Hlutabréfafjárfesting er langtímafjárfesting Davíð Björnsson skrifar 17. apríl 2024 12:31 Í bréfi sem Warren Buffet skrifaði til hluthafa í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway sagði hann „America has been a terrific country for investors. All they needed to do is sit quietly, listening to no one“. Sama má segja um íslenskan hlutabréfamarkað sem hefur skilað góðri ávöxtun umfram verðbólgu ef við skoðum hlutabréfafjárfestingu sem langtímafjárfestingu líkt og eðlilegt er. Undanfarin tvö ár hafa verið þung á hlutabréfamörkuðum þar sem All-Share vísitalan (vísitala yfir öll hlutabréf á Aðalmarkaði Íslands) hefur lækkað bæði árin á meðan verðbólga og stýrivextir hafa verið á uppleið. Hefði einhver, til dæmis, í ársbyrjun 2022 fjárfest í hlutabréfasjóði sem hefur þróast í takt við All-Share vísitöluna þá væri ávöxtun í lok árs 2023 neikvæð um sem nemur 12,6% og verðbólga verið 18,0% yfir þetta tveggja ára tímabil. Rauntap fjárfestingarinnar hefði verið 25,9% og árlegt tap því 13,9% miðað við tvö ár. Þessi neikvæða þróun hefur fælt margan fjárfesti frá hlutabréfamarkaðnum Á hlutabréfamarkaði geta verið miklar sveiflur og því er nauðsynlegt að skoða ávöxtun yfir lengra tímabil. Ef við skoðum hver ávöxtun var yfir fimm ára tímabil þá hefur All-Share vísitalan hækkað um 99,8% á meðan verðbólga var 31,1% sem gerir 52,4% ávöxtun yfir verðbólgu eða að meðaltali 8,8% á ári. Svipað er uppi á teningnum ef skoðað er 10 ára tímabil þar sem meðal árs ávöxtun umfram verðbólgu hefur verið 8,0%. Til samanburðar ef við skoðum S&P 500 vísitöluna í Bandaríkjunum á tíu ára tímabilinu 2014 til 2023 þá hefur hún hækkað um 95,8% umfram verðbólgu. Þegar innlendur hlutabréfamarkaður er skoðaður í sögulegu samhengi þá er erfitt að líta framhjá atburðunum árið 2008 þegar markaðurinn hrundi og þetta gerir sögulegan samanburð við fjárfestingar erlendis erfiðan. Fjárfestar þurfa auðvitað að vega og meta áhættu af sínum fjárfestingum. Um leið er ljóst að það umhverfi sem við búum við núna er allt annað. Fjármálaregluverk hefur verið stórbætt frá því sem var og fyrirtækin sem eru skráð á markaði hér í dag af allt öðru tagi en árið 2008. Að fjárfesta í hlutabréfum fyrir sparifé sitt getur því verið góð ávöxtun umfram verðbólgu þó alltaf sé áhætta tengd fjárfestingum í hlutabréfum. Gott er að muna „að setja ekki öll eggin í sömu körfu“ og dreifa áhættu með því að velja, sem dæmi, vísitölusjóði sem reyna að fylgja úrvalsvísitölu Nasdaq Iceland. Muna svo orð Buffets, gefa fjárfestingunni tíma og þolinmæði þar sem óvissu léttir til lengri tíma og birtir til á mörkuðum. Umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar. Höfundur er greiningaraðili í verðbréfamiðlun Íslandsbanka og tekur fram að: Umfjöllun þessi er aðeins skrifuð í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Fjármálamarkaðir Íslandsbanki Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í bréfi sem Warren Buffet skrifaði til hluthafa í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway sagði hann „America has been a terrific country for investors. All they needed to do is sit quietly, listening to no one“. Sama má segja um íslenskan hlutabréfamarkað sem hefur skilað góðri ávöxtun umfram verðbólgu ef við skoðum hlutabréfafjárfestingu sem langtímafjárfestingu líkt og eðlilegt er. Undanfarin tvö ár hafa verið þung á hlutabréfamörkuðum þar sem All-Share vísitalan (vísitala yfir öll hlutabréf á Aðalmarkaði Íslands) hefur lækkað bæði árin á meðan verðbólga og stýrivextir hafa verið á uppleið. Hefði einhver, til dæmis, í ársbyrjun 2022 fjárfest í hlutabréfasjóði sem hefur þróast í takt við All-Share vísitöluna þá væri ávöxtun í lok árs 2023 neikvæð um sem nemur 12,6% og verðbólga verið 18,0% yfir þetta tveggja ára tímabil. Rauntap fjárfestingarinnar hefði verið 25,9% og árlegt tap því 13,9% miðað við tvö ár. Þessi neikvæða þróun hefur fælt margan fjárfesti frá hlutabréfamarkaðnum Á hlutabréfamarkaði geta verið miklar sveiflur og því er nauðsynlegt að skoða ávöxtun yfir lengra tímabil. Ef við skoðum hver ávöxtun var yfir fimm ára tímabil þá hefur All-Share vísitalan hækkað um 99,8% á meðan verðbólga var 31,1% sem gerir 52,4% ávöxtun yfir verðbólgu eða að meðaltali 8,8% á ári. Svipað er uppi á teningnum ef skoðað er 10 ára tímabil þar sem meðal árs ávöxtun umfram verðbólgu hefur verið 8,0%. Til samanburðar ef við skoðum S&P 500 vísitöluna í Bandaríkjunum á tíu ára tímabilinu 2014 til 2023 þá hefur hún hækkað um 95,8% umfram verðbólgu. Þegar innlendur hlutabréfamarkaður er skoðaður í sögulegu samhengi þá er erfitt að líta framhjá atburðunum árið 2008 þegar markaðurinn hrundi og þetta gerir sögulegan samanburð við fjárfestingar erlendis erfiðan. Fjárfestar þurfa auðvitað að vega og meta áhættu af sínum fjárfestingum. Um leið er ljóst að það umhverfi sem við búum við núna er allt annað. Fjármálaregluverk hefur verið stórbætt frá því sem var og fyrirtækin sem eru skráð á markaði hér í dag af allt öðru tagi en árið 2008. Að fjárfesta í hlutabréfum fyrir sparifé sitt getur því verið góð ávöxtun umfram verðbólgu þó alltaf sé áhætta tengd fjárfestingum í hlutabréfum. Gott er að muna „að setja ekki öll eggin í sömu körfu“ og dreifa áhættu með því að velja, sem dæmi, vísitölusjóði sem reyna að fylgja úrvalsvísitölu Nasdaq Iceland. Muna svo orð Buffets, gefa fjárfestingunni tíma og þolinmæði þar sem óvissu léttir til lengri tíma og birtir til á mörkuðum. Umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar. Höfundur er greiningaraðili í verðbréfamiðlun Íslandsbanka og tekur fram að: Umfjöllun þessi er aðeins skrifuð í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun