Körfubolti

Verður fyrsta konan til að dæma í úr­slita­keppni NBA í tólf ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Moyer-Gleich endar tólf ára bið eftir kvendómara í úrslitakeppni NBA.
Ashley Moyer-Gleich endar tólf ára bið eftir kvendómara í úrslitakeppni NBA. AP/Mike Stewart

Ashley Moyer-Gleich verður aðeins önnur konan í sögunni og sú fyrsta í meiri áratug sem dæmir í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta.

Moyer-Gleich er ein af 36 dómurum NBA deildarinnar sem fengu bréf í gær að þau væru ekki komin í sumarfrí heldur væru að fara dæma í úrslitakeppninni sem hefst um helgina.

Moyer-Gleich kemst þar með í hóp með Violet Palmer sem dæmdi níu leiki í úrslitakeppni NBA á árunum 2006 til 2012.

Moyer-Gleich var körfuboltakona sjálf en hefur verið NBA dómari í fullu starfi síðan í nóvember 2018. Hún hefur dæmt meira en tvö hundruð leiki í deildarkeppninni á síðustu sex tímabilum.

Hún er ein af þremur nýliðum í ár en hinir nýliðarnir eru Marat Kogut og J.T. Orr.

Dómaralistinn lítur þannig út: Ray Acosta, Brent Barnaky, Curtis Blair, Tony Brothers, Nick Buchert, James Capers, Sean Corbin, Kevin Cutler, Marc Davis, JB DeRosa, Mitchell Ervin, Tyler Ford, Brian Forte, Scott Foster, Pat Fraher, Jacyn Goble, John Goble, David Guthrie, Bill Kennedy, Courtney Kirkland, Karl Lane, Mark Lindsay, Ed Malloy, Gediminas Petraitis, Kevin Scott, Aaron Smith, Ben Taylor, Dedric Taylor, Josh Tiven, Justin Van Duyne, James Williams, Sean Wright, Zach Zarba, Kogut, Orr og Moyer-Gleich.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×