn einstaklingur úr þeirra hópi kæmist að. Það er ennfremur afar löng leið fyrir sjálfstætt starfandi fólk að taka þátt í þessu atvinnuviðtali – á meðan konan sem fer fyrir ríkisstofnun getur óskað eftir stuttu leyfi til að fara í framboð þá þurfti ég að ráða inn fólk í minn stað í mitt fyrirtæki fyrir rúmu hálfu ári síðan til að geta tekið þátt – og ég þurfti að tilkynna snemma um framboð til að ná vöruvitund neytenda – verða þekkt. Það er ekki hægt að ganga út úr sínu eigin fyrirtæki í stutt leyfi án þess að skaða fyrirtækið. Lifibrauðið. Raunveruleikinn. Frambjóðendur sem búa við það forskot að vera þekktir fyrir opinbera þjónustu, hafa fengið sína kynningu greidda af þjóðinni í gegnum sín góðu störf í þágu samfélagsins, og gátu farið í milliriðlakeppni í meðmælendaspretti. Hver gat safnað tilskildum 1500 meðmælendum á sem stystum tíma. Gerum okkur góða grein fyrir og verum í meðvitund um ójafnræði frambjóðenda – orsakir og afleiðingar þess. Að vera þekkt andlit er ekki hæfnisþáttur í þessu samhengi – ekkert umsækjenda hefur fyrri reynslu af því að þjóna sem forseti íslensku þjóðarinnar – eina óháða sameiginlega embætti þjóðarinnar. Samtal og virkt lýðræði færir okkur nær samvinnu og samstöðu. Með því að velja fjölbreyttar raddir og lyfta þeim upp og áfram með meðmælum – þínu lýðræðislega valdi – þá ertu að iðka það sem ég stend fyrir; lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Nýttu vald þitt til fulls, mæltu með fjölbreytni og lyftu samfélaginu upp með því að nýta þinn meðmælarétt til að koma ólíkum röddum að. Spurðu fólk í kringum þig „ertu búin/n að mæla með til forseta?“ og hvettu fólk til að taka þátt. Tækifærið til að læra, skapa nýjan farveg og hegðun er einstakt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Áttu eftir að mæla með til forseta? Íhugaðu hvaða vald þú hefur í hendi þér. Flestir þeir frambjóðendur sem búnir eru að ná meðmælendafjölda eru þekkt andlit, pólitískt starfandi eða úr opinberum störfum. Það eru þó umtalsvert fleiri umsækjendur sem óska eftir að komast að og þar er að finna afar hæft, hugrakkt, framsækið og skapandi fólk. Hver er ávinningurinn af því að fá fjölbreyttar raddir í sjónvarpið í maí? Stórkostlegur. Hver græðir á því að veita fólki tækifæri á að sýna sig, sanna og sækja fram? Við öll - samfélagið. Forsetakosningar eru eins og Ólympíuleikarnir, á 4 ára fresti. Hér er einstakt tækifæri til að rýna stöðu og framtíð lands og þjóðar og það er okkur öllum í hag að sem flestar ólíkar raddir heyrist. Það eru mörg krefjandi mál sem á þjóðinni brenna og sitt sýnist hverjum. Fólk af erlendum uppruna er nærri 20% þjóðarinnar. Það væri einstakt afrek ef einn einstaklingur úr þeirra hópi kæmist að. Það er ennfremur afar löng leið fyrir sjálfstætt starfandi fólk að taka þátt í þessu atvinnuviðtali – á meðan konan sem fer fyrir ríkisstofnun getur óskað eftir stuttu leyfi til að fara í framboð þá þurfti ég að ráða inn fólk í minn stað í mitt fyrirtæki fyrir rúmu hálfu ári síðan til að geta tekið þátt – og ég þurfti að tilkynna snemma um framboð til að ná vöruvitund neytenda – verða þekkt. Það er ekki hægt að ganga út úr sínu eigin fyrirtæki í stutt leyfi án þess að skaða fyrirtækið. Lifibrauðið. Raunveruleikinn. Frambjóðendur sem búa við það forskot að vera þekktir fyrir opinbera þjónustu, hafa fengið sína kynningu greidda af þjóðinni í gegnum sín góðu störf í þágu samfélagsins, og gátu farið í milliriðlakeppni í meðmælendaspretti. Hver gat safnað tilskildum 1500 meðmælendum á sem stystum tíma. Gerum okkur góða grein fyrir og verum í meðvitund um ójafnræði frambjóðenda – orsakir og afleiðingar þess. Að vera þekkt andlit er ekki hæfnisþáttur í þessu samhengi – ekkert umsækjenda hefur fyrri reynslu af því að þjóna sem forseti íslensku þjóðarinnar – eina óháða sameiginlega embætti þjóðarinnar. Samtal og virkt lýðræði færir okkur nær samvinnu og samstöðu. Með því að velja fjölbreyttar raddir og lyfta þeim upp og áfram með meðmælum – þínu lýðræðislega valdi – þá ertu að iðka það sem ég stend fyrir; lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Nýttu vald þitt til fulls, mæltu með fjölbreytni og lyftu samfélaginu upp með því að nýta þinn meðmælarétt til að koma ólíkum röddum að. Spurðu fólk í kringum þig „ertu búin/n að mæla með til forseta?“ og hvettu fólk til að taka þátt. Tækifærið til að læra, skapa nýjan farveg og hegðun er einstakt. Áfram Ísland! Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar