Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi.
Yfir tvö hundruð manns hafa fengið aðstoð hjá Reykjanesapóteki við að minnka lyfjaskammta, meðal annars á ávanabindandi lyfjum. Eigandi apóteksins segir mikilvægt að taka réttan skammt af lyfjum
Þá komumst við að því í beinni útsendingu hvort sólin, sem gladdi fólk á höfuðborgarsvæðinu og víðar, sé komin til að vera og hittum hest sem hefur sérstakt dálæti á saxófónleik.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan.