Katrín á toppnum um allt land Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2024 21:01 Katrín Jakobsdóttir hefur verið á ferð um Strandir og suðurhluta Vestfjarða undanfarna daga. Facebooksíða Katrínar Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Miðað við síðustu könnun Maskínu fyrir tíu dögum eykur Katrín forskotið um rúmt prósentustig, eða úr 6,2 prósentustigum í 7,4 prósentustig. En aukningin er kannski innan skekkjumarka. Nú er Katrín með 31,4 prósenta fylgi en Baldur Þórhallsson með 24 prósenta fylgi. Katrín hefur aukið forskot sitt á Baldur um rúmt prósentustig á tíu dögum milli kannana Maskínu. Halla Hrund hefur nánast tvöfaldað fylgi sitt á milli kannana.Grafík/Hjalti Það er hins vegar athyglivert við þessa könnun að nú er ekki lengur marktækur munur á Baldri og Jóni Gnarr í þriðja sætinu með 18,9 prósent. En Jón hefur nú verið með nánast óbreytt fylgi á bilinu 18 til 19 prósent í öllum könnunum sem birtar hafa verið að undanförnu. Halla Hrund Logadóttir tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu Maskínu könnun og mælist með 10,5 prósent. Á hæla hennar kemur síðan nafna hennar Halla Tómasdóttir með 6,7 prósent. Aðrir frambjóðendur eru allir með minna en fimm prósent og nær einu eða tveimur prósentum. Katrín er með yfirburðarstöðu meðal kjósenda Vinstri grænna þar sem 85 prósent myndu kjósa hana. Þá myndu 48 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins og 34 prósent kjósenda Framsóknarflokksins einnig kjósa Katrínu. Hér sjáum við hvernig Katrín og Baldur raðast í fyrsta og annað sæti hjá kjósendum stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Lítill munur er hins vegar á fylgi Baldurs og Katrínar meðal kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar annars vegar og fylgi Jóns Gnarr og Baldurs hjá kjósendum Pírata hins vegar.Grafík/Hjalti Baldur er sterkastur meðal kjósenda Pírata (34%), Flokks fólksins (27%), Samfylkingarinnar (36%), og Viðreisnar (34%). En reyndar er fylgi kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar nánast jafnt á milli Katrínar og Baldurs og það sama má segja um kjósendur Pírata gagnvart Jóni og Baldri. Baldur mælist með 34 prósent hjá Pírötum og Jón með 33 prósent. Fylgi Höllu Hrundar er frá um 7 prósentum meðal kjósenda Viðreisnar upp í 22 prósent meðal kjósenda Sósíalistaflokksins. Almennt fylgi hennar meðal flokkanna er á bilinu 10 til 13 prósent. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan: Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. 15. apríl 2024 19:20 Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Miðað við síðustu könnun Maskínu fyrir tíu dögum eykur Katrín forskotið um rúmt prósentustig, eða úr 6,2 prósentustigum í 7,4 prósentustig. En aukningin er kannski innan skekkjumarka. Nú er Katrín með 31,4 prósenta fylgi en Baldur Þórhallsson með 24 prósenta fylgi. Katrín hefur aukið forskot sitt á Baldur um rúmt prósentustig á tíu dögum milli kannana Maskínu. Halla Hrund hefur nánast tvöfaldað fylgi sitt á milli kannana.Grafík/Hjalti Það er hins vegar athyglivert við þessa könnun að nú er ekki lengur marktækur munur á Baldri og Jóni Gnarr í þriðja sætinu með 18,9 prósent. En Jón hefur nú verið með nánast óbreytt fylgi á bilinu 18 til 19 prósent í öllum könnunum sem birtar hafa verið að undanförnu. Halla Hrund Logadóttir tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu Maskínu könnun og mælist með 10,5 prósent. Á hæla hennar kemur síðan nafna hennar Halla Tómasdóttir með 6,7 prósent. Aðrir frambjóðendur eru allir með minna en fimm prósent og nær einu eða tveimur prósentum. Katrín er með yfirburðarstöðu meðal kjósenda Vinstri grænna þar sem 85 prósent myndu kjósa hana. Þá myndu 48 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins og 34 prósent kjósenda Framsóknarflokksins einnig kjósa Katrínu. Hér sjáum við hvernig Katrín og Baldur raðast í fyrsta og annað sæti hjá kjósendum stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Lítill munur er hins vegar á fylgi Baldurs og Katrínar meðal kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar annars vegar og fylgi Jóns Gnarr og Baldurs hjá kjósendum Pírata hins vegar.Grafík/Hjalti Baldur er sterkastur meðal kjósenda Pírata (34%), Flokks fólksins (27%), Samfylkingarinnar (36%), og Viðreisnar (34%). En reyndar er fylgi kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar nánast jafnt á milli Katrínar og Baldurs og það sama má segja um kjósendur Pírata gagnvart Jóni og Baldri. Baldur mælist með 34 prósent hjá Pírötum og Jón með 33 prósent. Fylgi Höllu Hrundar er frá um 7 prósentum meðal kjósenda Viðreisnar upp í 22 prósent meðal kjósenda Sósíalistaflokksins. Almennt fylgi hennar meðal flokkanna er á bilinu 10 til 13 prósent. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan:
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. 15. apríl 2024 19:20 Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06
Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06
Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31
Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. 15. apríl 2024 19:20
Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32