Opinber umræða fyrir hvern? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 15. apríl 2024 13:54 Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. Cass-skýrslan er öllum aðgengileg á netinu og er mikilvægt innlegg í faglega umræðu. Hún er tæpar 400 blaðsíður og því e.t.v. hæpið að íslenskir blaðamenn hafi haft tíma til að setja sig inn í málið og einnig er spurning hversu mikið erindi efni hennar á við almenning á Íslandi, í ljósi þess að hún fjallar um sértækt mál innan erlends heilbrigðiskerfis, sem krefst samanburðar og þekkingar á því íslenska til þess að geta sett það í samhengi svo vel sé. Í pistli sínum segir Helgi að þörf sé á opinberri umræðu á Íslandi um það með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Ég ætla að leyfa mér að vera honum fullkomlega ósammála. Opinber umræða er, eins og staðan er í málefnum trans fólks, mjög óheppilegur staður fyrir faglegar vangaveltur á sviði heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn. Eins og Hilary Cass talar um og Helgi tekur undir, þá er skautun umræðunnar mjög erfið og gerir fagfólki erfitt fyrir. Þá er gott að hafa í huga að hluti samfélagsins okkar skilur ekki ennþá hvað það þýðir að vera trans eða þekkir ekki málaflokkinn. Skautun í málaflokknum á Íslandi mun því ekki minnka með aukinni opinberri umræðu um þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu, heldur þvert á móti. Bresk stjórnmál og hatrömm umræða um málefni trans fólks þar í landi undanfarin ár eru afar gott dæmi um nákvæmlega það. Það er ekki eftirsóknarvert að feta í þau fótspor. Vangaveltur og umræða um þjónustu við trans börn, ungmenni og fullorðna eiga sér stað á hverjum einasta degi í transteymum Landspítala. Ég hvet Helga Áss til að óska eftir fundi með því fólki sem sannarlega vinnur í málaflokknum og hefur á honum sérfræðiþekkingu, hafi hann áhyggjur af velferð þessa fámenna hóps barna og ungmenna sem fá ávísað hormónabælandi lyfjum á Íslandi. Þetta er í raun mjög einfalt. Til þess að opinber umræða um sértæka heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettan hóp geti talist gagnleg þarf hún að byggja á þekkingu. Samfélagið þarf jafnframt að vera tilbúið til þess að geta tekist á við umræðuna án þess að fordómar gagnvart hópnum hafi áhrif. Það er því miður ekki staðan í dag og fagfólk stígur m.a. þess vegna varlega til jarðar í opinberri umræðu. Það gerir svo engum greiða, og þá allra síst trans börnum og ungmennum sem glíma nú þegar við fordóma samfélagsins á hverjum degi, að fólk sem veit lítið sem ekkert um málaflokkinn ræði hann opinberlega. Það er ekki ritskoðun eða þöggun, heldur almenn skynsemi. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum '78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Málefni trans fólks Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. Cass-skýrslan er öllum aðgengileg á netinu og er mikilvægt innlegg í faglega umræðu. Hún er tæpar 400 blaðsíður og því e.t.v. hæpið að íslenskir blaðamenn hafi haft tíma til að setja sig inn í málið og einnig er spurning hversu mikið erindi efni hennar á við almenning á Íslandi, í ljósi þess að hún fjallar um sértækt mál innan erlends heilbrigðiskerfis, sem krefst samanburðar og þekkingar á því íslenska til þess að geta sett það í samhengi svo vel sé. Í pistli sínum segir Helgi að þörf sé á opinberri umræðu á Íslandi um það með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Ég ætla að leyfa mér að vera honum fullkomlega ósammála. Opinber umræða er, eins og staðan er í málefnum trans fólks, mjög óheppilegur staður fyrir faglegar vangaveltur á sviði heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn. Eins og Hilary Cass talar um og Helgi tekur undir, þá er skautun umræðunnar mjög erfið og gerir fagfólki erfitt fyrir. Þá er gott að hafa í huga að hluti samfélagsins okkar skilur ekki ennþá hvað það þýðir að vera trans eða þekkir ekki málaflokkinn. Skautun í málaflokknum á Íslandi mun því ekki minnka með aukinni opinberri umræðu um þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu, heldur þvert á móti. Bresk stjórnmál og hatrömm umræða um málefni trans fólks þar í landi undanfarin ár eru afar gott dæmi um nákvæmlega það. Það er ekki eftirsóknarvert að feta í þau fótspor. Vangaveltur og umræða um þjónustu við trans börn, ungmenni og fullorðna eiga sér stað á hverjum einasta degi í transteymum Landspítala. Ég hvet Helga Áss til að óska eftir fundi með því fólki sem sannarlega vinnur í málaflokknum og hefur á honum sérfræðiþekkingu, hafi hann áhyggjur af velferð þessa fámenna hóps barna og ungmenna sem fá ávísað hormónabælandi lyfjum á Íslandi. Þetta er í raun mjög einfalt. Til þess að opinber umræða um sértæka heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettan hóp geti talist gagnleg þarf hún að byggja á þekkingu. Samfélagið þarf jafnframt að vera tilbúið til þess að geta tekist á við umræðuna án þess að fordómar gagnvart hópnum hafi áhrif. Það er því miður ekki staðan í dag og fagfólk stígur m.a. þess vegna varlega til jarðar í opinberri umræðu. Það gerir svo engum greiða, og þá allra síst trans börnum og ungmennum sem glíma nú þegar við fordóma samfélagsins á hverjum degi, að fólk sem veit lítið sem ekkert um málaflokkinn ræði hann opinberlega. Það er ekki ritskoðun eða þöggun, heldur almenn skynsemi. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum '78
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun