Er of mikill hiti í hleðslunni hjá þér? Ágúst Mogensen skrifar 18. apríl 2024 09:31 Við leiðum sjaldnast hugann að snúrum, en á hverju heimili má að jafnaði finna tugi metra af rafmagnssnúrum sem liggja flestar í leyni meðfram veggjum og undir húsgögnum. Þó þær þyki ekki mikið prýði er hlutverk þeirra mikilvægt, enda sjá þær til þess að rafmagn berist í þau fjölmörgu rafmagnstæki sem meðal fjölskylda þarf á að halda daglega í leik og starfi. En samhliða fjölgun heimilis- og farartækja sem ganga fyrir rafhlöðum hafa brunar vegna hleðslu raftækja færst í aukanna. Þekktustu tækin eru símar, fartölvur og rafmagnshjól af ýmsu tagi. Á síðasta ári var grunur um a.m.k tólf elda sem rekja mátti til hleðslu rafhlaupahjóla, en árin á undan voru þeir að meðaltali fimm skv. upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Dæmi eru um rafmagnselda sem rekja má til hleðslu fartölva og rafmagnstækja eins og hleðsluborvéla. Hér eru ótalin þau skipti sem fólk kemur að tækinu sínu eftir hleðslu þegar snúran er byrjuð að bráðna og heppni að ekki fór verr. Af þessum sökum er mikilvægt að ítreka mikilvæg forvarna og umgengnisreglna við hleðslu rafmagnstækja. Ofhitnun hleðslutækja Þó framfarir í tækni hafi gert hleðslu hraðari og skilvirkari, hafa þær einnig getið af sér nýjar áhættur ef varúðarráðstafanir eru ekki gerðar. Ein helsta hættan sem tengist hleðslu er hættan á ofhitnun. Þegar tæki er tengt við hleðslu dregur það rafmagn frá aflgjafanum til að endurnýja rafhlöðuna. Í þessu ferli er orku breytt í hita sem getur valdið því að tækið verður hlýtt viðkomu. Þó að einhver hitamyndun sé eðlileg, getur of mikil hitauppsöfnun leitt til ofhitnunar, sem aftur eykur hættu á eldi. Er skemmd á rafhlöðunni? Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Ertu að ofhlaða? Með ofhleðslu er átt við þegar rafmagnstæki er áfram tengt við hleðslutæki eftir að það hefur náð fullri hleðslu. Ofhleðsla eyðir ekki aðeins orku heldur myndar einnig óþarfa hita, sem veldur auknu álagi á rafhlöðu og innri íhluti. Í sumum tilfellum getur þetta leitt til niðurbrots rafhlöðunnar, bólgu og, í versta falli rafhlöðuelda. Skoðaðu gæði hleðslutækis Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Notkun á fölsuðum eða lággæða hleðslutækjum og snúrum sem uppfylla ekki öryggisstaðla ber að varast. Þessir ódýrt framleiddu fylgihlutir eru ef til vill ekki með rétta einangrun eða öryggi sem eykur líkurnar á rafmagnsbilunum og skammhlaupum. Verið gagnrýnin á allar hleðslusnúrur og takið sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur úr umferð. Gætum þess að spara ekki aurinn með því að henda krónunum. Veldu vel staðinn til að hlaða Raftæki er best að hlaða á föstu, óeldfimu undirlagi þar sem loftar um þau. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en við þurfum samt að fylgjast með ástandi þeirra af og til. Vörumst að hafa hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu. Best er að rafhlaupahjól og hleðslutæki standi á steingólfi eða álíka fleti. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Efnahvörf geta verið öflug og gosið úr liþíum rafhlöðu eins og lítilli flugeldaköku. Haltu því fjarlægð og gættu að því að eldurinn getur gosið upp aftur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Rafhlaupahjól Tryggingar Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Sjá meira
Við leiðum sjaldnast hugann að snúrum, en á hverju heimili má að jafnaði finna tugi metra af rafmagnssnúrum sem liggja flestar í leyni meðfram veggjum og undir húsgögnum. Þó þær þyki ekki mikið prýði er hlutverk þeirra mikilvægt, enda sjá þær til þess að rafmagn berist í þau fjölmörgu rafmagnstæki sem meðal fjölskylda þarf á að halda daglega í leik og starfi. En samhliða fjölgun heimilis- og farartækja sem ganga fyrir rafhlöðum hafa brunar vegna hleðslu raftækja færst í aukanna. Þekktustu tækin eru símar, fartölvur og rafmagnshjól af ýmsu tagi. Á síðasta ári var grunur um a.m.k tólf elda sem rekja mátti til hleðslu rafhlaupahjóla, en árin á undan voru þeir að meðaltali fimm skv. upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Dæmi eru um rafmagnselda sem rekja má til hleðslu fartölva og rafmagnstækja eins og hleðsluborvéla. Hér eru ótalin þau skipti sem fólk kemur að tækinu sínu eftir hleðslu þegar snúran er byrjuð að bráðna og heppni að ekki fór verr. Af þessum sökum er mikilvægt að ítreka mikilvæg forvarna og umgengnisreglna við hleðslu rafmagnstækja. Ofhitnun hleðslutækja Þó framfarir í tækni hafi gert hleðslu hraðari og skilvirkari, hafa þær einnig getið af sér nýjar áhættur ef varúðarráðstafanir eru ekki gerðar. Ein helsta hættan sem tengist hleðslu er hættan á ofhitnun. Þegar tæki er tengt við hleðslu dregur það rafmagn frá aflgjafanum til að endurnýja rafhlöðuna. Í þessu ferli er orku breytt í hita sem getur valdið því að tækið verður hlýtt viðkomu. Þó að einhver hitamyndun sé eðlileg, getur of mikil hitauppsöfnun leitt til ofhitnunar, sem aftur eykur hættu á eldi. Er skemmd á rafhlöðunni? Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Ertu að ofhlaða? Með ofhleðslu er átt við þegar rafmagnstæki er áfram tengt við hleðslutæki eftir að það hefur náð fullri hleðslu. Ofhleðsla eyðir ekki aðeins orku heldur myndar einnig óþarfa hita, sem veldur auknu álagi á rafhlöðu og innri íhluti. Í sumum tilfellum getur þetta leitt til niðurbrots rafhlöðunnar, bólgu og, í versta falli rafhlöðuelda. Skoðaðu gæði hleðslutækis Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Notkun á fölsuðum eða lággæða hleðslutækjum og snúrum sem uppfylla ekki öryggisstaðla ber að varast. Þessir ódýrt framleiddu fylgihlutir eru ef til vill ekki með rétta einangrun eða öryggi sem eykur líkurnar á rafmagnsbilunum og skammhlaupum. Verið gagnrýnin á allar hleðslusnúrur og takið sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur úr umferð. Gætum þess að spara ekki aurinn með því að henda krónunum. Veldu vel staðinn til að hlaða Raftæki er best að hlaða á föstu, óeldfimu undirlagi þar sem loftar um þau. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en við þurfum samt að fylgjast með ástandi þeirra af og til. Vörumst að hafa hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu. Best er að rafhlaupahjól og hleðslutæki standi á steingólfi eða álíka fleti. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Efnahvörf geta verið öflug og gosið úr liþíum rafhlöðu eins og lítilli flugeldaköku. Haltu því fjarlægð og gættu að því að eldurinn getur gosið upp aftur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar