Baldur í lit Anna Lára Pálsdóttir skrifar 22. apríl 2024 10:30 Í norrænni goðafræði var Baldur bestur og mest elskaður allra goða. Hann var kallaður hinn hvíti svo hreinn og flekklaus sem hann var. Baldur hvíti bjó í Breiðablik og einnig þar var allt tandurhreint og óspillt. Nafnbótin, hinn hvíti, sýnir að hér er á ferðinni yfirskilvitleg vera sem er fullkomlega laus við mannlega annmarka. Kristur fékk einmitt sama viðurnefni. Í umræðu um væntanlegan húsráðanda á Bessastöðum þykir mér þjóðin vænta þess að Baldur hvíti sé í forsetaframboði svona líka hvítskúraður og syndlaus. Að þjóðin haldi að í mannheimum fyrirfinnist frambjóðandi sem aldrei hefur sagt neitt sem hann iðrast, aldrei hefur skipt um skoðun, sýnt mannlegan breyskleika eða gert mistök. Fólk er uppteknara af því að grafa upp brestina og benda á þá en að sjá hvaða mannkostir eru til staðar og hvaða erindi viðkomandi á. Vinur minn, Baldur Þórhallsson, er ekki yfirnáttúrulegur eins og nafni hans hinn hvíti. Baldur Þórhallsson er mennskur og kemur í öllum litum regnbogabrúarinnar Bifrastar. Við Baldur erum jafnaldrar og sveitungar. Ég man fyrst eftir Baldri þegar hann tók á móti hópi Norðmanna sem voru í vinabæjarheimsókn, en fjölskylda mín fór með gestina að skoða Ægissíðuhellana. Baldur, sem var þarna um tólf ára aldurinn, veitti framúrskarandi leiðsögn. Ég man að fullorðna fólkinu í ferðinni var tíðrætt um hversu kotroskinn og fróður strákurinn væri. Við Baldur vorum samferða menntaskólaárin fjögur á Laugarvatni. Hann var feiminn og hógvær strákur sem lét ekki mikið fyrir sér fara, hafði gaman af því að ræða heimsmálin og var alltaf í klossum. Baldur fór á dýptina í samtölum og flestir höfðu ekki vanist jafn mikilli þjóðmálaumræðu og honum var greinilega tamt. Hann hafði ávallt góða nærveru og kom fram við alla af sömu virðingu. Ég veit núna að hann fékk hvorki leyfi né rými til þess að vera hann sjálfur á þessum árum. Hann fékk að blómstra síðar en þurfti sannarlega að vinna fyrir því. Útskriftarárgangurinn okkar úr ML er enn þéttur hópur og við hittumst reglulega. Baldur nýtur óumdeildrar virðingar og væntumþykju í hópnum og við treystum hans dómgreind. Baldur hefur skapað sér sess sem virtur fræðimaður og vinsæll kennari en það er ekki síður yndislegt að fylgjast með fallegu fjölskyldunni hans vaxa og dafna. Samband þeirra hjóna við barnsmæður sínar er aðdáunarvert og til eftirbreytni. Baldur er sveitastrákur og Baldur er heimsborgari. Hann er svolítið eins og Forseti, sonur Baldurs hvíta, svo ég haldi mig nú við goðafræðina. Forseti var goð réttlætis og sátta. Ég veit að Baldur verður framúrskarandi forseti. Hann er mikill fagmaður, réttsýnn og vönduð manneskja sem kemur fram af heilindum. Baldur hefur upplifað forréttindi og upphafningu, gleði og sigra en einnig fordóma og jaðarsetningu, sorgir og missi. Aðeins þannig forseti getur skilið þjóð sína. Höfundur er kennsluráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Í norrænni goðafræði var Baldur bestur og mest elskaður allra goða. Hann var kallaður hinn hvíti svo hreinn og flekklaus sem hann var. Baldur hvíti bjó í Breiðablik og einnig þar var allt tandurhreint og óspillt. Nafnbótin, hinn hvíti, sýnir að hér er á ferðinni yfirskilvitleg vera sem er fullkomlega laus við mannlega annmarka. Kristur fékk einmitt sama viðurnefni. Í umræðu um væntanlegan húsráðanda á Bessastöðum þykir mér þjóðin vænta þess að Baldur hvíti sé í forsetaframboði svona líka hvítskúraður og syndlaus. Að þjóðin haldi að í mannheimum fyrirfinnist frambjóðandi sem aldrei hefur sagt neitt sem hann iðrast, aldrei hefur skipt um skoðun, sýnt mannlegan breyskleika eða gert mistök. Fólk er uppteknara af því að grafa upp brestina og benda á þá en að sjá hvaða mannkostir eru til staðar og hvaða erindi viðkomandi á. Vinur minn, Baldur Þórhallsson, er ekki yfirnáttúrulegur eins og nafni hans hinn hvíti. Baldur Þórhallsson er mennskur og kemur í öllum litum regnbogabrúarinnar Bifrastar. Við Baldur erum jafnaldrar og sveitungar. Ég man fyrst eftir Baldri þegar hann tók á móti hópi Norðmanna sem voru í vinabæjarheimsókn, en fjölskylda mín fór með gestina að skoða Ægissíðuhellana. Baldur, sem var þarna um tólf ára aldurinn, veitti framúrskarandi leiðsögn. Ég man að fullorðna fólkinu í ferðinni var tíðrætt um hversu kotroskinn og fróður strákurinn væri. Við Baldur vorum samferða menntaskólaárin fjögur á Laugarvatni. Hann var feiminn og hógvær strákur sem lét ekki mikið fyrir sér fara, hafði gaman af því að ræða heimsmálin og var alltaf í klossum. Baldur fór á dýptina í samtölum og flestir höfðu ekki vanist jafn mikilli þjóðmálaumræðu og honum var greinilega tamt. Hann hafði ávallt góða nærveru og kom fram við alla af sömu virðingu. Ég veit núna að hann fékk hvorki leyfi né rými til þess að vera hann sjálfur á þessum árum. Hann fékk að blómstra síðar en þurfti sannarlega að vinna fyrir því. Útskriftarárgangurinn okkar úr ML er enn þéttur hópur og við hittumst reglulega. Baldur nýtur óumdeildrar virðingar og væntumþykju í hópnum og við treystum hans dómgreind. Baldur hefur skapað sér sess sem virtur fræðimaður og vinsæll kennari en það er ekki síður yndislegt að fylgjast með fallegu fjölskyldunni hans vaxa og dafna. Samband þeirra hjóna við barnsmæður sínar er aðdáunarvert og til eftirbreytni. Baldur er sveitastrákur og Baldur er heimsborgari. Hann er svolítið eins og Forseti, sonur Baldurs hvíta, svo ég haldi mig nú við goðafræðina. Forseti var goð réttlætis og sátta. Ég veit að Baldur verður framúrskarandi forseti. Hann er mikill fagmaður, réttsýnn og vönduð manneskja sem kemur fram af heilindum. Baldur hefur upplifað forréttindi og upphafningu, gleði og sigra en einnig fordóma og jaðarsetningu, sorgir og missi. Aðeins þannig forseti getur skilið þjóð sína. Höfundur er kennsluráðgjafi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun