Minni lyfjanotkun og meiri vellíðan í sérstöku heilabilunarþorpi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2024 23:03 Camilla Heier Anglero, einn arkitektanna sem kom að hönnun Carpe Diem. Vísir/Arnar Minni lyfjanotkun, meiri vellíðan og rólegra andrúmsloft er meðal þess sem starfsmenn heilabilunarþorps í Bærum í Noregi hafa orðið varir við í þorpinu. Það er hannað með mannlega nálgun og inngildingu að leiðarljósi. Einn arkítektanna segir tækifæri til að ná slíkum árangri hér á landi. Norræna arkítektúrskrifstofan hannaði fyrir sveitarfélagið Bærum í Noregi heilabilunarþorpið Carpe Diem, sem tekið var í notkun árið 2020. Hugmyndin kemur frá Hollandi og miðar að því að skapa umhverfi sem fólk þekkir, vera heimilislegt, fjölbreytt og litríkt. Um 140 búa í þorpinu, allt fólk með heilabilun. „Þorpinu er ætlað að stuðla að auknum lífsgæðum þótt fólk sé í raun mjög veikt. Það er góður aðgangur að nærliggjandi umhverfi og býður alla í nágrenninu inn. Það er hannað eins og þorp en tryggir öryggi allra íbúanna,“ segir Camilla Heier Anglero, ein arkitektanna sem kom að hönnun Carpe Diem. Klippa: Mannleg nálgun og inngilding Camilla var stödd hér á landi á dögunum til að kynna verkefnið á Hönnunarmars. Hún nefnir sem dæmi að útisvæðið sé opið og fjölbreytt, sem skipti miklu máli. „Þarna eru fjölmargir aðliggjandi garðar og möguleiki á ýmiskonar upplifun. Fólk getur gengið um úti og upplifað ferskt útiloftið,“ segir Camilla. „Í verri stofnunum hímir fólk kannski bara á göngunum. Hjá okkur getur fólk gengið um og upplifað ýmislegt. Staldrað við á torginu og fengið sér kaffibolla og haldið svo áfram og upplifað margt annað.“ Hún segir starfsmenn þorpsins hafa tekið eftir áhrifum þessarar nálgunar á hönnun þess. „Starfsfólkið hefur tekið eftir því að streitustigið er mun minna og lyfjagjöf fer minnkandi. Fólk er rólegra en ella og veikindaforföll starfsfólks eru ekki eins tíð, “ segir hún og vonar að þessi nálgun verði innleidd hér á landi. „Ég veit að þið eruð að skipuleggja hjúkrunarheimili og hafið samið handbók til að tryggja gæðin en engin heilabilunarþorp eru á teikniborðinu eða hugmyndir eins og Carpe Diem hér. Við vonum því að geta sett upp tilraunaverkefni hér.“ Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Noregur Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Norræna arkítektúrskrifstofan hannaði fyrir sveitarfélagið Bærum í Noregi heilabilunarþorpið Carpe Diem, sem tekið var í notkun árið 2020. Hugmyndin kemur frá Hollandi og miðar að því að skapa umhverfi sem fólk þekkir, vera heimilislegt, fjölbreytt og litríkt. Um 140 búa í þorpinu, allt fólk með heilabilun. „Þorpinu er ætlað að stuðla að auknum lífsgæðum þótt fólk sé í raun mjög veikt. Það er góður aðgangur að nærliggjandi umhverfi og býður alla í nágrenninu inn. Það er hannað eins og þorp en tryggir öryggi allra íbúanna,“ segir Camilla Heier Anglero, ein arkitektanna sem kom að hönnun Carpe Diem. Klippa: Mannleg nálgun og inngilding Camilla var stödd hér á landi á dögunum til að kynna verkefnið á Hönnunarmars. Hún nefnir sem dæmi að útisvæðið sé opið og fjölbreytt, sem skipti miklu máli. „Þarna eru fjölmargir aðliggjandi garðar og möguleiki á ýmiskonar upplifun. Fólk getur gengið um úti og upplifað ferskt útiloftið,“ segir Camilla. „Í verri stofnunum hímir fólk kannski bara á göngunum. Hjá okkur getur fólk gengið um og upplifað ýmislegt. Staldrað við á torginu og fengið sér kaffibolla og haldið svo áfram og upplifað margt annað.“ Hún segir starfsmenn þorpsins hafa tekið eftir áhrifum þessarar nálgunar á hönnun þess. „Starfsfólkið hefur tekið eftir því að streitustigið er mun minna og lyfjagjöf fer minnkandi. Fólk er rólegra en ella og veikindaforföll starfsfólks eru ekki eins tíð, “ segir hún og vonar að þessi nálgun verði innleidd hér á landi. „Ég veit að þið eruð að skipuleggja hjúkrunarheimili og hafið samið handbók til að tryggja gæðin en engin heilabilunarþorp eru á teikniborðinu eða hugmyndir eins og Carpe Diem hér. Við vonum því að geta sett upp tilraunaverkefni hér.“
Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Noregur Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira