Stendur þétt við bak Heru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2024 07:01 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir settist niður og fór yfir málin með Vísi. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar segir lífið vera allt annað eftir hnéaðgerð. Áður gat hún ekki gengið á öðru en jafnsléttu. Hún segir fjölskylduna standa þétt að baki systur sinni Heru Björk í Eurovision. Þá hrósar hún minnihlutanum í borgarstjórn og segir samstarfið aldrei hafa gengið betur. „Ég er semsagt handboltakempa frá því á áttunda áratugnum. Þannig að í byrjun september fór ég í hnéaðgerð og fékk nýtt hné og það kallaði á þriggja mánaða fjarveru og endurhæfingu, að hlýða lækninum og sjúkraþjálfaranum. Ég varð allt í einu Lóa hlýðna, ég þorði ekki öðru,“ segir Þórdís Lóa, betur þekkt sem Lóa, hlæjandi í samtali við Vísi. Erfitt að geta ekki gengið Lóa segir hnévandræðin hafa fylgt henni í þó nokkur ár. Hún hafi þurft að bíða ansi lengi á biðlista eftir aðgerð þar sem hún komst aldrei nógu framarlega í röðina. Hún komst inn eftir að gripið var til átaks gegn biðlistum eftir heimsfaraldur. „Ég var ekki það slæm að ég gat ekki sofið en ég var það slæm að ég gat ekkert labbað og þetta hafði gríðarleg áhrif á allt mitt líf. Ég gat ekkert. Ég er skógarbóndi, ég elska að skíða, ég er mikið í veiði, skotveiði, laxveiði og silungsveiði. Ég gat nánast ekkert af þessu þannig þetta hafði mikil áhrif á mitt daglega líf.“ Lóa segist til að mynda ekki hafa skotið hreindýr í mörg ár. Það hafi sér fundist flókið enda að upplagi veiðimanneskja sem elski að veiða og vinna með sinn eigin mat. „En ég var einhvern veginn bara háð öðrum upp á aðföng í hreindýri, þannig ég saknaði þess mikið. Ég saknaði þess mikið að geta labbað og maður gerir sér ekkert grein fyrir því fyrr en maður er orðinn svona slæmur að maður gat ekkert labbað,“ útskýrir Lóa. „Um leið og ég kom út á eitthvað sem hét gras eða ójöfnuður eða hálka eða snjór, þá var þetta ekki hægt. Ég hefði bara getað labbað inni á göngum hótela eða skrifstofubygginga en um leið og ég var komin út þá var allt komið í klessu.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir lifir sínu besta lífi eftir aðgerðina. Vísir/Vilhelm Þórdís segist þakklát lækninum sínum og sjúkraþjálfara sem gerðu henni það ljóst að hún gæti ekki mætt til vinnu að nýju fyrr en eftir að hún væri búin að jafna sig að þremur mánuðum liðnum. „Ef þau hefðu ekki verið svona ákveðin við mig þá hefði ég farið að vinna eftir tvo mánuði, en ég er bara orðin fimmtug og ég ákvað bara að hlýða,“ segir Lóa hlæjandi. „Ég er náttúrulega upp alinn villingur úr Breiðholti en nú er ég hlýðni pólitíkusinn í Reykjavík. Er þetta fyrirsögn?“ Þórdís er búin að fara á skíði eftir aðgerðina og segir lífið nú allt annað. Hún reyni þó að passa sig og fara ekki fram úr sjálfri sér, batinn taki í hið minnsta ár. Framundan sé gróðursetning ellefu þúsund plantna í skógrækt fjölskyldunnar í Þingeyjarsveit. Lóa á sér nóg af áhugamálum. „Þegar maður er í pólitík þá verður maður að hafa einhverja dellu. Af því að annars er maður bara að hugsa um pólitík 24/7 og ég held að maður verði bara kreisí. Gamall maður sagði einhvern tímann að maður yrði að hafa dellu og ég tók það mjög alvarlega. Þannig ég er bara dellukona. Ég er með veiðidellu ég er með skíðadellu, ég er með allskyns dellu.“ Hrósar minnihlutanum sérstaklega Þórdís Lóa segir vinnuna í borgarstjórn ganga vel og segist gríðarlega ánægð með meirihlutasamstarfið. Þá hrósar hún minnihlutanum sérstaklega og segir samstarfið hafa gengið mun betur á þessu kjörtímabili en á því síðasta. „Þetta kjörtímabil hefur gengið vel og ég held að það séu bara rosa margir þættir í því. Síðasta kjörtímabil var rosa túrbúlant. Ég veit ekki hvernig ég á að segja þetta. Það var fyrsta kjörtímabilið sem voru 23 borgarfulltrúar, svo það sé bara sagt. Áður voru þeir fimmtán þannig við vorum óvenju mörg.“ Þá hafi meira og minna allir oddvitar verið nýir, utan Dags B. Eggertssonar og Líf Magneudóttur. Nú séu allir reynslunni ríkari og Lóa segir það skipta sköpum. Hún segir oddvitana sem leiði meirihlutasamstarfið vera teymi sem vinni saman alla daga og segir hún það ganga vel. Hún bendir á að traust til borgarstjórnar hafi rokið upp í síðustu Gallup könnun. „Ég held að það hafi að gera með það að fólk sér kannski að það er aðeins öðruvísi ásjóna en langflestir halda að við séum aðeins að þræta en það er ekki þannig.“ Ósanngjarnt að bera Einar saman við Dag Þórdís segir ótímabært að ræða það hvort hún hyggist halda áfram í borgarstjórn að kjörtímabilinu loknu. Einungis tvö ár séu liðin af kjörtímabilinu. „Ég er mikið spurð að þessu núna, en það er bara hálft kjörtímabilið eftir og ég held það sé algjörlega ótímabært. Mér finnst þetta bara hrikalega gaman og við erum að vinna með góðu fólki, í bæði meirihlutanum og minnihlutanum og það er afbragðsstarfsfólk og góður andi.“ Borið hefur á þeirri gagnrýni á meirihlutann að litlar breytingar hafi orðið eftir að Einar Þorsteinsson tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri í janúar. Þórdís segir að sér hafi þótt umræðan ósanngjörn. „Mér finnst það mjög ósanngjarnt. Einar kemur inn sem borgarstjóri og er Framsóknarmaður, með sitt bakland og sína hugsjón. Dagur er Samfylkingarmaður og búinn að vera mjög lengi í pólitík og mér finnst mjög ósanngjarnt þegar það er verið að taka stjórnmálafólk og smyrja því einhvern veginn bara saman.“ Hún rifjar upp þegar henni hafi verið líkt við veggfóður á vegg Dags á síðasta kjörtímabili. „Ég man að ég var bara: „Hverjum dettur þetta í hug?“ Við erum öll í pólitík, hver flokkur með sitt. Allir með einhverja sýn svo hendumst við í kosningar og erum að draga fram það sem er ólíkt. Niðurstaðan er svo sú að við þurfum að vinna saman því það er enginn einn að fara að stýra borginni, eða ríkisstjórn. Þetta er alltaf samvinna.“ Lóa segist mikið minna spurð að því á þessu kjörtímabili hvort að Viðreisn sé að týnast í meirihlutasamstarfinu. Á síðasta hafi verið hún spurð oft hvort hún væri ekki bara handbendi Dags en ljóst sé að Viðreisn hafi sérstöðu og sé ólík bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingu. „Viðreisn er fólk sem hefur ástríðu fyrir því að það sé gott samfélag, frjálslynt með áherslu á mannréttindni og svoldið eins og í Reykjavík borgaralegt umhverfi og okkar kjarnahæfni er að vinna með öðrum. Við viljum vinna saman. Viðreisn hefur engan áhuga á einhverju einræði eða að við séum bara alein. Við höfum trú á samvinnu og þess vegna erum við Evrópusinnar, við erum samvinnuflokkur.“ Ætlar að fylgja Heru út til Svíþjóðar Þórdís Lóa er systir Heru Bjarkar Eurovisionfara og fylgdi henni út í Eurovision til Noregs árið 2010. Þá var hún framkvæmdastjóri Eurovision hópsins en nú ætlar hún sér að vera í minna hlutverki og styðja systur sína úti í sal. „Þannig ég ætla að henda mér á undanúrslitin í Malmö og ég bara vona að okkar beri gæfa til að gera gott Eurovision,“ segir Lóa sem hefur ekki farið varhluta af harðri umræðu um systur sína. Eins og flestir vita hefur mikinn styr staðið um þátttöku Íslands í keppninni í ár vegna hörmunganna á Gasa og þátttöku Ísrael í Eurovision. „Mér finnst ótrúlega erfitt þegar listafólk og íþróttafólk er sett í þá stöðu að taka svona ofsalega pólitíska afstöðu. Það er eitthvað sem ríkisstjórnir eiga að gera og kannski einhver svona heildarsamtök eins og Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva,“ segir Lóa. Hún tekur fram að ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs sé hræðilegt og að sjálf kalli hún eftir tafarlausu vopnahléi. Fjölskyldan standi með Heru. „Auðvitað stöndum við öll með henni og erum með henni í þessu og ræðum þetta auðvitað saman fjölskyldan en það er engin spurning að auðvitað hefur þetta áhrif og þetta er bara mjög erfitt,“ segir Lóa. „Ég hef reyndar mjög lengi haft þá skoðun að við eigum ekki að blanda listafólkinu okkar og íþróttafólkinu okkar í alheimspólitíkina. Hvar eigum við að enda í því? Þá endum við í engri samvinnu, þá hættum við að taka þátt í öllu og það sem við þurfum einhvern veginn núna er samtalið og taka þátt og vera saman.“ Lóa bendir á að burtséð frá þessu hafi hún miklar áhyggjur af stöðu heimsmála, aukinni pólaríseringu og stöðu mannréttinda í heiminum. Nefnir hún sérstaklega réttindi kvenna í Bandaríkjunum, sem í sumum ríkjum hafa á undanförnum árum verið skert. „Ég hef verulegar áhyggjur af þessu og þess vegna finnst mér við yfirhöfuð þurfa að passa það að tala meira og vera meira í alþjóðlegu samstarfi, taka meira þátt en við myndum venjulega gera af því að við þurfum að leyfa okkar rödd að heyrast,“ segir Lóa og hrósar Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég held að Ísland eigi erindi friðar og mannréttinda, af því að við erum ekki þessi risaþjóð með ofsalega miklar olíulindir undir eða eitthvað prjál sem margar stórþjóðir hafa og þarna þurfum við að láta röddina heyrast. Þetta var svona alþjóðlega ræðan. Ég hef meira að segja haldið svona ræður í borgarstjórn af því að ég hef ótrúlega miklar áhyggjur af þessu.“ Þórdís Lóa hefur áhyggjur af stöðu heimsmála. Vísir/Vilhelm Á gæsaveiðar og taka tvö með Adele í sumar Það stendur ekki á svörum hjá Lóu þegar hún er spurð hvað hún ætlar að gera í sumar. Það er trjáræktin, laxveiði, silungaveiði og svo gæsaveiðitúr í haust. „Svo ætla ég að fara á Adele tónleika. Taka tvö.“ Í annað sinn? „Nei málið var að ég var úti í London þegar hún hætti við síðast. Ég fór í fýluferð. Þarna var hún búin að vera með ógeðslega marga tónleika, sumarið 2017 eða 16. Við erum mætt, ætlum á laugardegi eða sunnudegi og hún búin að vera með tónleika miðvikudag, fimmtudag, föstudag, á undan, hittum fullt af fólki sem var algjörlega í skýjunum með tónleikana og svo bara vöknum við og sjáum að hún er hætt við.“ Adele var þarna búin að skaða raddböndin og hafði verið ráðlagt af lækni að hvíla sig. Lóa segir að hún geti því ekki beðið eftir því að bæta úr því og sjá Adele loksins á sviði í fyrsta sinn sjö árum síðar í sumar. Borgarstjórn Eurovision Heilsa Viðreisn Reykjavík Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira
„Ég er semsagt handboltakempa frá því á áttunda áratugnum. Þannig að í byrjun september fór ég í hnéaðgerð og fékk nýtt hné og það kallaði á þriggja mánaða fjarveru og endurhæfingu, að hlýða lækninum og sjúkraþjálfaranum. Ég varð allt í einu Lóa hlýðna, ég þorði ekki öðru,“ segir Þórdís Lóa, betur þekkt sem Lóa, hlæjandi í samtali við Vísi. Erfitt að geta ekki gengið Lóa segir hnévandræðin hafa fylgt henni í þó nokkur ár. Hún hafi þurft að bíða ansi lengi á biðlista eftir aðgerð þar sem hún komst aldrei nógu framarlega í röðina. Hún komst inn eftir að gripið var til átaks gegn biðlistum eftir heimsfaraldur. „Ég var ekki það slæm að ég gat ekki sofið en ég var það slæm að ég gat ekkert labbað og þetta hafði gríðarleg áhrif á allt mitt líf. Ég gat ekkert. Ég er skógarbóndi, ég elska að skíða, ég er mikið í veiði, skotveiði, laxveiði og silungsveiði. Ég gat nánast ekkert af þessu þannig þetta hafði mikil áhrif á mitt daglega líf.“ Lóa segist til að mynda ekki hafa skotið hreindýr í mörg ár. Það hafi sér fundist flókið enda að upplagi veiðimanneskja sem elski að veiða og vinna með sinn eigin mat. „En ég var einhvern veginn bara háð öðrum upp á aðföng í hreindýri, þannig ég saknaði þess mikið. Ég saknaði þess mikið að geta labbað og maður gerir sér ekkert grein fyrir því fyrr en maður er orðinn svona slæmur að maður gat ekkert labbað,“ útskýrir Lóa. „Um leið og ég kom út á eitthvað sem hét gras eða ójöfnuður eða hálka eða snjór, þá var þetta ekki hægt. Ég hefði bara getað labbað inni á göngum hótela eða skrifstofubygginga en um leið og ég var komin út þá var allt komið í klessu.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir lifir sínu besta lífi eftir aðgerðina. Vísir/Vilhelm Þórdís segist þakklát lækninum sínum og sjúkraþjálfara sem gerðu henni það ljóst að hún gæti ekki mætt til vinnu að nýju fyrr en eftir að hún væri búin að jafna sig að þremur mánuðum liðnum. „Ef þau hefðu ekki verið svona ákveðin við mig þá hefði ég farið að vinna eftir tvo mánuði, en ég er bara orðin fimmtug og ég ákvað bara að hlýða,“ segir Lóa hlæjandi. „Ég er náttúrulega upp alinn villingur úr Breiðholti en nú er ég hlýðni pólitíkusinn í Reykjavík. Er þetta fyrirsögn?“ Þórdís er búin að fara á skíði eftir aðgerðina og segir lífið nú allt annað. Hún reyni þó að passa sig og fara ekki fram úr sjálfri sér, batinn taki í hið minnsta ár. Framundan sé gróðursetning ellefu þúsund plantna í skógrækt fjölskyldunnar í Þingeyjarsveit. Lóa á sér nóg af áhugamálum. „Þegar maður er í pólitík þá verður maður að hafa einhverja dellu. Af því að annars er maður bara að hugsa um pólitík 24/7 og ég held að maður verði bara kreisí. Gamall maður sagði einhvern tímann að maður yrði að hafa dellu og ég tók það mjög alvarlega. Þannig ég er bara dellukona. Ég er með veiðidellu ég er með skíðadellu, ég er með allskyns dellu.“ Hrósar minnihlutanum sérstaklega Þórdís Lóa segir vinnuna í borgarstjórn ganga vel og segist gríðarlega ánægð með meirihlutasamstarfið. Þá hrósar hún minnihlutanum sérstaklega og segir samstarfið hafa gengið mun betur á þessu kjörtímabili en á því síðasta. „Þetta kjörtímabil hefur gengið vel og ég held að það séu bara rosa margir þættir í því. Síðasta kjörtímabil var rosa túrbúlant. Ég veit ekki hvernig ég á að segja þetta. Það var fyrsta kjörtímabilið sem voru 23 borgarfulltrúar, svo það sé bara sagt. Áður voru þeir fimmtán þannig við vorum óvenju mörg.“ Þá hafi meira og minna allir oddvitar verið nýir, utan Dags B. Eggertssonar og Líf Magneudóttur. Nú séu allir reynslunni ríkari og Lóa segir það skipta sköpum. Hún segir oddvitana sem leiði meirihlutasamstarfið vera teymi sem vinni saman alla daga og segir hún það ganga vel. Hún bendir á að traust til borgarstjórnar hafi rokið upp í síðustu Gallup könnun. „Ég held að það hafi að gera með það að fólk sér kannski að það er aðeins öðruvísi ásjóna en langflestir halda að við séum aðeins að þræta en það er ekki þannig.“ Ósanngjarnt að bera Einar saman við Dag Þórdís segir ótímabært að ræða það hvort hún hyggist halda áfram í borgarstjórn að kjörtímabilinu loknu. Einungis tvö ár séu liðin af kjörtímabilinu. „Ég er mikið spurð að þessu núna, en það er bara hálft kjörtímabilið eftir og ég held það sé algjörlega ótímabært. Mér finnst þetta bara hrikalega gaman og við erum að vinna með góðu fólki, í bæði meirihlutanum og minnihlutanum og það er afbragðsstarfsfólk og góður andi.“ Borið hefur á þeirri gagnrýni á meirihlutann að litlar breytingar hafi orðið eftir að Einar Þorsteinsson tók við af Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóri í janúar. Þórdís segir að sér hafi þótt umræðan ósanngjörn. „Mér finnst það mjög ósanngjarnt. Einar kemur inn sem borgarstjóri og er Framsóknarmaður, með sitt bakland og sína hugsjón. Dagur er Samfylkingarmaður og búinn að vera mjög lengi í pólitík og mér finnst mjög ósanngjarnt þegar það er verið að taka stjórnmálafólk og smyrja því einhvern veginn bara saman.“ Hún rifjar upp þegar henni hafi verið líkt við veggfóður á vegg Dags á síðasta kjörtímabili. „Ég man að ég var bara: „Hverjum dettur þetta í hug?“ Við erum öll í pólitík, hver flokkur með sitt. Allir með einhverja sýn svo hendumst við í kosningar og erum að draga fram það sem er ólíkt. Niðurstaðan er svo sú að við þurfum að vinna saman því það er enginn einn að fara að stýra borginni, eða ríkisstjórn. Þetta er alltaf samvinna.“ Lóa segist mikið minna spurð að því á þessu kjörtímabili hvort að Viðreisn sé að týnast í meirihlutasamstarfinu. Á síðasta hafi verið hún spurð oft hvort hún væri ekki bara handbendi Dags en ljóst sé að Viðreisn hafi sérstöðu og sé ólík bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingu. „Viðreisn er fólk sem hefur ástríðu fyrir því að það sé gott samfélag, frjálslynt með áherslu á mannréttindni og svoldið eins og í Reykjavík borgaralegt umhverfi og okkar kjarnahæfni er að vinna með öðrum. Við viljum vinna saman. Viðreisn hefur engan áhuga á einhverju einræði eða að við séum bara alein. Við höfum trú á samvinnu og þess vegna erum við Evrópusinnar, við erum samvinnuflokkur.“ Ætlar að fylgja Heru út til Svíþjóðar Þórdís Lóa er systir Heru Bjarkar Eurovisionfara og fylgdi henni út í Eurovision til Noregs árið 2010. Þá var hún framkvæmdastjóri Eurovision hópsins en nú ætlar hún sér að vera í minna hlutverki og styðja systur sína úti í sal. „Þannig ég ætla að henda mér á undanúrslitin í Malmö og ég bara vona að okkar beri gæfa til að gera gott Eurovision,“ segir Lóa sem hefur ekki farið varhluta af harðri umræðu um systur sína. Eins og flestir vita hefur mikinn styr staðið um þátttöku Íslands í keppninni í ár vegna hörmunganna á Gasa og þátttöku Ísrael í Eurovision. „Mér finnst ótrúlega erfitt þegar listafólk og íþróttafólk er sett í þá stöðu að taka svona ofsalega pólitíska afstöðu. Það er eitthvað sem ríkisstjórnir eiga að gera og kannski einhver svona heildarsamtök eins og Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva,“ segir Lóa. Hún tekur fram að ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs sé hræðilegt og að sjálf kalli hún eftir tafarlausu vopnahléi. Fjölskyldan standi með Heru. „Auðvitað stöndum við öll með henni og erum með henni í þessu og ræðum þetta auðvitað saman fjölskyldan en það er engin spurning að auðvitað hefur þetta áhrif og þetta er bara mjög erfitt,“ segir Lóa. „Ég hef reyndar mjög lengi haft þá skoðun að við eigum ekki að blanda listafólkinu okkar og íþróttafólkinu okkar í alheimspólitíkina. Hvar eigum við að enda í því? Þá endum við í engri samvinnu, þá hættum við að taka þátt í öllu og það sem við þurfum einhvern veginn núna er samtalið og taka þátt og vera saman.“ Lóa bendir á að burtséð frá þessu hafi hún miklar áhyggjur af stöðu heimsmála, aukinni pólaríseringu og stöðu mannréttinda í heiminum. Nefnir hún sérstaklega réttindi kvenna í Bandaríkjunum, sem í sumum ríkjum hafa á undanförnum árum verið skert. „Ég hef verulegar áhyggjur af þessu og þess vegna finnst mér við yfirhöfuð þurfa að passa það að tala meira og vera meira í alþjóðlegu samstarfi, taka meira þátt en við myndum venjulega gera af því að við þurfum að leyfa okkar rödd að heyrast,“ segir Lóa og hrósar Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég held að Ísland eigi erindi friðar og mannréttinda, af því að við erum ekki þessi risaþjóð með ofsalega miklar olíulindir undir eða eitthvað prjál sem margar stórþjóðir hafa og þarna þurfum við að láta röddina heyrast. Þetta var svona alþjóðlega ræðan. Ég hef meira að segja haldið svona ræður í borgarstjórn af því að ég hef ótrúlega miklar áhyggjur af þessu.“ Þórdís Lóa hefur áhyggjur af stöðu heimsmála. Vísir/Vilhelm Á gæsaveiðar og taka tvö með Adele í sumar Það stendur ekki á svörum hjá Lóu þegar hún er spurð hvað hún ætlar að gera í sumar. Það er trjáræktin, laxveiði, silungaveiði og svo gæsaveiðitúr í haust. „Svo ætla ég að fara á Adele tónleika. Taka tvö.“ Í annað sinn? „Nei málið var að ég var úti í London þegar hún hætti við síðast. Ég fór í fýluferð. Þarna var hún búin að vera með ógeðslega marga tónleika, sumarið 2017 eða 16. Við erum mætt, ætlum á laugardegi eða sunnudegi og hún búin að vera með tónleika miðvikudag, fimmtudag, föstudag, á undan, hittum fullt af fólki sem var algjörlega í skýjunum með tónleikana og svo bara vöknum við og sjáum að hún er hætt við.“ Adele var þarna búin að skaða raddböndin og hafði verið ráðlagt af lækni að hvíla sig. Lóa segir að hún geti því ekki beðið eftir því að bæta úr því og sjá Adele loksins á sviði í fyrsta sinn sjö árum síðar í sumar.
Borgarstjórn Eurovision Heilsa Viðreisn Reykjavík Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira