Valur bókaði flug á röngum degi: „Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 14:14 Kristófer Acox og félagar í Val fengu far til Egilsstaða með þotum Landsvirkjunar. Vísir / Hulda Margrét Vegna mistaka við flugbókun fékk Valur far til Egilsstaða með flugvélum Landsvirkjunar. Formenn félaganna sammældust ekki um það hvort Valur myndi borga ferðina. Valur mætir Hetti frá Egilsstöðum í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Valsmenn leiða einvígið 1-0 eftir öruggan heimasigur í fyrsta leik. Það flækti þó aðeins málin fyrir deildarmeistarana að þeir bókuðu flug austur til Egilsstaða á röngum degi. Þegar menn mættu upp á flugvöll í morgun kom í ljós að þeir hefðu óvart bókað flug næsta sunnudag, viku of seint. Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar, vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X. Hrós dagsins fá starfsmenn íþróttafélagsins Vals- þeir ákváðu að bóka flug körfuboltaliðsins fyrir leikinn í kvöld gegn Hetti, næsta sunnudag. Lið Vals mætti á völlinn í morgun og gripu í tómt, engin bókun. Þeir breyta þá bara þessari bókun í mánudaginn í staðin @korfuboltakvold— Gummó (@Dullarinn) April 14, 2024 „Þeim til happs, þá var árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum í gær og eru þotur að sækja starfsmenn í dag. Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir. Annars hefði beðið þeirra 8 tíma akstur fyrir leik“ skrifaði hann svo í færslu fyrir neðan. Valur flaut ekki bara með Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði ríkið alls ekki 'blæða' í þessa ferð líkt og Guðmundur hélt fram. Hann sagði mistök hafa orðið sem úrræðagóðir starfsmenn Icelandair leystu úr og Valur myndi að sjálfsögðu borga brúsann. „Það urðu einhver mistök hjá fremsta flugfélagi landsins. Einhver mistök bara eins og getur orðið, svo bjargaðist þetta bara. Landsvirkjun var að ferja vél þarna á milli og úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sáu þessa lausn fyrir okkur.“ Hvoru megin mistökin voru, hjá Val eða Icelandair, sagði Svali ekki skipta neinu máli. Málið reddaðist og liðið er á leið sinni austur, sem er fyrir öllu. „Það urðu bara mistök í bókun, skiptir engu máli hvar klúðrið var, svo bara bjargaðist það og engir eftirmálar af því. Það verða mistök og þá eru snjallir aðilar sem greiða úr því. Blessunarlega fannst leið.“ „Auðvitað er það ekki þannig“ Hann ítrekaði að Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, muni ekki bera kostnað ferðarinnar. „Landsvirkjun var alls ekki að kosta þessa ferð, það var bara flug þarna á milli og við náðum að komast með. Eins og ég sagði voru það úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sem komu með þessa lausn. Landsvirkjun kemur ekkert að þessu. Við þurfum auðvitað að borga fyrir að fara með þessari vél. Það væri vonandi og mjög gott fyrir íþróttafélög á Íslandi ef flug væru ókeypis, auðvitað er það ekki þannig, ekkert ókeypis í þessum heimi“ sagði Svali svo að lokum. Höttur Valur Subway-deild karla Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Valur mætir Hetti frá Egilsstöðum í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Valsmenn leiða einvígið 1-0 eftir öruggan heimasigur í fyrsta leik. Það flækti þó aðeins málin fyrir deildarmeistarana að þeir bókuðu flug austur til Egilsstaða á röngum degi. Þegar menn mættu upp á flugvöll í morgun kom í ljós að þeir hefðu óvart bókað flug næsta sunnudag, viku of seint. Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar, vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X. Hrós dagsins fá starfsmenn íþróttafélagsins Vals- þeir ákváðu að bóka flug körfuboltaliðsins fyrir leikinn í kvöld gegn Hetti, næsta sunnudag. Lið Vals mætti á völlinn í morgun og gripu í tómt, engin bókun. Þeir breyta þá bara þessari bókun í mánudaginn í staðin @korfuboltakvold— Gummó (@Dullarinn) April 14, 2024 „Þeim til happs, þá var árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum í gær og eru þotur að sækja starfsmenn í dag. Þeir fá að fljóta með, ríkið blæðir. Annars hefði beðið þeirra 8 tíma akstur fyrir leik“ skrifaði hann svo í færslu fyrir neðan. Valur flaut ekki bara með Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði ríkið alls ekki 'blæða' í þessa ferð líkt og Guðmundur hélt fram. Hann sagði mistök hafa orðið sem úrræðagóðir starfsmenn Icelandair leystu úr og Valur myndi að sjálfsögðu borga brúsann. „Það urðu einhver mistök hjá fremsta flugfélagi landsins. Einhver mistök bara eins og getur orðið, svo bjargaðist þetta bara. Landsvirkjun var að ferja vél þarna á milli og úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sáu þessa lausn fyrir okkur.“ Hvoru megin mistökin voru, hjá Val eða Icelandair, sagði Svali ekki skipta neinu máli. Málið reddaðist og liðið er á leið sinni austur, sem er fyrir öllu. „Það urðu bara mistök í bókun, skiptir engu máli hvar klúðrið var, svo bara bjargaðist það og engir eftirmálar af því. Það verða mistök og þá eru snjallir aðilar sem greiða úr því. Blessunarlega fannst leið.“ „Auðvitað er það ekki þannig“ Hann ítrekaði að Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, muni ekki bera kostnað ferðarinnar. „Landsvirkjun var alls ekki að kosta þessa ferð, það var bara flug þarna á milli og við náðum að komast með. Eins og ég sagði voru það úrræðagóðir starfsmenn Icelandair sem komu með þessa lausn. Landsvirkjun kemur ekkert að þessu. Við þurfum auðvitað að borga fyrir að fara með þessari vél. Það væri vonandi og mjög gott fyrir íþróttafélög á Íslandi ef flug væru ókeypis, auðvitað er það ekki þannig, ekkert ókeypis í þessum heimi“ sagði Svali svo að lokum.
Höttur Valur Subway-deild karla Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti